Vikan


Vikan - 19.10.1978, Page 12

Vikan - 19.10.1978, Page 12
ÞIÐ MUNIÐ HANN GEIRA! Það gekk ekki svo lítið á í marsbyrjun 1971. Síðasta geirfuglinn átti að selja á uppboði í London. íslensku dagblöðin fóru hamförum, og árangurinn varð sá, að eftir nokkra daga var geirfuglinn kominn á íslenska grund. Gott og vel, en hvar er hann nú? í byrjun febrúar árið 1971 er lítil frétt i Morgunblaðinu á þá leið, að nú eigi að fara að bjóða geirfugl til sölu á uppboði í London. Látið er í veðri vaka, að líkast til sé geirfugl þessi af íslenskum uppruna. Fréttin er borin undir dr. Finn Guð- mundsson fuglafræðing, og vill hann lítið um málið segja, fuglinn sé að öllum líkindum það dýr, að ekkert þýði fyrir Náttúrugripastofnunina að fara að bjóða í hann. Hitt sé svo annað mál, að það væri reglu- lega gaman fyrir íslendinga að eignast þennan fugl, þar sem saga hans sé kunn, og fullvíst talið, að hann hafi verið drepinn hérlendis. Lauk þar með frétt- inni, og var heldur dauft hljóðið bæði í blaðamanni og Finni. Nú líður og bíður. Uppboðið nálgast, og lífið virðist ganga sinn vanagang. Þá er það 27. febrúar, að blöðin slá því upp með striðsletri, að Finnur Guðmundsson fuglafræðingur og þjónustuklúbbarnir þrír, Rotary, Lions og Kiwanis, hafi tekið höndum saman um að standa að landssöfnun til kaupa á geirfuglinum í London. Þar sem stuttur tími var til stefnu, voru landsmenn allir hvattir til þess að láta nú fé af hendi rakna, svo að þessi fyrrverandi nágranni forfeðra okkar kæmist heim aftur. Vitað var, að fuglinn yrði dýr, og nú skyldi fullreynt, hverju þjóðarsamstaða fengi áorkað. í fréttum var fuglinn einatt nefndur síðasti geir- fuglinn, en það var nú ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Allir bankar og útibú þeirra buðust til þess að taka á móti fjárfram- lögum, og sama gilti um dagblöðin. Og dagblöðin linna ekki látum. Vísir fer á stúfana og spyr vegfarendur, hvort þeir séu búnir að gefa í söfnunina. Af þeim sex, sem spurðir voru, höfðu fjórir þegar gefið, einn var að bíða eftir að fá útborgað, en sá síðasti vildi nú nota afgangsfé sitt til einhvers annars en að kaupa dauðan fugl. Minntist hann eitthvað á, að frekar ætlaði hann að fá sér franskar kartöflur og pylsu. Á baksíðu þessa sama blaðs er siðan frétt um, að söfnunin gangi bærilega. 200 söfnunarlistar séu í gangi á höfuðborgarsvæðinu, og síst minni áhugi sé úti á landi, og þá sérstaklega á útgerðarstöðum. Stórfyrirtæki fara nú að gefa stórar fjárhæðir, og áhöfnin á vélbátnum Geirfugli lætur ekki sitt eftir liggja. Allir skólar höfuðborgarinnar eru opnir frá 17-22, og þar er tekið á móti framlögum. Fólkið streymir að, og þeir, sem ekki eiga heiman- gengt, geta hringt og látið sækja sín framlög. Aðstandendur söfnunarinnar útvega mann til þess að bjóða í fuglinn fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Sá heitir Brian Lloyd og er þaulreyndur á þessu sviði. Allt virðist ætla að ganga að óskum, þá fer að gæta taugaóstyrks hjá fjölmiðlum. Vísir slær upp á forsíðu fyrir- sögninni: „Geirfuglinn til Ameríku.” Þar er látið að því liggja, að fjársterkir bandarískir aðilar hafi mikinn áhuga á geir- fuglinum í London. Um þetta er fjallað niður eftir allri forsíð- unni, og gætir trega í greininni. En nú er timinn útrunninn, og þrátt fyrir góðar undirtektir landsmanna, vantar enn eitt- hvað uppá, að markinu sé náð. En ber er hver að baki nema sér bróður eigi, og í þessu tilviki eru það íslensku bankarnir, sem ábyrgjast það sem á kann að vanta. Finnur fuglafræðingur heldur til London ásamt aðstoðarmanni til þess að vera viðstaddur uppboðið. Það skiptir engum togum, fuglinn er sleginn íslensku þjóðinni, og verðið er rúm 9000£. Feginsalda fer um síður dagblaðanna, og geirfuglinn gistir sína fyrstu nótt, í umsjá nýrra eigenda, í íslenska sendiráðinu í London. Daginn eftir er haldið heim á leið með Flugfélaginu, og geir- fuglinn fær sérstakt sæti í flug- vélinni og þarf ekki einu sinni að borga! í Þjóðminjasafninu fór síðan fram athöfn, þar sem mennta- og menningarmálaráðherrann veitti fuglinum viðtöku fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, að viðstöddum forseta íslands. Næstu daga þar á eftir var fuglinn til sýnis fyrir almenning í Þjóðminjasafninu, og komu að meðaltali fimm þúsund manns daglega til þess að skoða hann. En þar með er sagan ekki öll. Tveimur dögum eftir heimkomu geirfuglsins berst Náttúrufræði- stofnuninni bréf frá Spinks & Son Ltd., þar sem þeir bjóða fala tvo geirfugla. Eitthvað hafa þeir haldið, að eftirspurn eftir slíkum fuglum væri mikil hérlendis, því þeir verðleggja hvorn fyrir sig á 12000£. Tilboði þessu var ekki tekið, enda ekki grundvöllur fyrir annarri landssöfnun. Látið var í veðri vaka, að fuglar þessir væru að öllum líkindum falsaðir, og fékk sú tilgáta góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Talsverðar eftirhreytur urðu af máli þessu, og m.a. höfðu nunnurnar í Landakoti lengi átt geirfuglsegg, sem talið var til mikilla verðmæta, en nú kom í Ijós, að það var falsað. Einnig má nefna, að dagblöð sem hallast til vinstri í íslenskri pólitík, tóku ekki heilshugar þátt í söfnun þessari, og ef þau minntust á geirfuglinn þá kölluðu þau hann yfirleitt „Geira”. Síðustu fréttir herma, að enn sé verið að selja „siðasta” geirfuglinn, og nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Sá fugl fannst í breskum háskóla- kjallara, rykfallinn og illa á sig kominn, og var hann seldur á 4000£. En allt um það. Geirfuglinn er kominn heim og skipar nú veglegan sess í Náttúrugripa- safninu. Þar trónar hann í glerbúri innan um aðrar frændursína oglætursem hann sé þeim ekkert merkari. En saga hans er einstæð. Þó mun ekki vera örtröð þarna á safninu hans vegna. EJ Geirfuglinn er stór og kjötmikill fugl, en ófleygur. Siðasti geirfuglinn hérlendis var drepinn árið 1844, en þessi 23 árum áður. Hann er ein- stakur i sinni röð, þvi saga hans er kunn og skráð. Breskur grerfi, F. C. Raben, banaði honum úti f Geirfugla- skeri 1821. Siðan var þessi fugl í eigu Rabens gre'rfaœttarinnar, þangað til að hann var sleginn íslendingum á uppboði i London árið 1971, fyrir 9000 sterlingspund. 12VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.