Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 4

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 4
Hand san Mýkir, græðir og verndar hörundið. Handsan er handáburður í háum gæðaflokki og ekki fitukenndur. Handsan er Wella vara og fæst í næstu búð. íslensku ferðafólki í París vísað til veitingahú Metralöng ostakartöflustappa I dag: Ambassade dAuvergne 1 næstu Viku: Le Bistrot de Paris Hélene Petrucci frá Auvergne-héraði er brosmild og hýr, þegar hún tekur á móti gestum á „Ambassade d’Auvergne & du Rouergue”. Hinn mildi og notalegi tónn, sem hún gefur, einkennir síðan alla þjónustu og viðurgerning við gesti, uns hún hefur kvatt þá með ósk um góða nótt. Eiginmaður hennar, Joseph Petrucci frá ttalíu, stjórnar í eldhúsinu, einn af fáum listamönnum matargerðar i París, sem ekki er fæddur Frakki. Matargerð hans er hins vegar ekki frá Italíu, heldur frá héraði konu hans. Úr klassískum réttum þess héraðs hefur Joseph valið þá, sem helst hæfa nútímanum. FÆR FRÁBÆRAR EINKUNNIR Þau hjónin eiga þessa veitingastofu, sem er tiltölulega ódýr, þótt allar marktækar leiðsögubækur segi hana í flokki hinna merkari stofa Frakklands. Kléber gefur henni einkunnina: Pottur með kórónu. Sú einkunn þýðir: Frábær matreiðsla í einföldu umhverfi. Michelin gefur henni eina stjörnu. Og Gault- Millau gefa henni einkunnina: Ein kokkahúfa eða 14 stig af 20 mögulegum. Vantar staðinn aðeins eitt stig í tvær húfur, næsthæstu einkunn, sem mögu- leger. Svo frábærar einkunnir eru sjald- gæfar hjá matstofum í þessum verð- flokki. Ambassade d’Auvergne býður upp á þríréttaða málsverði með víni á um það bil 5000 krónur að meðaltali á mann og fer varla mikið ofar en 8000 krónur, þótt pantaðir séu dýrustu réttir ogdýr vín. RÉTT HJÁ POMPIDOU-SAFNI Ambassade d’Auvergne er á fremur fáförnum stað í næsta nágrenni við Pompidou-menningarmiðstöðina. Frá torgi stöðvarinnar er fimm minútna gangur norður eftir Rue Saint Martin og síðan til hægri inn Rue Grenier Saint- Lazare, þar sem veitingahúsið er við vinstri hlið. Matstofsn er á tveimur hæðum, og er hin neðri skemmtilegri. Þar eru innrétt- ingar í grófum sveitastíl frá Auvergne, burðarbitar úr eik og ljósakrónur úr smíðajárni. Þar trónir á góðum stað gifurlega voldugt eikarborð fyrir 8-12 manns. Hópar, sem fara út að borða, hafa gaman af að láta taka þetta borð frá fyrir sig. Niðri er ennfremur setustofa frammi við aðaldyr. Þar geta menn fengið sér lystaukadrykk, meðan þeir bíða eftir borði, og kaffibolla, meðan þeir biða eftir leigubíl. Þetta svokallaða „sendiröö" afskekkts fjallahéraðs I Suðaustur- Frakklandi er frœgt fyrir kartöflu- stöppu, sem er að mestu búin til úr osti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.