Vikan


Vikan - 06.07.1978, Page 2

Vikan - 06.07.1978, Page 2
27. tbl. 40. árg. 6. júlí 1978 Verö kr. 530 tiREINAR OG VIÐTÖL: 10 Vikan á neytendamarkadi: Viðtal við Jytte Hjartarson. 12 Vikan á neytcndamarkaði: Hvað kostar uppþvottalögurinn? 14 Sex karlar svara: Hvað er það fyrsta. sem þú tekur eftir i fari kvenna? 16 Matur i Kaupmannahöfn, 8. grein Jónasar Kristjánssonar: Jacoþs barBQ. 27 Skemmtum okkur sjálfum og von- andi öðrum. Vikan spjallar við hljómsveitina Melchior. 32 Það var Kjarval, sem kveikti fyrsta neistann. Örlitill samanburður á viðbrögðunt við sýningum Errós fyrr ognú. 4I Poppfræðiritið: AliceCooper. SÖGUR: I8 Andlit án grimu. 9. hluti framhladssögu eftir Sidney Sheldon. 24 Framtíðarvonir. Smásaga eflir Sallie Bingham. 36 Bláa nælan. Sögulok framhalds- sögueftir Lois Paxton. ÝMISLEGT: 2 Mest uni lólk. 4 Sumargetraun Vikunnar, 2. hluti. 6 Pósturinn. 38 Stjörnuspá. 43 Mig dreymdi. 44 Vikan kynnir: I Adamsklæðum. 46 Sitt litiðaf hverju. 48 Blái fuglinn. 50 Heilabrotin. FORSÍÐAN: Það er inikið sumar í þessari fallegu stemmningsmynd Einars Guðmunds- sonar. Einar er Reykvikingur, og hann var einn þeirra fjölmörgu, sem freistuðu gæfunnar í Ijósmyndasamkeppni Vikunnar og Dagblaðsins á siðasta ári. íiiejt um FÓLK sönggleöi Þeir eru fjórir, þeir eru skeggjaðir, þeir eru frábærir... ! Það var fimmtudagskvöldið 8. júní, sem íslendingum gafst tækifæri til þess að sjá og hlýða á einn vinsælasta þjóðlagaflokk í heimi um þessar mundir. Dubliners eru írskir, eins og flestir vita, og það var greinilegt að áhorfendur kunnu vel að meta fjölbreytt lagaval þeirra, þvi hvað eftir annað hristist troðfullur salurinn af hlátra- sköllum og fagnaðarlátum áhorfenda. Og þegar írarnir kvöddu. eftir tveggja tima söng, þá ruku allir áhorfendur á fætur og hylltu þá sem ákafast þannig að þeir sluppu ekki fyrr.en þeir höfðu flutt tvö aukalög. Eins og áður er sagt, þá var lagavalið einstaklega fjölbreytt, þeir sungu irska, skoska, enska og ástralska söngva, baráttu- söngva, drykkjukvæði, og ástar- vísur. En það voru þó aukalögin tvö sem sýndu best snilli þeirra, því þau sungu þeir algerlega án undirleiks, þar voru það þessar yndislega hrjúfu raddir, sem voru aðalatriðið og áhorfendur voru ekki sviknir. Það má segja að um leið og miðasala Listahátíðarinnar opnaði varð uppselt á þessa tónleika, og eins og gefur að skilja, þá var það mjög litríkur hópur sem mætti klukkan átta til að tryggja sér sem best sæti. Þarna mátti sjá allt frá unga- börnum upp í fólk á gamals aldri, unnendur klassískrar tónlistar, popptónlistar, og jass- tónlistar, fólk úr öllum heims- hornum, og jafnvel írskar nunnur, sem hér voru staddar í heimsókn í klaustrinu í Hafnar- firði. Við birtum hér nokkrar myndir af gestum Laugar- dalshallar þann 8. júní, og þökkum jafnframt Dubliners fyrir ógleymanlega kvöldstund. HS Só þeirra, sem söng flest lögin, var t.uke Kelly, en hann stofnaði Dubliners ásamt Barney McKenna og Ronnie Drew. Nýjasti liðsmaður Dubliners er Jim McCann, og syngur hann mörg laganna bœði einn og með Luke Kelly. "Meðal gesta á hljómleikunum voru forsetahjónin Hr. Kristján Eldjám og frú Halldóra Eldjám. Meðlimir Dubliners kunnu greinilega að meta það og tileinkuðu forsetanum m.a. eitt lagið „l'm a Rover." Við hiið forsetans situr Davið Oddsson formaður Listahátíðamefndar, en við hlið forseta- frúarinnar sjáum við hjónin Þóru Kristjánsdóttur og Svein Einarsson Þjóðieikhússtjóra og loks Thor Vilhjálmsson rithöfund. A Iskeggjuð

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.