Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 43

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 43
Húsgagna- flutningar og fleira Kœri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig þessa drauma. sem mig dreymdi fyrir stuttu. Fyrsti draumurinn er á þessa leið: Mér fannst ég og vinkona mín vera staddar í íbúð, sem mér fannst vera í eigu hjóna, sem ég pass- aði fyrir. Ég og vinkona mín vorum að bisast við að færa og flytja húsgögnin til hliðar. Það var grænt pluss-sófasett, eldhúsborð og bekkur og tveir eða þrír stólar. Á gólfinu var laust gólfteppi, sem færðist til og frá. Þegar við vorum búnar að flytja allt í eitt horn, þá segi ég: „Eigum við ekki bara að flytja allt í hina íbúðina?”, en þá var eins og við áttuðum okkur á, hvað við vœrum að gera, og urðum við ofsalega hræddar. Við reyndum að flytja allt á sinn stað, en mundum ekki almennilega, hvar allt átti að vera. Þegar við vorum bún- ar, kom maðurinn inn og settist á eld- húsbekkinn. Ef það skiptir einhverju máli, þá var stofan heiðgul. Annar draumurinn var svona: Mér fannst ég sjá fullt af dökkbrúnum kvenmannsskóm (mokkasínum) á stétt niðri á Lækjartorgi. Þessir skór voru ætlaðir þeim, sem færu í Kvennaskól- ann. Það var fullt af fólki í kringum mig, og ein stelpa sagði: „Þarna eru þessir uppbrettu. Þœr vilja hafa þá sem þrengsta. ” Þá gekk ég að einu pari og mátaði. Ég komst ekki í skóna. Það voru að minnsta kosti 20-30 pöraf skóm þarna. Þriðji draumurinn: Þarna á sömu stéttinni voru álíka margir karlmanns- skór og kvenmannsskórnir voru. Þeir voru úr brúnu rúskinni með Ijósum botni. Mér fannst þessir skór vera fyrir skóla fyrir stráka. Þá fór einn strákur og mátaði eina skóna. Þegar hann var kominn í skóna, sem voru of stórir á hann, sagði hann: „Þessir passa alveg”. Þá var kallað á móti: „Allt í lagi, þá færð þú þá, ” En þá sagði strákurinn: „Nei, nei, þeir eru alveg ómögulegir”. Fjórði draumurinn: Mér fannst ég sjá inn í samkomu í dökkum sal. Þar var hópur fólks á sviði og söng og dansaði lagfrá 1930—40. Það var frekar margt í salnum, og aftast sat fjölskylda. Tveir strákar úr fjölskyld- unni hentu brjóstahaldara ogpipar- myntu á sviðið. Þá sneri maður sér við og opnaði skáphurðina. Þá sá ég Ijósar buxur og Ijósa skyrtu (eign ömmu minnar), svartan kjól og silfurlitað vatt- veski. Svo lokaði ég skápnum og labb- Mig dreymdl aði burt, en mér fannst þessi föt vera skrítin og ég í allt öðruvísifötum. Með fyrirfram þökkum fyrir birting- una. Hrönn. Fyrsti draumurinn boðar þér hamingju í núverandi kringumstæðum, en þó máttu gæta þín á ófyrirleitnum vini, sem einskis svífst. Þín bíður aukin vel- megun og hamingja í hjónabandi, en lík- lega muntu giftast mun fyrr en þig órar fyrir. Þú verður að gæta þín á lygur- um, sem reyna að telja þér hughvarf í málefni, sem er þér hugstætt. Þú færð heimsókn gamals vinar, og gleður sú heimsókn þig mikið. Annar draumurinn boðar þér ferða- lag, sem þú ferð í, en ekki muntu verða ánægð með þá ferð. Þriðji draumurinn boðar þér einnig ferðalag, og pilturinn, sem kom við sögu í draumnum, mun verða aðnjótandi mikillar gæfu og breytingar til batnaðar. Fjórði draumurinn boðar þér langt og gott líf og gleðilegar fréttir. Fimmti draumurinn er fyrir farsælu hjónabandi, góðri heilsu og félagslegri glaðværð. Þú munt eignast nýja og trygga vini. Veskið er mikið gæfumerki. „Rimlarnir skullu á eftir honum”____________________________ Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum. Ég og H. vorum á ferðalagi með A. Við komum að fjalli, sem við þurftum að fara yfir. Vegurinn var allur holóttur, og við vorum á vörubíl. Ég og H. vorum uppi á palUnum. Svo komum við að húsi og löbbuðum inn. Við sátum í stofunni. Þá kom inn maður, og skullu rimlar á eftir honum, og fyrir framan hann. Hann ýtti á rimlana, og þá opnuðust þeir. Ég og H. földum okkur, því við vorum hræddar, en A. sat kyrr. Þá hvarf maðurinn, en hann birtist fljótt aftur með fuglabúr. Lagði hann það frá sér og sofnaði í sófanum. Ég ætlaði að flýja inn í herbergi, en þegar ég kom þangað, lágu B. og S. sofandi í rúminu. Ég kallaði á B. og sagði honum, að frammi væri maður, sem við þekktum ekki. Kom hann með mér fram og sagði, að þetta væri G„ vinur sinn. Voru nú allir í góðu skapi og sungu. Við það vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Jóna. Innan skamms mun mikil breyting verða á högum þínum til hins betra. Þér mun hlotnast mikið fé á óvæntan hátt, og ókunnugi maðurinn í draumnum er fyrirboði mikillar gæfu. Snögg umskipti verða í lifi þínu, og valda þau ættingjum þínum nokkrum áhyggjum fyrst í stað. Þú munt vekja máls á heillaríku máli, og verður það þér til gæfu, þótt síðar verði. Eldgoslykt af hestinum Kœri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að leysa fyrir mig úr þessum draumi. Það var þannig, að ég var að passa fyrir mág- konu mína 7 mánaða gamalt barn. Ég var úti að labba með hann, og svo vissi ég ekki fyrr en ég var komin lang- leiðina í Vík í Mýrdal, og ætlaði ég að setjast að þar. En svo kom pabbi og sagði mér, að það hefði komið til sín hestur, og það hefði verið angandi eld- goslykt af honum, og hann vildi ekki, að ég væri þarna. Bað hann mig að koma heim. En svo fór hesturinn í burtu, og pabbi, bróðir minn og konan hans fóru til Víkur að gá að mér ogfundu mig á hóteli þar. Svo gistum við I Vík yfir nóttina. Svo var strákur þar, sem ég byrjaði að vera með um nóttina, og það fór þannig, að ég og strákurinn fluttum til Hafnarfjarðar og fengum okkur íbúð þar og fórum að búa. Ég vona, að þú birtir þennan draum fyrir mig. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Ása. Þú verður að gæta skapsmuna þinna í viðurvist ættingja þinna, nú á næstunni. Þú munt ráðast út í ófarsælt fyrirtæki, og verður að gæta að þér þar, því þú átt ófyrirleitna kunningja, sem einskis svíf- ast til að hafa sitt í gegn. Einhver seina- gangur verður á einhverju, sem þú ætlar að koma í framkvæmd, og muntu eiga í nokkrum erfiðleikum vegna þess. Þín bíður mikil hamingja og gleðiríkt líf, og þú munt búa í ástríku og góðu hjóna- bandi. 42. TBL. VIKAN43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.