Vikan


Vikan - 05.01.1978, Síða 11

Vikan - 05.01.1978, Síða 11
aldri, en börn undir 12 ára aidri mega vera úti tii klukkan átta á kvöldin. Annars er það ekki lög- reglunnar að setja lög, heldur aðeins sjá þeir til þess, að settum lögum sé framfy/gt. Persónulega finnst mér krakkar á þessum aidri ekkert hafa að gera úti seint á kvöldin, þið eigið flest að vakna í skólann næsta dag, og svo vill þessi aldur vera svolítið gjarn á að halda vöku fyrir heilu hverfunum með látum. Er svona fjarskalega erfitt að bíða eftir að verða stór? Ljónsstelpa og nautsstrákur eiga ekki vel saman, /jónsstelpan er alltof ráðrík fyrir hann. ÁSTFANGNAR AF ÚTLENDING- UM Heillaði Póstur! Við vonumst til að þú getir svarað þessum spurningum okk- ar. Okkur líður hreint og beint hærðilega út af þessum atburð- um, sem hér á eftir koma. Þannig stendur á, að við tvær vinkon- urnar fórum í utanlandsferð í sumar og kynntumst tveimur sætustu, myndarlegustu og skemmtilegustu strákum veraldar. Við vorum með strákunum dag- lega og allt í fína. Jæja, svo rann dagurinn upp, og við þurftum að halda heim á leið. Og nú sitjum við hérna heima og hugsum um gamlar minningar um elskhuga okkar. Við höldum þetta bara ekki út lengur. Elsku, besti Póstur, hvað eigum við að gera? Við erum algjörlega peningalausar og erum í skóla. Svo vinnum við auðvitað á sumrin, og foreldrar okkar ætla ekki áðtaka í mál, að við förum út aftur næsta sumar og eyðum peningum í það, því við verðum að hafa vasapeninga yfir veturinn. Svo tala ég nú ekki um, að við þurfum að kaupa allar námsbækur sjálfar. Þetta eru nú meiri vand- ræðin. Við munum ekki lifa þetta af. Hvernig eigum við að snúa okkur í þessu? Svo í restina: Hvernig passa saman hrútur (kvk) og dreki (kk) og steingeit (kvk) og Ijón (kk)? Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Við vonumst eftir, að þú sért svo hjartagóður að svara þessum spurningum okkar. Þökk- um fyrirfram birtingu. Tvær að drepast úr leiðindum. Ég vona, að þið séuð enn Hfandi, þegar þetta svar kemur! Hafiö þið ekki heimilisföng þessara skemmti- legustu, myndarlegustu og sæt- ustu stráka veraldar? Ef svo er, þá skuluð þið bara skrifa þeim eitt bréf á dag, og þá læknast hjartasorgin, þ.e.a.s. ef þeir svara þá bréfunum! Annars eru þeir nú heldur fljótir að gleyma í útlönd- unum, svo það borgar sig ekkert að verða of ástfangin af manni einhvers staðar úti á Spáni eða annars staðar. Hafið þið ekki tekið eftir því, hvað strákarnir hérna heima eru sætir, myndarlegir, skemmtilegir og gáfaðir i þokka- bót? Það er miklu sniðugra að finna sér ,,einn að heiman," þið bæði sparið peninga á því og losnið þar að auki við að tala upp úr orðabók! Svo er líka skynsam- legra að láta menntunina ganga fyrir svona sumarást, þið hafið nægan tíma til að fara aftur út seinna. Hrútur og dreki eiga ekki vel saman, sambúð þeirra verður stormasöm, þvi þau eiga bæði erfitt með að s/á af kröfunum. Steingeitarstelpan verður yfir sig hrifin af Ijónsstráknum, og hann tekur fram öllu, sem hún hefur þekkt, — en er hann sá rétti fyrir hana? Það er stóra spurningin! ,,NÚ, ÉG HÉLT ÞÚ VÆRIR ÖÐRUVÍSI" Kæri Póstur! Þakka þér alla skemmtunina. Ég hef skrifað þér tvisvar áður, ef ekki oftar (en sendi bréfin reyndar aldrei). Þessi bréf, sem hafa verið allof löng, hafa aðallega fjallað um, hvers vegna í ósköpunum fólk skrifaði bréf, eins og þau sem byrja: ,,Ég er svo hrifin af strák... ég hef tvisvar hleypt honum upp á mig... hvernig get ég komist að því, hvað hann heitir?" Þrátt fyrir allt er þetta stórskemmtilegt lesefni, og núna hef ég komist að því, að mig dauðlangar að senda eitt álíka til þín Póstur góður, og vita, hvernig þú, sem ættir að vera góður mannþekkjari, lítur á málin. Ég, eins og flestar stelpur á mínum aldrei, hef verið með mörgum strákum, og þá meina ég eitt og eitt kvöld og síðan búið. Aðeins einum strák hef ég verið með í lengri tíma, þó voru það ekki nema nokkrir mánuðir. En ég hef alltaf sagt nei, þú vonandi veist, hvað.ég á við. Nú er mér farið að skiljast, að ég sé ein af örfáum, sem flokkast undir sama hóp í þjóðfélaginu, þ.e. hinar hafa gengið lengra með strákum. Ég man, hverju einn svaraði, þegar ég sagði honum, að ég vildi það ekki, eða: ,,Nú, ég hélt þú værir öðruvísi," Hvaða skilning á ég að leggja í þessi orð? Ég hef hugsað það mikið um þetta mál, að -nú þýðir ekki fyrir þig, Póstur góður, að segja, að það sé misskilningur hjá mér, þetta með stelpurnar, ég er svo mikið inni í þessu. En það, sem ég er að spá í, í þessu máli, er hvernig strákarnir líta á stelpur eins og mig. Ég vil taka það fram, að ég vil ekki detta út úr þessum þjóðfélagshópi, sem ég tilheyri, þó að strákarnir hugsi kannski, þegar þeir sjá mig: ,,Hún er ómöguleg þessi, segir alltaf nei." Það er ekki svo, að ég viti ekki, að ! þetta eru einmitt strákarnir, sem ekkert er varið í, en ég nenni bara ekki að bíða og lifa algjöru ! piparjónkulífi, þar til sá birtist loksins, sem hugsar um annað en þessa hliðina. Eða er þetta vitleysa í mér, að þessi hugsun sé orðin svona útbreidd hjá strákum? Eftir allt þetta hrafnaspark, hvað heldur þú þá um persónuleika minn og aldur? Hvað segirðu um málið í heild? AKÓP Þú ætlar vonandi ekki að fara að sofa hjá einhverjum og einhverjum til þess eins að lifa ekki einhverju \ piparjónkuiífi. Þú sérð ekki eftir að j hafa hagað þér eins og mann- \ eskja, þegar sá kemur, sem hugsar um annað en ,,þessa hliðina. " Annars held ég, að þetta sé ekkert orðin neitt sérstaklega útbreidd hugsun hjá strákum, það - er alltaf ákveðinn hluti, sem hugsar svona — hinir eru skyn- samari, og ég álít, að strákar beri I alltaf meiri virðingu fyrir stúlkum, sem hoppa ekki beint upp i rúm með þeim. PHturinn, sem hélt þú ' værir öðruvísi, hefur ábyggilega \ ekki meint ne/tt annað en nákvæm/ega það, sem hann sagði; kannski ertu bara hress og kát, og hann hefur misskilið málið algjörlega. Eg held, að þú sért nokkuð ákveðin og /átir ógjarnan stjórnast af öðrum, og þú ert svona 16 ára. VERÐUR AÐ LOSNA VIÐ ANNAN ÞEIRRA Kæri Póstur, Hvað á ég að gera? Það er þannig mál og vexti að ég er með strák að sunnan og líka þar sem ég bý en nú ætlar strákurinn sem ég er með að koma norðjr að vinna hér ég verð að losna við annan þeirra hvernig fer ég að því. En ég hef oft sagt þeim upp en ég losna aldrey við þá. Og svo þetta vanalega hvað lestu úr skriftini og hvað heldurðu að ég sé gömul? Ein klikkuð Lesendur góðir! Þetta er bara smá sýnishorn, hvernig bréfin, sem ég fæ, eru skrifuð! Aldrei skrifað með y, spurningjamerkjum s/eppt, og allt í belg og biðu... Þú þarna klikkaða! Hættu við þá báða! Ekkert vera að segja þeim upp, fyrst þeir eru svona treggáfaðir, farðu bara ti/ Austfjarða og fáðu þér vinnu þar. Eg /es ekkert úr skriftinni, nema stafsetningarvill- ur, og ég held þú sért 12 ára. Sendum ókeypis upplýsingabœkling Hringió 1 síma8 2930 1. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.