Vikan


Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 32

Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 32
Mósesdalur borinn á borð einn daginn, en á steiktu baki hans hoppaði stór Herrenflöse. Tónskáldið sat gneypt við þessa sýn en bömin veltust um af hlátri þegar þau sáu flóna og voru nærri oltin undir borð. Barónessunni féll vel við hús- gögnin. Jámrúmin vom hafin yfir gagnrýni ekki síður en dýnumar, sem vom nýjar og nokkuð harðar, og dýrari en þær sem fengust í París. Ábreiðumar vom úr stungnu og stoppuðu sirsi, keyptar fyrir sæmilegt verð hjá júðunum í Palma. Og frönsk frú, sem bjó í Palma, hafði lánað þeim nokkur pund af dúni sem hún var búin að panta til eigin nota frá Marseilles. Barónessan lét búa til tvo kodda handa sjúklingnum úr dúninum frá Marseilles. Þetta var náttúrlega hreinn munaður í landi þar sem gæsir sáust yfirleitt ekki og hænumar komu lúsugar af steikar- pönnunni. Barónessan og sjúklingurinn höfðu einnig borð og stóla með strásetum eins og þá, sem þekktir vom á frönskum bændabýlum. Öslétt og brakandi gólfin vom þakin strámottum frá Valencia. Þær líktust sinu. Einnig höfðu þau togmiklar og fallega hvítar gæmr á gólfum. Og það sagði barónessan þó gott um ibúana að þeir kynnu vel til sútunar. Þegar þrjár vikur vom liðnar tókst barónessunni loksins að herja Pleyel-pianó sjúklingsins úr tolli. Þau höfðu flutt þetta forláta hljóðfæri með sér frá meginlandinu. Nú varð hún að borga tollinum fjögur hundmð franka, sem var vel þes virði vegna þess að hljóðfærið var ekki fyrr komið á sinn stað en klaustrið fylltist af tindrandi hljóm- um. Af þvi var mikill léttir á dmngalegum tíma. Samt var áhyggjum barónessunnar hvergi lokið. Miklum erfiðleikum var bundið að fá mjólk handa sjúkl- ingnum, og sá vandi varð ekki leystur fyrr en barónessan leigði sér geit í þessu skyni. Fyrir kom að Maríu Antoniu og þjónustuna, og kannski bömin líka, langaði í mjólk. Því var það oftar en hitt að löggin handa sjúklingnum var blönduð vatni þegar hún loksins barst að aflíðandi hádegi dag hvern, ýmist sótt af Solange eða Maurice. Þótt barónessan gerði mikið veður út af meðferðinni á þeim skrifaði sjúklingurinn vinum á meginlandinu og lét vel yfir líðan sinni. Hann samdi eitthvað af tónverkum í klaustrinu eftir að hann hafði fengið Pleyel-píanóið, og eins og allt frá hans hendi urðu verk þessi ódauðleg. Þegar vinur Barón- essunnar lét fljúga af fingmm fram fannst henni að sjúklingurinn hennar væri næmari en Bach, voldugri en Beethoven og drama- tískari en Weber. Hann var þeir allir en samt hann sjálfur, fingerðari í smekk, mikilúðlegri í þrótti sínum og dýpri i sorginni. Mozart einn stóð honum ofar af þvi hann bjó að auki að heilbrigðri sálarró og því var lífsfylling hans meiri. Þannig hugsaði barónessan til sjúklings síns, sem hún gaf geitamjólk að drekka og vafði örmum um nætur löngu eftir að Pleyel-pianóið var þagnað undir elliblökku klausturloftinu. Það var eins og hún vildi hjúpa hann styrk sínum þær stundir sem þau áttu saman innan steinhlaðinna veggj- anna, sem aldrei höfðu orðið vitni að jafn heitum og jafn tíðum ástum, því þótt barónessan kallaði hann sjúkling sinn þá var þessi sjúk- dómur þess eðlis að hann efldi fólk í öllum greinum næturinnar. Stund- um urðu þau andvaka. Þá kom fyrir að barónessan gekk þögul út í litla klausturgarðinn yfir bjargbrúninni böðuð í tunglskini og án nokkurs þanka i veröldinni. Sjúklingurinn lá kyrr og starði í myrkrið og ímyndaði sér þennan stað eins og hann hafði verið unz hann fór að heyra munkana tuldra mariubænir með áminningarþunga framliðinna um hreint líferni. Kaþólska kirkjan hafði meinað barónessunni skilnað frá manni sínum, en hún var frjáls af trúaráhyggjum og hafði farið með elskhugum sínum í löng ferðalög, stundum til Rómar eða Feneyja, stundum bara eitthvað frá París. Hún var orðin fræg um alla Evrópu fyrir háttarlag sitt. Chopin var ofsafenginn í afbrýðisemi sinni, en í þessu klaustri voru engir nema þau tvö, einangruð frá fólkinu í Mósesdal af því að þau sóttu ekki kirkju og af því þau sváfu saman óvigð og af því hann var berklaveikur. Fólkið í dalnum var hrætt við að smitast. Barónessan hló móti tunglinu umvafin blárri birtu dalsins, sveip- aði að sér svörtum náttsloppnum og sneri aftur í fang elskhuga síns. Sektarkenndin fór vaxandi hjá sjúklingnum. Hún kom fram i ofsjónum og skynvillum sem urðu eins og fylgikvillar Sins ríka tilfinningalífs. Bilaður ofsatrúar- maður kom um tima um nætur höktandi við lurk um myrkar boghvelfingarnar með hrópum og fyrirbænum, barði á hurðir og breyttist allt í einu bölvandi og ragnandi fordæðu sæi hann ljósrák undan hurð að híbýlum þeirra. Síðan hné hann grátandi niður við dyrnar og umlaði þar unz hann var dreginn á burt. Þessi atvik höfðu djúp ákrif á sjúklinginn, unz hann mátti varla einn vera sakir hræðslu og myrkfælni. Barónessan áttaði sig ekki á því hvernig komið var fyrir sjúkl- ingnum í þessum efnum fyrr en síðkvöld eitt í rigningarsorta, þegar hún kom frá Palma ásamt börnum sínum og fann Chopin liggjandi um þvert rúm með skyrtuna rifna frá brjóstinu. Hann bærðist ekki þegar barónessan birtist i herberginu, aðeins hvarflaði augunum til hennar og barnanna og sagði: Ég hélt þið væruð dáin. Hún kraup við rúmið og lagði vangann að höfði hans. Þá hvíslaði hann að hann væri að hlusta á dropana falla á brjóst sitt. Dropahljóðið væri tónlist sem þyrfti að skrifa niður, en hann mætti ekki vera að því af því nú væri hann að hlusta. Svo endurtók hann: Ég hélt þið væruð dáin Frá nýári hatði Chopin stöðugt verið að hraka, og útlit hans minnti á dauðvona mann hvernig sem barónessan freistaði að afla honum heilnæmrar fæðu. Mitt í þessum raunum sagði hann að honum bæri sem, kaþólskum manni að skrifta. Hún taldi hann af þessu, en hann herti aðeins röksemdir sínar, unz svo fór um miðjan febrúar að hann hélzt ekki við lengur. Þetta var einn rigningardaginn. Þung og vatns- mikil skýin hengu yfir dalnum sunnanverðum eins og váboðar og þokubræsan lá yfir fjalla- hryggjunum norðurundan. Barónessan ákvað að svara drung- anum með því að klæða sig sérstaklega vandlega um morgun- inn. Hún fór í svartan kjól, brá flauelsborða með krossi settum demöntum um hvítan, grannan hálsinn og stakk silfurrýting í svartar og þykkar hárflétturnar. Þannig klædd fylgdi hún sjúklingi sínum í áttina að kapellunni í vesturálmu klaustursins. Chopin var lengi inni hjá prestinum. Hann kom ekki aftur fyrr en liðið var á dag. Þau horfðu hvort á annað góða stund unz hann rétti fram grannar og fingramjóar hendur sínar og dró hana í fang sér. Það þurfti engin orð. Þessi ljúfi en viljasterki maður hafði tekið á- kvörðun í samræmi við trú sína. Honum höfðu verið boðaðar vítis- kvalir ef hann breytti ekki um lifnaðarhætti. Þær skiptu hann ekki ýkjamiklu. En sakir guðsástar var hann reiðubúinn að hætta að sænga hjá barónessunni. Það efndi hann þau tíu ár sem hann átti eftir ólifuð. Daginn eftir hóf barónessan að rita bókina um veturvistina á Majorka. Reið, örvingluð og sigruð skrifaði hún blaðsiðu eftir blaðsíðu, þar sem hún risti þessu sólríka eylandi níð, og því fólki sem þá bjó þar, svo frægt hefur orðið um allar jarðir. Barónessunni gafst góður tími til að semja bókina. Tónskáldið hresstist með hverjum nýjum degi og samdi tónverk, sem hann tileinkaði barónessum og greifa- frúm út um allar jarðir, en ekkert verkanna tileinkaði hann sinni ’einu og sönnu hjartans ást. Þegar þau fóru um vorið vildi enginn kaupa Pleyel-pianóið af ótta við smit. Loks fyrirfannst ein upplýst frönsk kona í Palma, sem brá á það ráð að selja eigið pianó til að geta keypt hljóðfæri tónskáldsins. Þá var þeim ekkert að vanbúnaði og barónessan steig á skipsfjöl ásamt sjúklingi sínum og börnum í svörtum kjól með demantskross um hálsinn, og hafði stungið silfurrýting í flétt- urnar. Quadrado skrifaði andmælin við bók barónessunnar um veturvistina og færði rök að því að þar færi hún með margt ósatt mál. En það var ekki á hans valdi að leggja út af þeim degi i febrúar, þegar Chopin gekk til skrifta í eina skiptið meðan á dvöl þeirra stóð á Majorka, enda verður ekki lesið i konuhjartað með sama hætti og texti er rýndur. „Aftur á móti,” sagði fararstjórinn, þegar hann leiddi ferðamannahóp- inn í annað herbergi, ,,er píanóið hans hér.” Majorka í september 1977 32VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.