Vikan


Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 37

Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 37
litli drengurinn hafði aldrei fengið að lifa og var óskírður — skyldi hann fá að hvíla í vígðri mold? Jóhanna vissi ekki svar við því. — Ekki núna, sagði hún stillilega og hélt höndum stúlkunnar í sínum. — Þú verður fyrst að sofa og hvílast. Það er nótt núna, þú verður að sofa. Rödd hennar var djúp og róandi. Hún hvíslaði eins og hún hafði gert, þegar Ebbu leið illa sem barn og átti erfitt með svefn. Hún laut yfir hana og sá, hvemig drœttirnir urðu mýkri og kyrrð og ró færðist yfir örmagna stúlkuna. Beiski svefn- drykkurinn hafði loksins áhrif, þreytan krafðist réttar síns. Nú svaf hún. Ef vel gengi, átti hún að sofa til morguns. EN sjálf unni Jóhanna sér ekki hvildar. Hún hlúði vel að Ebbu og gekk að arninum og setti nokkra viðarbúta á glæðurnar. Hún sat á hækjum sér framan við eldinn og skaraði í með skömngnum. Skinið frá eldinum féll á hmkkótt, hugsandi andlit gömlu konunnar. Ebba svaf núna. Það var vel, hún þarfnaðist hvíldar. En fyrr eða síðar myndi hún vakna, og nýr dagur myndi gera nýjar kröfur. Það var guðs blessun, að allir aðrir höfðu um annað að hugsa núna. Bræðumir tveir og systirin eða þá mágkonan, áttu hér ekkert erindi. Jóhanna var þung á brúnina og horfði fast í eldinn. Hún var ekki hrifin af Mögdu og enn síður Sigríði. Berta var mannlegust, en hún hafði heldur ekkert að segja. Og hún var svo sem ekki síður ágjörn en þau hin. En ennþá vissi ekkert þeirra, hvað hér hafði gersc þessa nótt. Magda, sem var afskiptasömust, hafði talað fyrirlitlega um asna- skapinn í Ebbu að ferðast komin svona alveg á steypinn. Kona, sem var komin átta mánuði á leið, átti að hafa vit á því að fara vel með sig, hafði hún sagt hryssingslega, og maður mátti víst þakka skaparan- um fyrir, ef þetta endaði ekki með skelfingu. Innst inni var Jóhanna henni sammála. Ebba hafði hagað sér óskynsamlega. Það hafði líka farið illa, en sá, sem varð að gjalda þess, var barnið, sem hún elskaði, stúlkan, sem hún hafði annast frá fæðingu. Jóhanna laut fram og bætti við á eldinn. Næturloftið var svalt, þó komið væri fram í júní. Frostnæt- urnar vom skaðvaldar, og ár hvert skemmdist gróður jarðar vegna næturfrosta. Það var illur fyrirboði, að Mats Mattison skyldi liggja banaleguna einmitt á þessum árstíma. Enginn vissi, hvernig samband hans hafði verið við konur hans, ekki hvernig honum hafði ÞETTA ER SONUR ÞINN liðið með móður elstu barnanna — og enn síður, hvernig samband hans og Jennýar, móður Ebbu hafði verið. Kannski þurfti hann að svara til saka fyrir ýmislegt. VIÐARBÚTUR hmndi inni i arninum, og Jóhanna hrökk við. Hún vafði sjalinu þéttar urp sig og starði inn i dimmt skotið í hinum enda herbergisins. Síðan leit hún til stúlkunnar i rúminu, en Ebba sváf vært og bærði ekki á sér. Og litla barnið var ekki þarna lengur. Jóhanna spennti greipar i kjöltu *ér. Hún hafði tekið það nærri sér að bera barnið burtu — en hún vildi það þó frekar en að það væri áfram í gestahúsinu. Bara að hún gæti komist að niðurstöðu um, hvað réttast væri að gera. Það var ekkert við því að gera, þó barn fæddist fyrir timann og fengi ekki að lifa, slíkt kom iðulega fyrir. En það var erfitt að sætta sig við, að það skyldi endilega vera þetta barn, barnið hennar Ebbu. Aftur hrökk Jóhanna við og stóð nú á fætur. Ebba var vöknuð. Hún birgði andlitið í höndum sér, en Jóhanna heyrði samt, að hún kjökraði. — Kæra barn, tautaði gamla konan og tók málið með svefn- meðalinu. — Svona já, svona já... Fáðu þér að drekka, þú verður að hvilast vel. Það var kannski óviturlegt að gefa henni svona af svefnmeðalinu, en það var ekki gott að liggja vakandi og gráta. Jóhanna settist á rúmstokkinn og strauk i'enni um vangann, en hún snéri sér undan. — Lúkas, hvíslaði hún, og tárin mnnu niður kinnarnar. — 0, elskan min, hvað hefi ég gert þér? Hvað get ég gert, hvað á mér að delta í hug? — Þú getur gefið honum fleiri börn. Næsta skiptið gengur allt vel. — Hann þráði barnið svo heitt, hvíslaði Ebba lágt. — Hann dreymdi um son sinn, hann beið hans — eins og ég gerði. Barnið skiptir öllu máli fyrir hann. Meira en ég... Jóhönnu langaði til að spyrja: Var það þess vegna, sem þú varst svona hrædd? En hún þagði. IISI áÁeimt'/ið TOLEDO borðbúnaður Átta gerðir. Þýzk gæðavara. Stál með harðgljáa og 23 karata gyllingu. Falleg og nytsöm gjöf. Gott verð. ' Lítið við í verzlun okkar. Gjafaúrvalið hefur aidrei verið failegra. RAMMAGERÐIN Hafnarstræti 19 49. TBL. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.