Vikan


Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 24

Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 24
Sinner siður í landi hverju Pað verður að vera hrísgrjónagrautur Það hlýtur að gleðja Islendingshjartað, að dönsku sendiherrahjónin, Ann og Janus A. W. Paludan, óskuðu sérstaklega eftir því að fá að starfa hér á landi og vonast til þess að fá að dvelja hér lengi enn. Þau komu til islands 15. júlí síöastliðinn og höfðu þá verið í Egyptalandi i eitt ár. Okkur Isl- endingum finnst viö alltaf þurfa að afsaka veöurfariö, svo að ég hafði orð á því, að þau hefðu ekki verið heppin með fyrsta sumarið sitt í Reykjavík. — Þið ættuð að reyna eitt sumar í Egyptalandi, þá kynnuð þið betur að meta íslenska sumarið, sagði Janus. Ég hef haft það fyrir reglu allan þann tíma, sem ég hef starfað í utanríkis- þjónustunni, að fara möglunar- laust þangað, sem mér er sagt að fara, og vera þar svo lengi, sem þess er óskaö. En þegar ég frétti, að það væri hugsanlega að losna staða á islandi, þá óskaði ég sérstakiega eftir henni. Hvort tveggja var, að mig hefur alltaf langað til að dveljast hér, og svo þoldi konan mín ákaflega illa egypska loftslagið. Hún þjáist af asma, og ég vissi, að hreina loftið hér mundi eiga vel við hana. Þau hjónin voru innilega sam- mála um ágæti íslenska lofts- lagsins, og heilsa frúarinnar hefur batnað stórlega. Janus er Jótlendingur, en Ann er ensk.frá Cumberlandhéraði á Norður-Englandi. Þau hafa farið víða, gegndu störfum í Þýskalandi í 4 ár, 2 ár í Frakklandi, 4 ár í Brasilíu, 4 ár í Kína og 1 ár í Egyptalandi. Börn þeirra eru 7 talsins, það yngsta 17 ára. Þrjú þeirra eru nú í Bretlandi, þrjú í Danmörku og eitt í Þýskalandi, ýmist við störf eða enn í skólum. Janus hafði einu sinni komið hingað áður með danskri sendi- nefnd árið 1946, en þá ferðaðist hann víða og kynntist ýmsum góðum mönnum. — Þegar ég kom hingað aftur eftir 31 ár og sá, að Tjörnin var alveg eins og hún var, og Stjórnarráðshúsið á sínum stað, þá sagði ég við sjálfan mig: Þetta er Reykjavík, svona man ég hana. Auðvitað hefur mikið bæst við af húsum, og skipulagið hefði getað verið betra í ýmsum atriðum, mörg af þessum húsum eru Ijót, og sum eru alltof stór, en hönnuðir borgarinnar verðskulda samt sem áður hrós, því það hefur tekist að halda nokkurn veginn upprunalegum svip borgarinnar, þessum einkennum, sem útlend- ingar taka eftir, litunum og útsýninu. Sendiráð Dana og bústaður sendiherrahjónanna er á Hverfis- götu 29. Janus taldi, að húsið hefði veriö byggt árið 1916, en Danir hefðu keypt það til sinna nota 1918. Nú er verið að gera miklar lagfæringar, sem áætlað er, að muni taka u.þ.b. ár. — Þetta er mjög sérstakt hús, sem við metum mikils, og ég vil, að lesendur viti, að þegar endurbótum á því er lokið, þá á það að verða oröið jafn fallegt og það var fallegast. Og mér finnst sérstaklega gaman aö því að geta gengið hér upp á þakið og séð þaðan til Viðeyjarstofu, en höf- undur hennar var sá sami og teiknaði Amalienborg. Við spurðum Ann og Janus, hvort þau héldu dönsk eða ensk jól. — Okkar jól eru í aðalatriöum dönsk, sagði Janus. Aðalhelgi- stundin er aöfangadagskvöld, eins og hjá ykkur. Við höfum haldið okkar jól á gamaldags hátt, eins og ég var alinn upp við heima á Jótlandi. Við borðum gæsasteik og hrísgrjónagraut með möndlu, og eftir máltlöina er komið að jólatrénu, sem hefur verið skreytt á laun, svo að börnin eru að sjá það í fyrsta sinn. Við göngum I kringum tréð og syngjum sálma. Síðan les ég jólaguðspjallið, og við syngjum fleiri sálma. Og loks kemur að gjöfunum. Þetta eru jólin okkar. Margir fara til kirkju á aðfangadag eða jóladag, en við gerum það ekki. En ég les jólaguðspjallið, af því mér finnst það dásamlegt frásögn. — Og Ann matreiðir gæsasteik og hrísgrjónagraut á danska vísu. — Það verður að vera hrfs- grjónagrautur, segir Janus, og Ann samþykkir það fúslega. Hrísgrjónagrautur er alls ekkert góður, en hann tilheyrir jólunum. KRAASESUPPE - Fyrir sex manns: (Nafnið er ekki girnilegt til þýðingar, en kraase eru innyfli úr fugli). i þessa súpu er notað allt það af gæsinni (eða öndinni), sem ekki tilheyrir jólasteikinni, þ.e. haus, og lappir, lifur, hjarta og innyfli. Hausnum er dýft í sjóðandi vatn, hann er plokkaður og skafinn, helmingur goggsins höggvinn af, augun tekin úr og hausinn burstaður og hreinsaður af mikill vandvirkni. Löppunum er dýft I sjóðandi vatn, þær eru flegnar og hreinsaðar vel, klærnar höggnar af. Lifur, hjarta og innyfli hreinsuð vandlega. Allt sett 12 1/2 lítra af sjóðandi saltvatni (ca. 30 g af salti) og fleytt vel ofan af. 2 gulrætur, 2 púrrur og vöndur af kryddjurtum soðið með í klukkustund. Þá er grænmetið veitt upp úr, en hitt soðið áfram við vægan hita í 4 tíma í viðbót (3 tíma, ef um önd er að ræða). Steinarnir eru fjarlægðir úr sveskjunum, eplin afhýdd og skorin í hluta, og hvort tveggja soðið meyrt með súpunni. 30 g af sagómjöli hrært út í köldu vatni, súpan jöfnuð og suöan látin koma upp aftur. Bragðbætt með sykri og ediki. Súpan er borðuð úr sérskál og meölætiö (sveskjur, epli, inniyfli o. fl.) af sérdiski. 24VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.