Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 36
— Ég var hrædd — allan tímann.
Ebba réyndi að væta skrælnaðar
varirnar með tungubroddinum,
gamla konan sá það og tók mál af
borðinu og gaf henni að drekka.
Þetta var ekki bara vatn, það var
einhverju blandað í það, einhverju,
sem var bæði beiskt og sætt. Ebba
þekkti bragðið og drakk af áfergju.
— Þú hefur ekkert að óttast,
sagði gamla konan og hélt áfram að
strjúka Ebbu blíðlega um ennið og
yfir augun. — Því er lokið núna,
öllu er lokið. Næst mun þér ganga
betur. Svona lagað gerist oft. Það
er erfitt, þegar það er í fyrsta
skiptið. En þú kemst yfir þetta,
blessuð stúlkan min, því mátt þú
trúa. Vertu ekki hrædd.
Ebba settist snögglega upp i
rúminu. Hún ýtti Jóhönnu frá sér
og horfði fast í augu hennar.
— Þú skilur ekki, sagði hún. —
Það er ekki það. Jóhanna, var
barnið mitt andvana? , .
— Já. Það kom of snemma, og
það var dáið. En...
— Leit það út eins og.... eins og
börn eiga að gera?
— Hvað áttu við? sagði gamla
konan felmtri slegin. — Það kom
heldur of fljótt, ég sagði það, en
auðvitað leit það út, eins og nýfædd
börn eiga að líta út.
— Þú mátt ekki segja mér ósatt.
Þú ert þó ekki að segja þetta bara til
að hughreysta mig?
— Ég hefi aldrei sagt þér ósatt,
og það geri ég ekki heldur í þetta
skiptið. Ebba, er það það, sem þú
hefir óttast? Vegna þess sem á
undan er gengið? En þessi litli
vesalingur á Steinum var fullkom-
lega rétt skapaður, var það ekki?
Ebba sagði ekkert. Hún lagðist á
koddann aftur og fól andlitið í
höndum sér. Hún lifði það allt
aftur; hinn langa biðtima, skelf-
inguna, áhrifin frá Amalíu litlu —
mjótt andlit barnsins, augun henn-
ar, sem tómlát störðu út i bláinn.
Augu, sem aldrei horfðu á neinn,
bara framhjá, langt burtu á
eitthvað, sem enginn vissi hvað
var. Hún skalf og nötraði af
geðshræringu.
— Lúkas, grét hún örvæntingar-
full. — Ö, af hverju fór þetta svona?
Lúkas, ég vildi óska... O, elskan
mín. Vinur minn, hvað hefi ég gefið
þér... andvana bam. Ég var svo
hrædd, og ég hafði ástæðu til þess.
Jóhanna tók um hönd hennar.
— Ebba, sagði hún áhyggjufull.
— Það var ekkert að baminu þínu.
Það var lítill, velskapaður drengur.
En hann kom of snemma og fékk
ekki að lifa. Það er ekki hægt að
ásaka neinn, síst af öllu þig. Og
næsta skiptið....
Ebba leit upp. Gráu augun
hennar vom dökk og tortryggin.
— Ef það er satt... hvar er hann
þá? Ég vil sjá hann.
Gamla konan hikaði. Hún hafði
sveipað handklæði utan um litla
likamann og falið hann í bmgghús-
inu.
Það var satt, sem hún sagði, það
var ekkert voðalegt við þann litla.
En hafði Ebba gott af að sjá hann?
Hún efaðist um það. Jóhanna varð
að taka ákvörðun. Dauðinn hafði
knúið dyra á bænum og kæmi víst
brátt aftur. Mats Mattison var
reiðubúinn að fylgja honum,
kannski yrði litli dóttursonur hans
jarðsunginn sama dag og hann. En
^ylndersen Œb Lauth hf.
Vesturgötu 17 Laugavegi 39
36VIKAN 49. TBL.