Vikan


Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 47

Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 47
ÞETTA ER SONUR ÞINN hana. Hann virtist sjá þar andlit seinni konu sinnar, hinnar ungu Jenny, sem ein hafði gefið honum bliðu og væntumþykju. Ebba hefði kosið að fylgja föður sínum. Hún leiddi hugann að því, hvað systkin- in myndu segja, ef hún gerði það ekki. HÚN vissi ekki, að systkinin voru einmitt að hugsa um þetta sama. — Við getum ekki beðið lengur, sagði Magda. — Veður fer hlýn- andi, ég finn það á loftinu. Jón Mattison, nýi húsbóndinn á bænum, leit undan. — Við ættum nú að bíða, þangað til Ebba er komin á fætur. — Það gætu liðið fjórtán dagar þangað til! Veistu hvað þú segir. Nei, við verðum að undirbúa erfi- drykkjuna og.... Sigriður kona Jóns blandaði sér í samtalið. — Það er tilbúið að mestu, sagði hún eilítið vandræða- lega. — Mér datt í hug, að rétt væri að vera við öllu búin. Við höfum bakað og slótrað. Við þurfum því ekki að bíða með útförina þess vegna. — Þú hefur verið áköf að komast að stjórnvelinum, sagði Magda fyrir- litlega. Sigríður sagði ekkert, en roðinn hljóp fram i kinnarnar á henni. — Hver hugsaði ekki þannig eitt sinn? sagði Jón í sama tón og systirin og leit á hana. — En stjúpmóðir okkar kom upp á milli. 2tl«í Fftué- o r. — Ég er að verða áhyggju- fullur. Skyldu þeir ekki fara að koma til baka úr víðavangs- hlaupinu? — Það þýðir ekki að vera að þessu rausi, sagði Anders, yngsti bróðirinn. — Getur ekki einhver ykkur kvennanna spurt Ebbu álits? Hvernig líður henni annars? Og barninu? — Þeim líður vel, sagði Magda stutt í spuna. — Ég skal taka að mér að tala við Ebbu. Hún hugsar ekki um neitt nema barnungann núna. Hún fór án þess að bíða eftir svari. Hún sópaði hlaðið með víðum, svörtum kjólnum. Hún leit í átt til skemmumnar. Þama inni lá faðir hennar. Hann drottnaði ekki lengur yfir þeim, eins og hann hafði gert allt sitt líf. Nema Ebbu. Eftir- lætis barninu. Hann hafði lótið allt eftir henni. Sent hana í skóla á prestsetrið og í músíktima hjá hringjaranum. Og hann hafði keypt pianó. Það hafði kostað skildinginn. Hann hafði bara litið á Ebbu sem sitt barn. Þau vom lítilsvirt. Ebba og móðir hennar hlutu allt það óstríki, sem gamli maðurinn átti. Sér til sárrar gremju fann Magda tárin svíða bak við augnlokin. Það var einkennilegt að geta ekki syrgt sinn eigin föður, en hún laug ekki — ekki einu sinni að sjálfri sér. Henni var létt. Að staðhæfa annað væri lygi. Fyrst Ebba hafði hlotið ást Mats Mattison, þá skyldu þau hljóta eigur hans, það var sann- gjarnt. Ebba átti son sinn, hún átti ekki lengur heima á Mattisgarði. Hún var frú á Steinum — það var ekki að því að spyrja! Magda beit saman vömnum og gekk inn i gestastofuna. EBBA var í rúminu og sat upp við koddann. Gamla vaggan — guð mátti vita, hvar Jóhanna hafði grafið hana upp — stóð við rúmstokkinn. Við gluggann sat Jóhanna og prjónaði. — Hvernig líður? Þú virðist hress. — Mér líður vel, þakka þér fyrir. Og drengurinn þrifst vel. Hann hefur þyngst. Jóhanna vigtaði hann. Magda leit ofan i vögguna með hálfgerðri tregðu. — Já, hann virðist líta vel út. En það er varla gott að hafa svona mikið hár, það tekur kraft fró honum. Hvernig stendur á því, að hann er svona dökkur, hvaðan er það? — Em nýfædd börn ekki yfirleitt dökkhærð? sagði Ebba hægt. — Auk þess var móðir min dökk- hærð... Magda varð ennþá hörkulegri á svip, hún vildi ekki láta minna sig á móður Ebbu. Hún horfði ekki lengur á barnið. — Við höfum verið að ræða um útförina, bræðurnir og ég, sagði hún stuttlega. — Neyðumst við til að bíða, þangað tii þú getur verið viðstödd? Framhald í næsta blaði Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Fjölbreytt húsgagnaúrval á tveimur hæðum STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 49.500.- Eigum fjölbreytt úrval af svefn- bekkjum, skrif- borðum og hillu- settum i unglinga- herbergi. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Brautarholti 2 — Símar 11940 12691 49. TBL.VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.