Vikan


Vikan - 08.12.1977, Síða 70

Vikan - 08.12.1977, Síða 70
I LANDI nokkru langt í fjarska, þangað sem fáir finna leið, var eitt sinn afar fjögur kirkja. Hún stóð uppi á hæð i stórri borg, og hvern sunnudag og um hátíðir sóttu þangað þúsundir manna. Þegar komið var inn um stórar dyr kirkjunnar, var gengið um súlnagöng inn í sálft aðalskipið. Þegar staðið var fremst í kirkjunni, sást tæplega inn að altarinu. Orgelið var svo hljómmikið.að fólk gat heyrt það í margra kílómetra fjarlægð. Stundum héldu menn þar jafnvel þrumuveður geisa. Það var mál manna, að slík kirkja fyrirfynd- ist hvergi — fegurðin var stór- kostleg, þegar kirkjan var skreytt fyrir miklar hátíðir, og þúsundum saman fyllti fólkið kirkjubekkina. En það merkilegasta og mest heillandi við kirkjuna var hinn dásamlegi hljómur klukknanna. Uppi í tuminum hélgu klukkurnar, vínviðurinn óx upp eftir turninum svo langt sem séð varð. Svo langt sem séð varð, já — turninn varð að hæfa hinni voldugu kirkju. Jafnvel í besta skyggni var ekki öruggt að sæist í tumspíruna. Verkamennimir, sem byggt höfðu kirkjuna voru fyrir hundruðum ára komnir undir græna torfu, og enginn mundi lengur, hve hár turninn var. En allir vissu, að allra hæst uppi í turninum héngu jólabjöllumar. Þær höfðu hangið þar síðan kirkjan var byggð, og engar klukkur í veröld- inni höfðu eins fagran hljóm. Sumir héldu, að eitthvert mikið tónskald hefði verið með í ráðum, þegar klukkumar vom steyptar og hann ákveðið, hvar þær skyldu hanga, aðrir töldu, að hinn fagri hljómur stafaði af því, hve hátt klukkumar héngu — þar sem loftið væri tærast og hreinast. Hvernig sem þessu var varið, hafði enginn núlifandi mann- eskja heyrt hljóm klukknanna. Sagt var að hljómur klukknanna • væri likastur englasöng á himnum — einnig að hljómnum mætti líkja við þyt vindsins í krónum trjánna. Gamall maður, sem bjó í nánd við kirkjuna, sagði, að móðir hans hefði sagt sér, að hún hefði heyrt klukkumar hingja, þegar hún var lítil stúlka. Hann vissi mest um klukkumar, þessi gamli þulur. Klukkumar áttu aldrei að hringja á sunnudögum, einungis á sjálft jólakvöldið. Sá var siður, að allir kirkjugestir JOLASKEIÐIN I AR ERJÓLABARNIÐ JENS GUÐJONSSON GULLSMIÐUR • LAICAVLGI 60 færðu Jesúbarninu gjöf á jóla- nóttina, og þegar besta og stærsta fórnargjöfin yrði lögð á altarið, var sagt, að klukkurnar tækju að hringja. En núna voru mörg, mörg ár síðan klukkumar hljómuðu síðast. Sumur sögðu, að það hefði verið vindurinn, sem spilaði á þær fyrrum — aðrir sögðu, að englamir hringdu klukkunum. Sagt var, að fólk hefði fært stærri fórnir í gamla daga, og því þegðu klukkumar nú. En hvert jólakvöld kepptist ríka fólkið í bænum um að færa stærstu gjöfina til kirkjunnar — allir reyndu að vera meiri en sá næsti, en enginn gaf þó neitt, sem var einhvers virði fyrir hann sjálfan. Fólkið þyrp^ist þúsundum saman til kirkjunnar á jólakvöld i von um að heyra hinar guðdómlegu klukkur hljóma. En þó að guðþjónustan færi fram sam- kvæmt fomum venjum og gjafimar væru höfðinglegar, heyrðist ekkert nema gnauðið í vetrarstorminum ofan frá klukkuturninum. X LITLU sveitaþorpi nokkra kílómetra frá kirkjunni bjó Pedro og litli bróðir hans. Frá þorpinu gátu þeir aðeins séð tumspimna í góðu skyggni. Þeir vissu næsta lítið um jólaklukkumar, en höfðu heyrt sagt frá hátíðlegum guðsþjónustum sem fram fóm i kirkjunni á jólakvöld og höfðu tekið þá ákvörðun að fara til guðsþjónusta þar þetta jólakvöld. — Það er ómögulegt að gera sér í hugarlund fegurð kirkjunnar, sagði Jólal Pedro við bróður sinn. Þar er svo margt fallegt að sjá og heyra, að amma hefur sagt, að Jesúbamið komi af himnum til að blessa guðs- þjónustuna. Hugsaðu þér, ef við fengjum nú að sjó Jesúbamið? Jóladagur rann upp, kaldur og hryssingslegur og snjófjúkið þyrl- aðist á harðfrosinni jörðinni. Dreng- imir læddust óséðir burtu snemma á jóladagskvöld. Það var lengra að fara en þeir höfðu búist við og orðið skuggsýnt, þegar þeir sá ljósin frá borginni. Þeir vom komnir að borgarhliðinu, þegar þeir sáu eitt- hvað svart í hvítum snjónum. Það var fátæk kona, sem hafði lagstþama fyrir, sjúk og hrjáð og of þreytt til að ganga siðustu skrefin til borgarinnar, þar sem hún hefði fengið aðhlynningu og húsaskjól. Mjúkur snjórinn lá eins og feldur yfir henni, og brátt myndi hún sofna svefninum langa. Pedro gerði sér þetta ljóst, um leið og hann kraup niður við hlið konunnar. Hann reyndi að vekja hana, togaði í handlegg hennar, eins og hann vildi draga hana með sér. Hann snéri andliti hennar að sér og reyndi að nudda lifi í það. Hann virti hana þögull fyrir sér um hríð, svo snéri hann sér að bróður sínum og sagði: — Þetta er ekki til neins. Þú verður að fara einn til guðsþjónustunnar, litli bróðir. — Aleinn? hrópaði bróðirinn. — Og þá færð þú ekki að sjá jóla- guðsþjónustuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.