Vikan


Vikan - 19.10.1978, Side 8

Vikan - 19.10.1978, Side 8
Samkvæmf algjörri færibandavinnu Vikan fékk góðfúslega leyfi allra aðila til að senda fulltrúa sína á vettvang, þegar Ragnheiður fór í sína fyrstu skoðun á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 2. febrúar sl., og fyrir undirritaða var það mjög ánægjuleg reynsla. Ég minnist þess nefni- lega með litlum hlýhug, þegar ég fór í fyrsta skipti í almenna mæðraskoðun á Heilsu- verndarstöðina árið 1963. í þá tíð varð að skjótast hálfgerðan afveg þessara erinda og inn um kjallaradyr undir brúnni að aðal- dyrunum. Fannst mér strax eins og hér færi fram eitthvert laumuspil, sem rétt þætti að afgreiða á heldur óvirðulegri hátt en aðrar heilsufarsaðgerðir. Elisabet Thors hefur nú i 23 ór tekið ó móti konum ó mœðradeild. Hér skróir hún Ragnheiði, en við enda borðsins situr Svanlaug Danielsdóttir. Halla Stefónsdóttir, meinatæknir, tekur blóðpmfu hjó Ragnheiði, sem ekki lætur sig muna um að senda okkur bros, þótt æðin só eitthvað að þrjóskast við. Er inn kom, lá við að ég hreinlega legði á flótta. Komið var inn í stóran almenning, þar sem misjafnlega óléttar konur sátu á hörðum stólum meðfram veggjunum, lik- lega u.þ.b. 50 saman. Þarna fór fátt fram fyrir luktum dyrum. Að vísu tók ljósmóðir fyrstu skýrslu af væntanlegri móður undir fjögur augu, en fyrir allra augum voru grip- irnir vegnir og mældir og jafnvel gerðar at- hugasemdir um óþarflega mikla þyngdar- aukningu sumra frá síðustu vigtun. Var mér þessi sýning alltaf mikil raun, og svo var áreiðanlega um fleiri. Næst voru kölluð upp nöfn, og nokkrar saman marséruðum við inn í sérstaka af- kima til að gefa frá okkur gulan vökva nauðsynlegan til rannsóknar. Síðan vorum við lagðar til — í nokkru einrúmi, að mig minnir, þ.e.a.s. við sáum a.m.k. ekki hver aðra — þar sem við máttum bíða oft nokkra stund eftir því, að ljósmóðir og læknir athuguðu okkur frekar samkvæmt algjörri færibandavinnu. Eftir síðasta skiptið, þegar fasmikill læknir snaraðist inn til mín og sagði mér, án nokkurra frekari útskýringa, að drifa mig heim og liggja sem hreyfingarminnst, þar til fæðingin ætti sér stað, fór ég burt af þessum stað og hét því að koma ekki þang- að aftur ótilneydd. Við það stóð ég og hafði ekki komið þangað síðan, fyrr en með Ragnheiði í febrúar 1978. Tilgangur minn með þessari frásögn er að sýna, hve viðhorfin hafa nú gjörbreyst á fÖ3*SÍij • Ridgeway & Jones 8VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.