Vikan


Vikan - 19.10.1978, Side 17

Vikan - 19.10.1978, Side 17
Framhaldssaga eftir HAMMOND INNES ÞAÐ, SEM ÁÐUR ER KOMIÐ: í skíðaskála einum hátt uppi i ítölsku Ölpunum, er saman kominn kynlegur hópur manna. Flestir þeirra eru á höttunum eftir gullsjóði, sem þar á að hafa verið fólginn á striðsárunum. Engles kvikmyndaleikstjóri hefur sent þangað Joe Wesson kvikmyndatöku- mann og vin sinn, Neil Blair, sem segir söguna. Neil er kominn undir þvi yfir- skini, að hann ætli að skrifa kvikmyndahandrit, en hin raunverulega atburðarás tekur öllum kvikmynda- sögum fram. Engles er kominn á vettvang, og uppgjör virðist I nánd. Mér féll allur ketill í eld, þegar ég sá framhliðina. Hún var öll logandi, helmingurinn af þakinu var farinn, og efri hæðin var ekki orðin annað en logandi bjálkar, sem bentu logandi fingrum sín- um tif mánans. Hurðin að vélarúminu var opin, eins og Engles og Keramikos höfðu skilið við hana. Hún var þegar sviðin af hitanum. Gólfið fyrir ofan steinskúrinn var alelda og stoðirnar loguðu. Allur skálinn hlaut þá og þegar aðfalla. Ég velti mér upp úr snjónum, þangað til föt mín voru orðin rennvot. Siðan fór ég inn um logandi dyrnar með blautan vasaklút fyrir vitum mínum. Inni var eitt logandi helvíti. Herbergið var fullt af reyk. Ég sá ekki glætu. Ég hrasaði um hakann, sem Engles hafði notað til þess að brjóta upp hurðina og þreifaði mig áfram að horninu, þar sem skíðin áttu að vera. Nokkur skíði duttu á gólfið, þegar ég kom við þau. En hávaðinn í þeim heyrðist varla fyrir brestunum í viðnum fyrir ofan mig. Ég fann nokkur skiði bundin saman. Ég tók þau upp á öxlina og staulaðist út um logandi dyra- gættina og út i kaldan bráðinn snjóinn. Ég stakk skíðunum í skafl með odd- ana upp og leit á eldhafið. Rétt i því brast i einum trjástofninum undir skálanum. Logandi gólfið, sem hvildi á stofnunum, gaf sig hættulega mikið. Stuttu siðar létu fleiri stoðir sig með miklu braki. Gólfið féll hægt til jarðar, og öll framhlið hússins féll niður, svo að hávaðinn ætlaði að æra mig, siðan sást ekki annað en logahaf. Milljónir gneista flugu út í nóttina, og logarnir læstu sig upp eftir rústunum út í myrkrið. Joe kom rétt í þessu. Ég benti honum að leysa sundur skiðin. Þegar hann kom, sagði hann: „Hvemig braust eldurinn út, Neil?” „Bensín,” sagði ég og setti á mig skíðin. „Carla kveikti í bensíni.” „Guð minn góður. Til hvers?” „Hún var að hefna sín,” sagði ég. „Mayne hafði svikið hana og farið illa 14. HLUTI SÖGULOK með hana. Hann ætlaði líka að myrða hana.” Hann starði á mig. „Ertu að segja þetta satt?" spurði hann. „Hvar er Valdini?” „Mayne skaut hann,” sagði ég. Ég var búinn að setja á mig skiðin. Ég rétti úr mér og sá, að Joe trúði þessu ekki. Hann var kafrjóður. „Ég verð að fara niður til Tre Croci,” sagði ég honum. „Ég verð að ná í sima. Ég fer stystu leið. Kemur þú með? Ég skal -.egja þér allt niðri á gistihúsinu.” Ég beið ekki eftir svari. Ég setti hendurnar inn i leðurlykkjurnar á stöfunum og þaut af stað. Þetta var nokkuð erfið leið. Hún var mjög brött, lá næstum meðfram tog- brautinni. Ég fór mér eins hægt og unnt var, en snjórinn var djúpur og ég gat aðeins hægt á mér með því að plægja upp snjóinn öðru hverju. Það var erfitt að beygja mikið.svo að ég varð stundum að láta mig falla i skafl til þess að hægja á mér. Það var einkennilegt að komast burt frá drununum i eldinum út í kyrra nóttina. Tunglskinið eins og seytlaði gegnum skóginn, eina hljóðið var hvinurinn í vindinum og hvíslið i skíðun- um mínum. r Eg HEF verið um það þil hálftíma á leiðinni niður fjallshlíðina. Mér fannst ég vera óratíma að komast alla leið niður, því að föt min voru rennvot, og það var nistingskuldi. En þegar ég leit á klukkuna, þegar ég fór fram hjá kofan- um hans Emilio. þá vantaði klukkuna enn stundarfjórðung í eitt. Ég leit upp eftir togbrautinni, sem glóði í tungls- Ijósinu. Efst uppi virtist snjórinn um- hverfast í ólgandi eldhaf. Það var ekki lengur hægt að greina einstaka hluta skálans. Hann var eitt logandi hrúgald, kjarninn hvitur. siðan tók við veikur roði, og reykjarmökkur leið til himins. Logatungurnar læstu sig upp í himininn eins og halastjörnur. Þegar ég kom að gistihúsinu, voru þar allir vakandi og voru að búa sig undir að senda hjálparflokk upp til skálans. Ég var þegar úmkringdur fólki, klæddu skíðafötum, Ég spurði eftir hótelstjóran- um. Hann kom askvaðandi til min, hann var kubbslegur, reigingslegur maður með innfallið andlit og oliuborið hár. „Eruð þér meiddur, signore? Er nokkur meiddur?” 42. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.