Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 6

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 6
Vikan fy/gist með verðandi móður um meðgöngu- tímann Lífsundrið mikla, þegar nýtt líf kviknar, þroskast og dafnar og lítur loks dagsins Ijós, er í flestra augum það stórkostlegasta, sem við reynum á lífsleiðinni. Vikan birti nýlega frásögn breskra foreldra af bið þeirra eftir langþráðu barni, sem oftast er kallað glasabarnið. Ekki er ástæða til annars en gleðjast yfir þvf afreki vísindanna, en sem betur fer tekst meirihluta allra foreldra að geta börn og eignast þau án aðstoðar vísindamanna. Löngu áður en heimurinn stóð á öndinni yfir fæðingu glasabarnsins, komumst við hérna á Vikunni að því, að fjölgunar væri von hjá einni góðri vinkonu okkar, Ragnheiði Kristjánsdóttur, og við töldum hana á að leyfa okkur að fylgjast með meðgöngunni og fæðingunni lesendum Vikunnar til gagns og gamans. Þetta er nú einu sinni leiðin okkar flestra að geta af okkur nýtt líf, og flestir telja það með stærstu stundum Iffs síns, þegar litla barnið þeirra lítur dagsins Ijós. Mörgum konum finnst þó biðtíminn erfiður, og enginn efi er á, að hann reynir mikið á Ifkama og sál. Við fylgjumst nú með því, hvernig Ragnheiði gekk. Texti Krístín Halldórsdóttir Ljósm: Jim Smart Að verða barnshafandi er í sjálfu sér eðli- legt ástand, eitt af lögmálum lifsins, sem hendir meirihluta kvenna einhvern tíma á ævinni. En fyrir viðkomandi þýðir það röskun á venjulegu lífi, oft mjög mikla röskun. Allar konur, sem hafa verið barns- hafandi, kunna ólíkar sögur að segja af við- brögðum sínum við þeirri vitneskju, að þær væru með barni, af heilsu sinni og hegðun um meðgöngutímann og loks fæðingunni sjálfri. Ragnheiður Kristjánsdóttir hafði sannar- lega ekki ætlað sér að verða móðir strax, og henni brá nokkuð, þegar henni varð ljóst, að nýr heimsborgari ætlaði henni það hlut- verk að fæða sig í þessa veröld og gera sig að manni. Það kollvarpaði öllum hennar áætlunum, en henni varð þó ekki fyrir að leggjast í hugarvíl. Væntanlegur faðir, Óli Grétar Metúsalemsson verkfræðinemi, tók fréttinni með fögnuði, og saman tóku þau að búa sig undir þessa miklu breytingu á sínum högum. „Fer ekki naflinn bráðum að opnast?" Það er reyndar ekki ýkja langt siðan barnsmeðganga var verulegt feimnismál. Flestar barnshafandi konur reyndu að halda ástandi sínu leyndu sem lengst, og þegar þær gátu það ekki lengur með góðu móti, fóru þær sjálfar í felur. í þá daga var ekki til siðs að sýna sig opinberlega með stóra kúlu á maganum. í þá daga var heldur ekki mikið um fræðslu um þessi mál. Margar konur voru ótrúlega óupplýstar um ástand sitt, og karl- mönnum kom það bara alls ekkert við. Þannig voru viðhorf margra. Um með- göngu og fæðingu var ekki talað opinskátt, og margar verðandi mæður vissu litið ann- að en það, sem velviljaðar vinkonur miðl- uðu þeim af eigin reynslu. Fáfræðin var oft ótrúleg. Læknir sagði mér til dæmis, að eitt sinn hefði hann sem læknastúdent í kring- um 1960 verið viðstaddur, þegar ung stúlka beið þess að ala barn, og hún spurði hann i römmustu alvöru: „Fer ekki naflinn bráðum að opnast?” Vonandi er engin frumbyrja svo illa upp- lýst nú til dags. Þó er aldrei að vita. Því miður eru enn ríkjandi furðuleg viðhorf í sambandi við kynfræðslu í skólum og kannski ekki von á góðu, meðan kennarar hlaupa á fálmkenndu hundavaði yfir kyn- færakaflann í líffræðinni og senda strákana út úr bekknum, á meðan þeir fræða stelp- urnar um blæðingar. Börn foreldra, sem einnig bregðast sjálfsagðri upplýsinga- skyldu sinni, eru þvi heldur illa stödd. Ragnheiður og Óli Grétar tilheyra sannarlega ekki þeim óupplýstu, og þau voru samhentum að fræðast enn betur um það, sem framundan var. Ragnheiður var ágætlega frísk og starfaði sem blaðamaður á Dagblaðinu mestan hluta meðgöngutím- 6 VIKAN 42. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.