Vikan


Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 29

Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 29
Sinn ersiður í landi hverju Jólasokkcirinn orðinn koddaver — Að vera diplómat er eins og að vera eilífðar- stúdentf maður er alltaf að læra, sagði breski sendiherrann Kenneth Arthur East# þegar ég spurði hannf hvort það væri ekki erfitt að þurfa sífellt að aðlagast nýjum aðstæðum í nýju landi. Kenneth Arthur East er fæddur og uppalinn í Southamton og hefur starfað í utanríkisþjónustu Breta allar götur frá stríðslokum. Fyrsta staða hans erlendis var í Kanada, þar sem hann var í 4 ár, þá starfaði hann á Ceylon í 4 ár, í Noregi var hann í tæp 5 ár, en hingað kom hann frá Nígeríu, þar sem hann var sendiherra lands síns í hálft fimmta ár. Það var talsverð spenna í samskiptum Breta og íslendinga, þegar Kenneth kom hingað í maí 1975, og þá um haustið sauð upp úr, eins og öllum er kunnugt. Hann viðurkennir að þessir mán- uðir hafi verið erfiðir, en ber landsmönnum vel söguna, bæði þá og í annan tíma. Hann sagði, að raunar hefði sér fundist hann taka upp þráðinn á ný frá því hann var sendiherra í Osló á árunum '65-70. Börn Kenneths eru 5 talsins, öll uppkomin, 4 búsett í Bretlandi, en eitt í Þýskalandi. Kenneth viður- kenndi, að barnauppeldi og dipló- matí færu sérstaklega illa saman, enflestir reyna að halda fast við siði feðranna, sérstaklega í kringum jól, og fjölskyldan borðaði sinn kalkún og jólabúðing og „mince- meat" pæ, hvar sem var á hnettinum og jafnvel þótt hún yrði að kæla sig (sundlauginni síðdegis á jóladag, eins og í Lagos. — Enskir jólasiðir eru ákaflega fastmótaðir, sagði Kenneth. Að- fangadagur á að heita vinnudagur fram að hádegi, og skrifstofur eru opnar, en víðast verður heldur lítið úr verki, menn eru komnir í jóla- skap, og tfminn fer í smáveislur (office parties). Síðari hluti dags- ins og kvöldið fer í undirbúning, það þarf að skreyta jólatréð og híbýlin og dvelja fyrir börnunum. Litlar gjafir eru hengdar á tréð, en stærri gjöfum er raðað undir þaö. — Það er gamall enskur siður, að börn hengi sokkinn sinn við rúmstokkinn, og svo á jólasveinn- inn (Santa Claus) að koma á sleðanum sínum með hreindýrinu fyrir, og hann klifrar niður í gegnum reykháfinn og stingur gjöfum í sokkinn, þeim mun fleiri, sem barnið hefur hegðaö sér betur. Nú eru ensk börn gjarnan farin að hengja koddaverið sitt á rúmgaflinn, þar sem það rúmar meira en sokkurinn! — Algengt er, að enskar fjölskyldur fari til guðsþjónustu á miðnætti aðfararnótt jóladags, en fótaferöartíminn á jóladag fer eftir því, hvert barnanna vaknar fyrst og hvað það tekur þau langan tíma að njóta þess, sem þau hafa fengið í sokkana sína. Svo er víðast borðaður morgunverður, áður en fjölskyldan safnast saman við tréð og tekur upp gjafirnar. . — Ýmist er aðaljóiamáltíöin borðuð kl. 1-3 og þá létt máltíð um kvöldið, eða öfugt. Við borðum kalkún og jólabúðing og á eftir kaffi og „mincemeat" pæ, oftast með vanillusósu. Jólabúðingurinn er búinn til allt að mánuði fyrir jól. í honum er hveiti, egg, sykur, salt, brauðmylsna, þurrkaðir ávextir, svínamör og krydd, eins og negull, kanill, o.fl. Allir í fjölskyld- unni eiga að hræra í búðingnum og óska sér einhvers. Síðan er hann gufusoðinn í fjóra klukku- tíma og svo aftur í 2—3 tíma, áður en hann er borinn fram. Og þá er hann gjarna sneyddur, hellt yfir hann koníaki og kveikt í. Hreinasta sælgæti, og hann er jafngóður ársgamall og mánaðar- gamall, en líklega er nauðsynlegt að alast upp við hann til að kunna að meta hann til fulls. — Annar í jólum er líka frídagur, sem við eyðum í jólaheimsóknir og boð, en þessi dagur var áður kallaður „boxing day," sem kom til af því, að gjafirnar voru gefnar þennan dag, og þær voru í kössum (boxes). Að lokum spurði ég Kenneth, hvort hann hygðist eyða jólunum hér eða heima hjá sér. — Heimili mitt er nú hér, svaraði hann og brosti Ijúfmann- lega. K.H. MINCEMEAT PÆ 250 g rúsínur 250 g epli 250 g kúrennur 50 g möndlur 50 g þurrkuð kirsiber 250 g svínamör 250 g sykur 150 g sultaður börkur negull 1/2 tsk. salt rifinn börkur og safi úr einni sítrónu 2-3 msk. koníak eða romm. Þessu er öllu blandað saman og síðan geymt í lokaðri krukku. Síðan er búið til pædeig og blandan notuð sem fylling í litlar kökur úr deiginu. Samkvæmt gömlum siðvenjum á hreint ekki að bragða þessar sérstöku pækökur fyrr en á jólum, en sú regla er ærið oft brotin nú til dags, meðal annars á heimili Kenneths, þegar Vikan sótti hann heim! 49. TBL. VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.