Vikan


Vikan - 06.07.1978, Síða 48

Vikan - 06.07.1978, Síða 48
SUMAR - SUMAR - SUMAR Þegar koma óvæntir gestir Þetta er tilvalið að eiga á lager Skinka, tartalettur, nokkur glös sveppir, grænmeti. Rjómi, og aldrei að gleyma eggjum, agúrkum, tómötum, smjöri, osti og brauði, beikoni. Bollur eða horn í frystinum og marengsbotnar í kökukassanum, þeir koma að góðum notum með ís eða rjóma og ávöxtum. Af dósamat er hentugt að eiga aspas, kræklinga, súpur, lifrarkæfu o. fl. Og í frystinum: Rækjur, hamborgara, pylsur, kjúklinga í bitum. Gleymið ekki síldinni. Brauðsneiðar Lifrarkæfa með beikonten- ingum er mjög gott ofan á brauð. Brauð með eggjum og tómötum, skreytt með agúrkusneið — sumarlegt! Nokkrar uppástungur um rétti að sumrinu Skinka með sveppatartalettum Hvort sem þú ert heima eða í sumarhústaðnum að sumrinu, getur þú átt von á vinum og ættingjum í heimsókn, og þá vilt þú að sjálfsögðu eiga eitthvað fljótlegt og gott að bjóða þeim upp á ... og hvað verður þá fyrir valinu? Að vísu eru til margir heppilegir réttir til að bjóða upp á, á, þó með því skilyrði, að nóg sé til í búrinu, ísskápnum eða frystikistunni. Skinkuskifur látnar á fat og við hliðina heitar tartalettur fylltar með sveppajafningi: 2 glös sveppir, 2 dl rjómi, 1 stór msk. smjör, salt, sitrónusafi, 1 msk. sérrí, hveitijafningur. Sveppirnir látnir í pott ásamt sveppasoðinu, í þetta er bætt rjóma, smjöri, salti, sítónusafa og sérríi, látið sjóða upp og jafnað með hveitijafn- ingi. Auðvelt og fljótlegt og hægt að nota út á t.d. eggja- köku. Með skinkunni er borið soðið grænmeti t.d. gulrætur, blómkál og strengjabaunir. Labbakútarnir . EFTIR Bud Blake 4SVIKAN27. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.