Vikan


Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 28

Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 28
Sinn ersiðurí landi hverju Hafragraaturog þorskur í jólamatinn — Ég kom í fyrsta skipti til íslands í desember 1974. Það var stórhríð og hræðilega kalt, og við komumst varla milli húsa. Við fórum nokkrir saman í sund, og það var stórkostlegt að sitja í heita pottinum með hríðina og frostið í andlitið. Þannig lýsti Sven Erik Svedman frá Osló fyrstu reynslu sinni af íslandi og kvaðst hafa verið hinn ánægðasti, þegar hann var sendur hingað sumarið 1976 til að gégna stöðu sendiráðsritara, en áður hafði hann starfað í 5 ár í utanríkis- þjónustunní í Osló. Hann stjórnar nú sendiráði Norðmanna hér, þar sem fyrrverandi sendiherra fór héðan í september síðastliönum og sá næsti er ekki væntanlegur fyrr en á næsta ári. Norska sendiráðið flutti í maí á pessu ári í nýtt húsnæði á Fjólugötu 17, sem Norömenn byggðu, þar sem áður var hlaða og fjós bæjarins Laufás. Eiginkona Svens Eriks heitir Gunilla og er frá Gautaborg. Hún lærði íslensku við Háskólann síðastliðinn vetur, en nú eiga þau hjóni.n lítinn son, sem ræður tima hennar. Þau hjónin voru á því, að norsk jól væru lítið frábrugöin íslenskum jólum, en þegar við ræddum það nánar, kom ýmislegt á daginn, einkum þó í sambandi við matinn. Jólasveinninn leikur enn stærra hlutverk á norskum heimilum en íslenskum. Einhver fullorðinn karl- maður í fjölskyldunni skrýðist jólasveinabúningi og færir börn- unum gjafir á aðfangadag, svo sem víða annars staðar tíökast. En auk þess hafa Norðmenn svolitla frændur hins alþjóðlega jóla- sveins, sem á norsku nefnast ,,nisser, eða búálfar. Hver bóndabær hefur sinn búálf, sem hefur bækistöð sína í útihúsunum og gætir þeirra svo lengi, sem honum semur við húsbændur. Og á jólum verður hann aö fá væna 28VIKAN 49. TBL. skál af hafragraut, eila kynni hann að gera húsbændum lífið leitt næsta árið. Kornbundin fyrir smáfuglana eru einnig einkennandi fyrir norsk jól og reyndar víðar á Norður- löndum, jafnt í þéttbýli sem strjálbýli. Og kirkjusókn er alls staðar mjög góð á jólum. Á aðfangadag fara allir til kirkju kl. 5, og á flestum heimilum er aðaljólamáltíðin snædd eftir kirkjuferðina. í Vestur-Noregi, þar sem þau hjónin þekkja best til, er algengasta jólamáltíðin hafra- grautur, þá þorskur, síðan lamba- kótilettur og loks hrísgrjónabúð- ingur. Þorskurinn er soðinn í heilu lagi, nema hauslaus, við mikla suðu og borinn fram með baunum og rauðvín drukkið með. Lamba- kótiletturnar eru matreiddar á sérkennilegan hátt, en þetta er þurrkað, saltað kjöt, sem hefur hangið í 5-6 vikur og gufusoðið á birkigreinabeöi. Þetta er kallað „pinnekjött" og bragðast sér- kennilega, en með því er borin gulróta- og gulrófnastappa. Hrís- grjónabúðingurinn er úr hrísgrjón- um blönduðum rjóma, og í einni skálinni er fólgin mandla, sem boðar þeim, sem fær( giftingu á næsta ári, ef hann er ekki þegar genginn út. Stundum fylgir möndlunni gjöf. Margvíslegur annar matur er tengdur norskum jólum. Til dæm- is má nefna „römmegröt," sem er gerður úr súrum rjóma, borinn fram með smjöri og kanil stráð út á, einnig lútfisk, sem mun upp- runalegri þeim sænska og talsvert frábrugðinn, og loks verður aö nefna „fenalár," sem Gunilla og Sven Erik telja hið mesta sælgæti. En þáð er hangið kjöt, sem er saltað og hengt upp í sláturtíð á haustin og orðið hæfilegt til átu einmitt um jól. Annars minntist Sven Erik þess best frá sínum æskujólum, þegar hann heimsótti Hildu frænku. Hún var bóndakona í sveit með allar sínar matbirgöir í „stabburet" og annað eftir því, og þangað safnaðist fjölskyldan á hverjum jóladegi. Sven Erik fórnar hönd- um, þegarhann minnist jólaborðs- ins hjá Hildu frænku. En þar var ekki bara borðað, fólk naut þess að hittast, og börnin máttu leika sér og skoða hvern krók og koma á þessum stóra bæ. K H FATTIGMANNSBAKKELSE Nafnið á þessu kaffibrauöi er dálítið villandi, því þetta er alls ekki ódýr uppskrift, og það er þó nokkuð erfitt að meðhöndla deigið. Galdurinn er raunar að kæla það vel, áður en farið er að vinna úr því, en áður fyrr áttu konur það til að fá lungnabólgu af því að fletja út deigið við opinn glugga. 8 eggjarauður 1 dl sykur 2 dl rjómi 2 msk. koníak 1 tsk. rifin sítrónubörkur 1 /2 tsk. kardimommur 4-4 1/2 dl hveiti. Eggjarauður þeyttar með helm- ingnum af sykrinum. Rjóminn þeyttur með afganginum af sykr- inum og hrært saman viö eggja- hræruna. Koníakinu og berkinum blandað saman við og síðan kardi- mommunum og hveitinu smám saman, aðeins litlu í einu. Deigið hulið með klút og geymt nætur- langt á köldum stað. Fremur lítil klípa tekin af deiginu í einu og flatt þunnt út, skorið í tígla og rauf gerð í miðju tígulsins. Djúpsteikt líkt og kleinur og látið kólna á gljúpum pappír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.