Vikan


Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 49

Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 49
Þetta var mjög vistlegt herbei , , smekklega búið húsgögnum. ’íak við stórt skrifborð sat George Lorimer í stól með háu baki og virtist önnum kafinn við að opna bréf. — 6engur fram af mér. Aldrei hefði mig órað fyrir, að þér yrðuð viðskiptavinur minn. Hvað get ég gert fyrir yður? — Jæja. Þér eruð sem sagt „Enterprises Limited?” — Það má orða það svo, já. Ég vinn sjálfur erfiðustu verkin. — Hvaða verk? — Hlustið á, sagði Lorimer og slétti úr bréfi, sem hann var nýbúinn að taka upp: „Enterprises Limited. Ég hef lesið auglýsingu yðar og spyr nú, hvort þér getið hjálpað mér. Maðurinn minn hefur verið mér fráhverfur í seinni tíð, og ég hefi grun um, að önnur kona sé með í spilinu. Ég vil ekki skilja við hann, en mér finnst ég eiga rétt á að vita, hvað hann hefur fyrir stafni..” — Þér þurfið ekki að lesa meira, greip McLean fram i fyrir Lorimer. — Viljið þér vera svo góður að gera grein fyrir þvi, hvað fyrirtæki yðar starfar? — Ég er að reyna að segja yður það. Ég hjálpa fólki að leysa vandamál sín. Ég gef hugmynda- snauðu fólki góð ráð. — Ég sé, að þér hafið sima, en nafnið er ekki í simaskránni. — Ég var of seinn að láta setja það í síðustu skrána. Þetta fyrir- tæki er nýstofnað, en virðist sannarlega velkomið. Viljið þér lita á auglýsingarnar, sem ég sendi frá mér? — Nei, takk. Það leiðir ekki til neins. — Liklega ekki, nei. — Fyrst hélt ég, að þér væruð kominn til að gera mér gramt í geði — vegna þess sem áður er skeð. En ég hefi líklega ekki rétt fyrir mér. — Nei, ég kom reyndar bara til að aðvara yður og allra mildilegast ráðleggja yður að halda yður við lögin. Annað borgar sig ekki, þegar til lengdar lætur. — Það er nú einmitt mín skoðun líka, sagði Lorimer. — Þess vegna stofnsetti ég þetta fyrirtæki. „Góð þjónusta” er kjörorð okkar, góð þjónusta við alla. Ef t.d. tengda- móðir yðar kvelur yður, getum við bjargað málunum, nú eða ef þér viljið ávaxta fé og treystið ekki veðlánurun, þá lumum við á ráðleggingum. ACLEAN gat ekki still sig um að brosa. Lorimer var óforbetranlegur. — Ég skal ekki eyða meira af tíma yðar, sagði hann. — Ég er sjálfur dálítið önnum kafinn. Verið þér sælir. — Já, bless, bless, sagði Lorim- er. — Ef þér eigið leið hjá, væri ánægjulegt að sjá yður aftur. Á Jeiðinni niður stigann mætti McLean ungri stúlku, sem var á leið upp. Hún var há og grönn, og hann sá, að hár hennar var rauðbrúnt og augun blá eins og gleym-mér -ei. Hann minntist þess, sem Walters hafði sagt honum. Q EORGE Lorimer horfði á McLean út um gluggann. Svo var hurðin opnuð, og rauð- hærða stúlkan kom inn. — Á hvað horfðirðu? spurði hún. — O — það er ekkert. — Það skyldi þó ekki vera maðurinn, sem ég mætti í stigan- um, sem v'-Vur forvitni þina? — Sá liann þig? — Já, svo framarlega, að hann sé ekki blindur. — Ég get fullvissað þig um, að það er ekkert athugavert við sjón hans. Mér er illa við, að hann komi og snuðri hér núna. — Hver er hann annars? — Þú þekkir hann ekkert. Við skulum ekki tala meira um hann. Komstu því í verk, sem ég bað þig um, Pamella. — Já, en það var útilokað að fá herbergi við hliðina, svo að ég varð að taka þriðja herbergi frá. Það verður auðvitað erfiðara, en ég efast ekki um, að þetta heppnast. — Það verður að heppnast, sagði hann með áherslu. — Það eru þúsund pund í veði. Pamela kveikti sér i vindlingi og sat hugsi drykklanga stund. — George, þetta er vonandi ekki hættulegt? — Hættulegt? Hvað átt þú eiginlega við? — Ég vil ekki taka þátt i neinu. badedas i næsta bað. Badedas inniheldur kastaníusafa sem hefur hressandi áhrif og bætir litarháttinn. Badedas er sápulaust hreinsiefni úr jurtaolíum, opnar svitaholurnar og lætur húðina anda. Umboö H. A.Tulinius heildverzlun Badedas inniheldur engin lútsölt og eyðir því ekki varnarsýru líkamans. 35. TBL. VIKAN49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.