Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 71
Hátt uppi í hinum mikla kirkjuturni
héngu jólaklukkurnar. Þærvoru
aldrei notaðar, en gamla fólkið sagði,
að þær myndu hringja af sjálfu sér,
þegar stærsta og besta fórnargjöfin
yrði lögð á altarið.
Þetta jólakvöld þyrptist fólkið í
kirkjuna í þeirri von að fá að heyra
hinn dásamlega klukknahljóm. Þegar
kóngurinn lagði kórónu sína á altarið,
bjuggust allir við að fá nú að heyra
spil jólaklukknanna. En klukkurnar
voru þögular — enn um stund.
[Icikkcirnar
Jólasaga eftir
Raymond MacDonald Alden
— Nei, það fœ ég ekki, sagði
Pedro, og hann gat ekki varist
tárum. — Ég get ekki yfirgefið
þessa vesalings konu hér i köldum
snjónum. Andlit hennar líkist
madonnumynd í kirkjuglugganum
heima, og ef ég fer frá henni, frýs
hún í hel. Nú eru allir famir til
kirkju, en þegar þú kemur til baka,
getur þú tekið með þér hjálp. Ég
ætla að reyna að nudda hana og
hlýja henni, reyna að halda henni
vakandi, og kannski fæ ég hana til
að borða svolítið af brauðinu, sem
ég tók með mér.
— Ég get ekki farið frá þér, og ég
vil ekki fara aleinn, sagði bróðirinn
hágrátandi.
— Það er ekki nauðsynlegt, að
við missum báðir af jólaguðs-
þjónustunni, sagði Pedro, — því
skalt þú nú fara. Þú ratar
auðveldlega — og nú verður þú að
sjá og heyra fyrir okkur báða. Ég er
sannfærðurum, að Jesúbarnið veit,
hve gjarnan ég vildi fara með þér til
kirkjunnar til að lofsyngja hann. Ég
ætlaði að fara upp að altarinu og,
gefa honum silfurpeninginn minn,
þegar lítið bæri á. Gleymdu nú
ekki, hvar þú skilur við mig — þú
finnur mig hér að lokinni guðsþjón-
ustunni. Og fyrirgefðu mér, að ég
get ekki farið með þér.
Honum tókst að fó litla bróður til
að halda áfram og hraða sér til
kirkjunnar. Pedro reyndi að harka
af sér, en tárin bmnnu á hvömmum
hans, þegar hann heyrði fótatak
bróður síns fjarlægjast æ meir í
marrandi snjónum. Það var sárt að
geta ekki farið með honum, hlýða á
tónlistina, sjá ljósin, finna hlýjuna,
syngja með hinum fólkinu — þeir
höfðu hlakkað svo lengi til,
bræðumir, og nú varð hann að
hafast við hér í nepjunni og
myrkrinu og reyna að halda lifi í
vesalings konunni, þangað til
hjálpin bærist.
Hvert sæti var skipað í kirkjunni
þetta jólakvöld. Allir vom sammála
um, að aldrei hefði hún verið fegurri
'og bjartari en einmitt nú. Hinn
voldugi hljómur orgelsins og söngur
fólksins hljómaði móti litla bróður
hans Pedro, þegar hann kom að
kirkjunni. Hann hraðaði sér inn í
kirkjuskipið.
\^IÐ LOK guðsþjónustunnar
færð fólkið gjafir sínar frammi við
altarið. Ríkir og voldugir menn
gengu hnakkakertir inn kirkjugólfið
til að leggja gjafir sinar fýrir Jesú-
barnið. Sumir gáfu dýrmæta gim-
steina, aðrir svo mikið gull, að þeir
gátu tæpast borið það sjálfir. Mikill
rithöfundur fórnaði bók, sem hann
hafði unnið við í áraraðir. Síðastur
allra kom konungur landsins. Hann
vonaði, eins og allir aðrir, að þegar
hann legði gjöf sina ó altarið, fæm
jólaklukkumar að hringja. Kliður
fór um kirkjuna, þegar fólkið sá, að
kóngurinn tók kórónuna af höfði sér
og lagði hana á altarið. Kórónan
glitraði og skein á altarinu. Nú,
hvísluðu allir, nú verða jólaklukk-
urnar að hringja. Þær verða að
hljóma. Aldrei fyrr hafði slíkri gjöf
verið fórnað.
En það var aðeins gnauðið í
nöpmm vindinum, sem söng í
turninum, fólkið hristi höfuðið og
sagði, að í rauninni hefði það aldrei
trúað sögunni um jólaklukkurnar,
sem áttu að hringja, þegar stærstu
og bestu gjöfinni væri fórnað á
altarið. Þetta var bara þjóðsaga,
gamla fólkið hafði bara trúað á
klukkurnar.
Fólkið hafði nú fært fram gjafir
sínar, og nú var útgöngusálmurinn
leikinn. En allt í einu hætti
organistinn að leika, og allra augu
horfðu á gamla biskupinn, sem stóð
í kórnum og lyfti hendínni, eins og
til að biðja um hljóð. Það varð
grafarþögn samstundis, ekkert
hljóð heyrðist í hinni voldugu og
miklu kirkju, enginn hreyfði sig,
menn héldu niðri i sér andanum.
Allir einbeittu sér að því sama —
hlusta ! Og þarna heyrðu þau það —
þýðan óm, óm, sem söng og sveif í
loftinu — óminn frá jólaklukkun-
um.
Hljómurinn var svo langt í burtu,
en þó svo nálægur, þetta var eins og
fegursta tónlist, svo fagra hljóma
hafði enginn mannleg vera numið
fyrr — það var eins og englar lékju á
hörpu, eins og fegursti englasöngur
bærist nú til jarðar. Tónlistin kom
að ofan, frá himnum. Mannfjöldinn
sat steini lostinn eitt augnablik,
ekkert hljóð heyrðist, og enginn
bærði á sér. Svo stóðu allir
samtímis á fætur, og allra augu
beindust að altarinu til að sjá
stærstu gjöfina, gjöfina, sem vakið
hafði sofandi jólaklukkumar, gjöf-
ina, sem hafði fengið klukkumar til
að hljóma svo dýrðlega.
Það sem þeir sáu, sem næstir
stóðu, var lítill drengur — litli
bróðir hans Pedro, sem hafði læðst
fram, feiminn og hljóðlátur, og flýtt
sér að leggja litlu silfurmyntina frá
Pedro á altarið frammi fyrir Jesú-
barninu.
49. TBL. VIKAN 71