Vikan


Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 91

Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 91
SKUGGINN LANGI Þegar allir voru komnir inn með það, sem þeir höfðu fundið af glösum, diskum og hnífapörum, sagði Sara: „Eigum við ekki bara að setjast niður og láta fara vel um okkur. Við skulum fara inn í stofu.” Mér hafði fundist það undarlegt, hvað Chris og Martin voru ákveðnir í að vera lengur en hinir gestirnir, en það var ekki fyrr en ég gekk á eftir Söru yfir holið, að það hvarflaði að mér, að ef til vill vaeri það i einhverjum ákveðnum til- gangi. Chris, sem var rétt fyrir aftan mig, leit á Rory og spurði: „Tókst þér að ná sambandi við hann?” Þeir hurfu inn í stofuna, en ég hikaði um stund, en fór svo á eftir þeim. Rory leit á Söru og svo á mig, en þegar við hristum báðar höfuðið, hellti hann í glös fyrir mennina. Hann gekk yfir herbergið með viskiglös í báðum höndum. Hann rétti Chris annað og sagði: „Við hvern?” Chris lyfti upp glasinu sínu, glotti, saup á drykknum og lagði svo frá sér glasið. „Nú hef ég brotið allar reglur, er það ekki? Tók þig með trompi. Þú þurftir að fá frekari fyrirmæli, svo — ” „Heyrðu nú, Wentworth,” greip Rory fram í og var skyndilega orðinn mjög reiður. „Nei, Rory. Það ert þú, sem átt að hlusta á mig,” hélt Chris áfram mjög ákveðinn. „Ég sagði Katharine, að ég ætlaði að hringja til hennar. En þegar ég hringdi, svaraðir þú og sagðir, að hún væri ekki heima. Það má vel vera, að það hafi verið satt, en það er ekki það sem skiptir máli. Það sem skiptir mestu máli er, að hún fékk aldrei skilaboðin, sem ég gaf þér. Þú meira að segja sagðir henni aldrei, að ég hefði hringt, var það?” Ég starði forviða á Rory. „En —” byrjaði ég. „Vertu ekki að skipta þér af þessu,” hvæsti Rory reiðilega. „Þú veist ekkert um þetta.” „Ég veit i það minnsta, að ef einhver hringir til mín, þegar ég er gestur i húsi þínu, þú ætlast ég til, að mér sé sagt frá því,” svaraði ég ákveðin. Rory gekk um gólf. Um leið og hann gekk fram hjá mér sagði hann: „Fyrirgefðu. Auðvitað er þetta MUNIÐ NIÐURSUÐUVÖRUR MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN ★ AÐEINS VALIN HRÁEFNI ★ ORA VÖRUR í HVERRI BÚÐ ★ ORA VÖRUR Á HVERT BORÐ NiSursuðuverksmiðjan ORA hf. Símar: 41995 — 41996 GRÆNU SKALDSÖGURNAR Fyrir þremur árum hóf Sögusafn heimilanna útgáfu á nýjum bókaflokki undir heitinu Grænu skáldsögurnar. í flokknum eru komnar þessar bækur: 1Á hverfanda hveli eftir Margaret Mitchell í þýðingu Amórs Sigurjónssonar. Þetta er einhvcr frægasta skáldsaga allra tima, magnþrungin og spennandi. Jane Eyre eftir Carlotte Bronte hefur verið ein mest lesna enska skáldsagan síðan hún kom út 1847. Og enn þann dag í dag er hún gefin út í stórum upplögum víða um heim. Þetta allt og himinninn líka eftir Rachel Field er óviðjafnanleg saga, byggð á sannsögulegu efnj, Heitar ástir eftir Joy Packer. Á frummálinu heitir saga þessi Boomerang og er sögusvið hennar S- Afríka. Þeir atburðir, sem hún greinir frá em þó á engan hán staðbundnir og gæti hún því gerst hvar sem væri í heimi okkar. Þena er ósvikin ástarsaga, eins og nafnið bendir til. 5Máfurinn eftir Daphne du Maurier er ein af allra skemmtilegustu skáldsögum þessarar dáðu skáld- konu, en margar af sögum hennar hafa komið út á íslensku, svo sem: Rebekka, Jamaica-kráin, Rakel og Hershöfðinginn hennar. SÖGUSAFN HEIMILANNA Simi 81694 Pósthólf 1214 Reykjavik 49. TBL. VIKAN 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.