Vikan


Vikan - 22.12.1977, Page 3

Vikan - 22.12.1977, Page 3
I Léttur jó/adagsverður Alla þessa rétti má útbúa 2-3 dögum fyrir jól, nema auðvitað eggjakökuna og sósurnar meö henni. Síðan þarf ekki langan tíma til að tína þetta fram úr ísskápnum og koma því snyrti- lega fyrir á hádegisverðarborð- inu. SÍLD 420 gr síld 1 lítill púrrulaukur 1 tsk. piparkorn rifið hýði af sítrónu 1/2 dl vatn 1 dl sykur 1. Skerið síldina í stykki. 2. Hreinsið, skolið púrrulaukinn og skerið í strimla. 3. Leggið síld, púrrulauk, sítr- ónuhýði og krydd í krukku. 4. Blandið edik, vatni og sykri saman og hellið yfir síldina. Látið síldina standa í 2-3 daga fyrir notkun. KJÚKLINGASULTA 1 pk. kjúklingabringur (700 gr) skorið í stykki 1 dós kjötsoð (300 gr) 2 dl vatn 5 piparkorn 5 blöð matarlím 2 búnt steinselja 1 tsk. salt, svartur pipar. 1. Látið suðuna koma upp á kjötsoði og vatni. 2. Leggið kjúklingastykkin í og sjóðið ásamt piparnum í ca. 25 mínútur. 3. Leggið matarlímið í bleyti. 4. Takið kjúklingastykkin upp úr og kælið. 5. Sigtið soðið gegnum kaffi- filter. 6. Fjarlægið himnuna og bein- in ur kjúklingunum og skerið þá í litla bita. 7. Hakkið steinseljuna. 8. Leggið kjötið og steinseljuna í skál, stráið salti og pipar yfir. 9. Vindið matarlímið og bræðið í sigtuðu soðinu. 10. Hellið soðinu yfir kjötið í skálinni. 11. Látið standa á köldum stað, þar til það hefur stífnað. EGGJAKAKA í OFNI MEÐ SÓSUM Eggjakaka er léttur og góður réttur að hafa meðá þessu jóla- borði. Þessi er bökuð í aflöngu álmóti eða ofnföstu móti í ofni. og með henni eru bornar tvær tegundir af sósum, aspassósa og sveppasósa (dálítið þykkar). 4 dl mjólk 1/2 tsk. salt 1. Kveikið á ofninum 175°. 2. Sjóðið mjólkina og kælið. 3. Þeytið eggin og bætið kældri mjólkinni saman við, ásamt salti. 4. Hellið í smurt mót og bakið í ca. 20 mínútur. 5. Hvolfið eggjakökunni á fat og hellið heitum sósunum til hliðar við eggjakökuna. LEVERPOSTEJ 500 gr hökkuð svínalifur 400 gr hakkað svínaflesk 1 stór kartafla 1/2 rifinn laukur salt 1 msk. koníak 1. Hitið ofninn í 200°. 2. Merjið kartöfluna. 3. Blandið öllu saman. 4. Smyrjið lítið álmót. 5. Hellið lifrarþykkninu í mótið. 6. Bakið í vatnsbaði í ofninum í ca. 1 klst. og 15 mín. KALT KJÖT Kalt kjöt er alltaf gott að hafa með á jólaborðinu. Hangikjöt, skinka, roast beef, spægipylsa, eitthvað af þessu eða allt, en sneiðið það í þunnar sneiðar. T. d. má bera með því grænmeti eins og rósakál eða broccoli. SALAT Fíntskorið hvítkál og mandarínu- bátar í olíurjómasósu, bragðbætt með sítrónusafa. Það er salat, sem börnunum líkar vel. OSTAFAT Við höfum nú orðið upp á margar ostategundir að bjóða. En 2-3 tegundir osta ætti að vera nægilegt að hafa á bakka, og stór vínberjaklasi er borinn með. BRAUÐ OG SMJÖR Rúgbrauð má til með að hafa með síldinni og 1-2 tegundir af brauði í viðbót.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.