Vikan


Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 39

Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 39
— Hvenær? spurði hún áköf og settistupp. — Hvenær væntir Júlía sín? — Hvern daginn sem er, hún er komin framyfir. Barn Júlíu. Övelkomið barn, sem átti að gefa fólki, sem vildi líta á það sem sitt eigið barn. Sem sitt eigið.... sem sitt eigið.... Mitt barn. Ebba féll aftur niður á koddann. Hún lá kyrr og starði upp í loftið og reyndi að koma skipan á hugsanir sínar. í innsta eðli hennar kveinaði rödd, sem sagði: Barn, mitt barn. En skynsemin svaraði: Barn Júliu. — Ég get farið þangað uppeftir í nótt, sagði Jóhanna. — Ég get beðið Júlíu að koma til þin, þið getið rætt saman. Hún gat sem best rætt við Júlíu. Það var ekkert rangt við það að hitta hana. Þær höfðu ekki hist siðan þær gengu saman i skóla með dætrum prestsins. Ebba mundi vel eftir henni, hún var dökkhærð, lífleg, músikelsk eins og pabbi hennar, óþolinmóð og full af lifsgleði. Hún vildi gjarnan hitta Júliu aftur. — Það er langt þangað, sagði Ebba. — Ekki ef ég fer yfir mýrarnar. — Verðurðu komin fyrir morgun? - Já. JÓHANNA fór. Þegar hún var farin, varð svo hljótt inni, að Ebba heyrði sín eigin hjartaslög. Hjartað sló hratt og órólega. Jóhanna vildi gefa henni tækifæri, átti hún að grípa það eða hrinda því frá sér? Hún varð að taka ákvörðun upp á sitt eindæmi. Enginn annar réði fyrir hana núna, þetta var hennar mál. Tíminn leið. Ugla vældi í fjarska. Ebba lá hreyfingarlaus og beið Jóhönnu. Hugsanir hennar voru þungar og angistarfullar. Hún hrökk við, þegar hún heyrði allt í einu raddir fyrir utan. — Hvernig líður henni? Magda var stutt i spuna eins og venjulega. — Eins og i gær. Hún tók ferðina nærri sér, en hana langaði að hitta föður sinn á lífi. Magda lét sem hún heyrði þetta ekki. — Það er fáránlegt af konu, sem er svona á sig komin, að vera á ferðinni, ég sagði henni það. Það er best að leyfa henni að hvíla sig. - Já. Það var allt og sumt, sem Jóhanna sagði. Ebba heyrði til þeirra inn í herbergið, þar sem hún lá. Jóhanna laug ekki, en hún sagði ekkert. Og Magda hélt áfram: — Ebba ætti að vera varkárari. Það er mikið undir henni komið núna. Það er beðið eftir erfingja að Steinum, það ætti hún að hafa i huga. — Ég ætlaði að líta inn til ÞETTA ER SONUR ÞINN hennar. Þetta var rödd Bertu, mildari rödd og eilítið sífrandi.. — Hún er sofandi, sagði Jóhanna snöggt. — Hún þarfnast hvíldar. — Já... Berta hikaði aðeins. — En við ætlum heim i dag, við getum ekki látið vinnufólkið sjá um búskapinn of lengi. — Nú, þið ætlið þá ekki að vera hér og skipta arfinum? Jóhanna sagði þetta ekki hæðnislega, en Ebba heyrði, að mágkona hennar hnussaði og Magda svaraði þóttalega: — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Sjáðu bara um, að Ebba hvíli sig. Hún hefur ekkert að gera á fætur. Pabbi liggur. — Er allt við það sama? — Já, það er allt eins. Við þrjú vökum yfir honuin. Já, það eru þrjú, sem vaka, hugsaði Ebba. Jón, Magda og Andrés, systkinin þrjú á Mattis- garði. Þau reikna mig ekk’ með, þau hugsa um mig eins og óviðkomandi manneskju, sem ekki eigi hér neinn rétt. Ekki á sama hátt og þau i það minnsta. Og þau hafa á réttu að standa. Ég vil vera á Steinum — hjá Lúkasi. Manninum mínum. ástinni minni, sem ég vil fórna öllu fyrir. Hún heyrði fótatak Mögdu og Bertu fjarlægjast, og hún beið óþreyjufull eftir að Jóhar,na kæmi inn. En það leið drjúg stund áður en dyrnar opnuðust. Gamla konan vildi vera viss um, að konurnar kæmu ekki aftur. Ebba hreyfði sig ekki, hún einblíndi á Jóhönnu, sem gaf sér góðan tima til að fara úr skónum og setja þá við dyrnar. Hún gekk á sokkaleistunum inn að arninum og lagði á meiri eldivið. Ebbu langaði til að spyrja, en hún þorði ekki að segja neitt. Henni fannst hún ráða yfir aðstæðunum, meðan hún segði ekkert. Ef hún ryfi þögnina, ef hún NÓNUSTAN Búið bflinn undir veturinn Við bjóðum eftirtalda þjónustu í kr. 8.800 fyrir 4 cyl bíl og kr. 1 1. Mótorstilling 3. Stilltir ventlar Head hert A Blöndungur hreinsaður Bensínkerfið athugað Bensíndæla hreinsuð Kerti athuguð Þjöppun mæld Platínur stilltar Kveikjuþétti athuguð Kveikjuþræðir athugaðir Kveikjulok og hamar athugað Kveikja smurð Viftureim athuguð Loftsia athuguð Frostlögur mældur því skyni fyrir lágt verð, 0.300 fyrir 6 eða 8 cyl Tengsli stillt Þurrkuarmar og rúðusprautur athugaðar 2. Undirvagn Púströr athugað Höggdeyfar athugaðir Athugað hvort leki úr mótor, gírkassa eða drifi 5. Stýrisgangur Slit í stýrisupphengju athuguí Slit í spindlum athugað Slit í miðstýrisstöng athugað Slit í stýrisvél athugað 6. Hemlar Vökvamagn athugað Hemlaátak jafnað Handhemill athugaður 7. Ljós athuguð Laugavegi 118-Sími 22240 49. TBL. VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.