Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 51

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 51
um tilfinningar mínar til þin? Skipta þær engu máli?” Hún hratt frá sér sárum endur- minningunum og sagði: „Nei, auðvitað ekki. Við vinnum saman og látum það nægja.” Þau störðu hvort á annað og bæði voru á verði, þangað til að hún tók af skarið og sagði: „Fórstu til prestsins viðvíkjandi brúðkaupinu?” Tommi kinkaði kolli. „24. september um hádegið.” Hann hikaði og bætti svo kaldhæðnislega við og'glotti kuldalega eins og áður. „Ég sagði, að þú talaðir við hann um tónlistina.” „Tón... tónlistina?” „Sálmana. Og hann vill fá að vita hvort kórinn á að syngja.” „Ó.” Henni fannst þetta fáránlegt. Hvernig var hægt að tala um annað eins og þetta, þegar verið var að ráðgera hjónaband af skynsemisástæöum? Tommi gekk að arninum og stóð þar, húsbóndinn á heimilinu fram i fingurgómana og réri sér á hælunum um leið og hann horfði rólega og af fyllsta áhuga á hana. Hverjar voru tilfinningar hans eiginlega? hugsaði hún. Var þetta leikur einn við Teignhead? Samræðurnar gengu stirðlega undir borðum, þótt Tommi gerði sitt besta, þvi að Kalli svaraði aðeins einsatkvæðis- orðum. Loks voru þau búin að borða og diskarnir komnir af borðinu. „Eitt máttu þó eiga, Kalli, stúlkan min, þú kannt að búa til mat,” sagði Tommi og hallaði sér aftur á bak í stóln- um. Kalli var svo ókurteis, að hún lét sem hún heyrði ekki hrósið, reis á fætur og gekk til dyra. „Ég verð að fara, eða ég kem of seint á fundinn i þorpinu. Það er nóg vatn til að þvo upp.” Augu hennar glitruðu, þegar hún hreytti þessu út úr sér í kveðjuskyni. Fyrir utan tókst henni að koma bil- skrjóðnum í gang eftir töluvert þóf og ók niður í Shillicombe, en þar biðu konurnar i uppskeruhátíðarnefndinni eftir henni i samkomusal kirkjunnar. Þetta var hávaðasamur fundur, þar sem hver og ein hélt fram sinni hug- mynd um skemmtiatriðin. Minnst var á margar fornar og heittelskaðar siðvenjur, því að safnaðarkonur höfðu ánægju af vingjarnlegu (og óvingjarn- legu) þrefi, Kalli bauðst til að baka fyrir þakkar- gjörðarhátíðina og boðinu var tekið með þökkum. Hún hafði unum af að taka aftur þátt í svona fundum eftir langt hlé og var lengi að tala við konurnar eftir fundinn. Það var ekki hægt að segja að hún færi fúslega heim, en hún var í besta skapi á heimleiðinni. Góða skapið hélst alla leið til Moor- hill. Æst gelt Hnoðra vakti bros, þegar billinn nam staðar á hlaðinu. Jafnvel það að sjá Tomma sitja alvarlegan á svip i stól föður hennar gat ekki heft kátínu hennar. „Ég er komin,” sagði hún glaðlega. STULKAN KALU „Nei, svei mér þá, ef þú hefur ekki þvegið upp! Vel af sér vikið, Tommi...” Hún þagnaði, þegar henni varð litið í augu hans. „Eva varð fyrir slysi,” sagði hann stuttlega, stóð á fætur og færði ketilinn næreldinum. Kalli settist á bekkinn. „Hvar? Hvenær? Meiddist hún illa?” Hún greip andann á lofti. „Guð minn, góður, þó ekki barnið?” Hann snéri sér við og leit á hana. „Jú, þvi miður.” „Missti... missti hún barnið?” Tommi kinkaði kolli. Kalli laut höfði og starði niður á Hnoðra, sem lá við fætur hennar. „Hvar er hún? Hvað kom fyrir?” spurði hún og barðist við að halda röddinni stöðugri. „Þau voru að flýta sér til að ná i bílinn. Það var búið að leigja íbúðina og þau langaði heim. „Rikki Locket kom hingað um níuleytið. Hann sagði að lögreglan hefði komið og sótt konuna hans og farið með hana til Evu, sem er á sjúkrahúsi. Hún hrasaði um gangstéttarbrún og datt illa.” Kalli hafði staðið á fætur og gengið að stiganum. Hún sá fyrir hugskotssjónum sinum tárvott andlit Evu, þegar hún ját- aði svo hreinskilnislega ást sína á Pétri um kvöldið. Nú var önnur byrði lögð á hana. Og hvernig leið Pétri? Hún var svo niðursokkin í þessa sorg sína, að hún hafði engan tíma fyrir Tomma, sem enn horfði á hana með ákefð i svipnum. Þegjandi fór hún til sín og lokaði á eftir sér. Pétur lá samanhnipraður I gamla stólnum, þegar Kalli kom niður um morguninn. Hún þaggaði niður i Hnoðra og gekk jafnhljóðlega um og henni frekast var unnt og fór yfir að bakdyrunum og út á hlað. Útiloftið var hressandi og Kalli dró djúpt að sér andann meðan Hnoðri botnveltist um hlaðið. Að baki hennar var eitthvað sagt þvoglulega. Kalli kallaði á Hnoðra og þau fóru inn. Hún minntist morgun- verðarins og allra verkanna, sem biðu. Pétur reis á fætur. Andlit hans var rjótt og krypplað eftir svefninn. Hann teygði sig, skjögraði og varð kindarlegur á svipinn, þegar hann sá hana. „Ég hef víst sofnað i gærkvöldi. Ég settist bara niður smástund, þegar ég kom heim. „Hann leit á klukkuna á arinhillunni og varð hræðslulegur í framan. „Fyrirgefið, fröken, ég vissi ekki, að klukkan væri svona margt.” „Það skiptir engu máli, Pétur. Hafðu engar áhyggjur af þvi. Það var gott, að þú gast sofið. Farðu og þvoðu þér, og ég ætla að steikja nokkur egg. Ég býst við, að þú sért soltinn.” „Takk fyrir, fröken”. Skömmu seinna kom Tommi niður. Eggin snörkuðu á pönnunni og Kalli var fegin að hafa eitthvað að gera. „Pétur kemur eftir andartak,” sagði Kalli. „Hann svaf hérna niðri í nótt. Hann hefur verið örþreyttur...” Tommi leit upp, þegar Pétur kom og sagði: „Hvað er að frétta af sjúkra- húsinu?” „Það er alU í lagi með Evu. Ekkert bein brotið eða neitt... það var aðeins... bamið.” Framhald í næsta blaði. NÝTT Á ISLANDI M5? SOKKABUXUR SEM PASSA PASSA. HNJÁM. Frábær teygjan lætur L’EGGS passa bæði að framan og aftan. Hvorki hrukkur í bótum rné pokar á hnjám. ! HÆLUM OG TÁMr L’EGGS fylgja lögun fótanna og falla þétt að. w SJÁ UM LEGGINA L’EGGS passa frá tá í mitti. Þú finnur L’EGGS í sölustandinum í næstu kjörbúð eða apóteki. Einnig í snyrtivörubúðum. ,’EGGS PASSA ÞÉR. Frábær teygjan í L’EGGS fylgir t formum þínum og fegrar þau. | AVERAGE STÆRÐ hentar flestur g en cf þú þarft yfirstærð þá frfrhúnlíkfljjl,' umlykja öklana ga og falla í hrukkur. L’EGGS HNÉSOKKARNIR eru í einni stærð, sem passar öllum. 'm5ámerU,kaS Tunguháltl 11, R. Síml 82700 42. TBL. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.