Vikan


Vikan - 19.10.1978, Side 42

Vikan - 19.10.1978, Side 42
Michael Oldfield fæddist í Reading, Englandi, 15. maí 1953. Fjórtán ára gamall hóf hann sinn opinbera tónlistarferil ásamt systur sinni Sally, sem var nokkru eldri en hann. Sally söng, en Mike lék undir á kassagitar. Þau komu eitthvað fram í þjóðlagaklúbbum, sem varð til þess, að þau fengu útgefna eina breiðskífu hjá Transatlantic, „Sallyangie”, sem kom út 1968 og var dæmigerð mjúk þjóðlagaplata. 1969 stofnaði Oldfield sína eigin hljómsveit, sem hét Barefeet. Barefeet gekk reyndar ekki lengi, en nógu lengi til þess að Kevin Ayers, þekktur karakter I breska poppinu, tók eftir honum og valdi hann sem liösmann í hljómsveit sína 1970. Þessi hljómsveit Ayers var The Whole World, en ásamt Oldfield voru í byrjun tveir aðrir merkilegir tónlistarmenn, sem áttu eftir að láta meira frá sér heyra, þeir David Bedford og Lol Coxhill. FRAMHALD David Bedford, pianóleikari, byrjaði i poppheiminum sem útsetjari á plötu Ayers, „Joy Of A Toy”, sem Ayers gerði eftir að hann hætti i Soft Machine. Bedford hafði stúderað útsetningar og lagasmíði við Royal Academy Of Music. Bedford hefur síðan gefið út nokkrar plötur. „Nurses Song With Elephants” var fyrsta plata hans undir eigin nafni. Á henni eru bæði Ayers og Oldfield í gestahlutverkum, en hún kom út 1972. Eftir að Bedford hætti með Whole World fór hann um stund í tónlistarkennslu og útsetningar fyrir aðra, eins og Ayers, Oldfield, Roy Harper og Edgar Brouhgton. Aðrar plötur Bedfords eru „Stars End” 1974 ásamt Oldfield, „The Orchestra! Tubular Bells", líka með Oldfield, 1975, The Rime Of The Ancient Mariner” 1975, „Odyssey” 1976 og „Instructions For Angels” 1977. Lol Coxhill átti hinsvegar mjög langan tónlistarferil að baki, þegar þeir Oldfield kynntust I Whole World. Hann hafði t.d. leikið með Brett Marvin 8 The Thunderbolts, Tony Knight’s Chessmen, John Kongos og Alexis Korner. Eftir Whole World var Coxhill svo í ýmsum hljómsveitum, mest með píanóleikaranum Steve Miller. Meðal platna, sem Coxhill hefur gefið út, eru þessar: „Ear Of Beholder" 1971, „Toverbal Sweet” 1972, „Miller/Coxhill/Coxhill/Miller” 1974. „Fleas In Custard” 1976, „Welfare State/Lol Coxhill” 1976, „Story So Far. . Oh Really” 1977 og „Diverse” 1977. Þessir tónlistarmenn áttu kannski ekki allt sameiginlegt, en miðluðu þó hver öðrum af kunnáttu sinni, sem varð hinum unga Oldfield að góðu gagni, sérstaklega það sem hann lærði af Bedford. Hljómsveitin átti erfitt með að halda i trommuleikara, fyrst var Mick Fincher, síðan lék Robert Wyatt með um tíma, en var leystur af hólmi af Dave Dufort, fyrrum trymbli i Rifsberja. I maí 1971 var hljómsveitin endurskipulögð af Ayers, Oldfield og Bedford og fengnir tveir nýir menn, Andy Robertson og William Murray, en það urðu aðeins dauðateygjur hljómsveitarinnar, því hún hætti í ágúst 1971. Síðan þá hefur Oldfield unnið upp á eigin spýtur. Oldfield byrjaði að vinna að „Tubular Bells” 17 ára gamall, þegar hann byrjaði í Whole World. Verkið þróaðist á segulbandi heima hjá honum fram til loka 1971, þegar Whole World leystist upp. Oldfield tók þá upp spólurnar, sem hann hafði tekið upp, og gekk á milli hljómplötuútgefenda án nokkurs árangurs, þangað til hann frétti af nýstofnuðu plötumerki, Virgin, sem Richard Branson, eigandi Virgin plötubúðanna í Bretlandi var að setja á laggirnar. Líklega hefur það haft einhver áhrif á afstöðu Branson, að svokallað krautrokk, þ.e. þýskar útgáfur af Pink Floyd og þess háttar hljómsveitum var mjög vinsæl innflutningsvara i búðum hans. 42VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.