Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 5

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 5
Sadolí*1 x'» Qulve Sadolin §.adolin •Sftsast 'x tesis’*- x murinn SSjjjjnnllng . ^ 0 &§9°Un< ÍSVr i ^SsB V biSi^Wii Siðumúla 15. Sími 33070 savegar 8. grein 42. TBL. VIKAN 5 GÓÐ MÓRBERJA- ÍSFROÐA í eftirrétti fengum við okkur mór- berja-ísfroðu (sorbet aux mures) og sveskjubúðing (la coupetade). Okkur fannst ísfroðan sérstaklega góð, en búðingurinn ekki. Með matnum fengum við okkur eina flösku af góðu víni, Chateau Haut-Bailly frá 1973. Þetta er góður árgangur, um það bil nýorðinn drykkjarhæfur, frá einu besta vinbúi Graves-héraðs, sunnan Medoc í Bordeaux. Búgarðurinn er i Léognan-hreppi og er frægur fyrir mjúk og ilmandi vín. Kálsúpan kostaði 15 franka, sniglarn- ir 32 franka, kálfabringan 32 franka, pylsan með stöppunni 32 franka, vatn 3 franka, isfroðan 17 franka, búðingurinn 18 franka og vínið 62 franka. Með 15% þjónustugjaldi varð reikningurinn 243 frankar eða tæpar 8500 krónur á mann. PYLSUR OG GRÍSATÆR Meðal annarra rétta, sem sér- fræðingar hafa mælt með, eru innyfla- pylsa (l’andouillette de l’A.A.A.A.A.), blóðpylsa (boudin aux chataignes), grísatær með osta-kartöflustöppu (pied de porc aligot) og grísatáasalat (salade au pied de porc a la fourme d’ambert). Við vorum kvödd með virktum, þegar við fórum, og höfðum eins og sér- fræðingarnir á tilfinningunni, að við hefðum verið gestir hjá vandvirku og heiðarlegu fólki i þessu „sendiráði” Auvergne-héraðs. (Ambassade d’Auvergne & du Rouergue, 22 rue Grenier Saint-Lazare, 3. hverfi, simi 272-31-22, lokað á sunnu- dögum). JÓNASKRISTJÁNSSON Einkunn rj Vikunnar: / ForsfOa matseðilsins sýnir tilurð hinnar merku stöppu, sem ekki slitnar þótt hún sé teygð heilan metra. SÉRSTÆÐAR FJALLA- VENJUR Auvergne er fjallahérað í suðaustur- hluta Frakklands, umhverfis borgina Clermont-Ferrand og suður af henni, rúmlega hálfa leið suður til borgarinnar Toulouse. 1 þessum fjöllum hafa mótast sérstæðar venjur í matargerðarlist. Annar forrétturinn okkar var dæmigerður réttur frá Auvergne. Það var ofnbökuð kálsúpa með roquefort- osti (soupe aux choux au roquefort), matarmikil og bragðsterk. Hinn forrétturinn var sniglar í ávaxta- og laukmauki (poelee d’escargots a la Matur ogvin confiture d’óignons). Hvort tveggja var óvenjulegtoggott. Annar aðalrétturinn var ein af sér- greinum hússins og hét „la Falette”. Það var léttreykt kálfabringa, fyllt krydd- jurtamauki (poitrine de veau farcie aux herbes), hinn besti matur. STAPPAN HRÆRÐ VIÐ BORÐIÐ Hinn aðalrétturinn var meira í frá- sögur færandi. Það var pylsa með stöppu (saucisse aligot). Pylsan var gróf og góð á bragðið. Stappan var mjög sérkennileg, og hrærði þjónninn hana við borðið. Aligot-stappan er eitt helsta sérkenni i matreiðslu Auvergne. 1 uppskriftinni er eitt kiló af mjölmiklum kartöflum, 250 grömm af cantal-osti, 50 grömm af smjöri, einn áttundi úr lítra af rjóma, salt og hvítlaukur. Ég er ekki viss um, að þessi uppskrift mundi takast með íslenskum osti. Sér- fræðingarnir segja meira að segja, að venjulegur cantal-ostur dugi ekki, heldur verði að nota ostinn Tomme de cantal. Osturinn gerir viðloðunina í stöppunni svo mikla, að þjónninn gat rekið sleifina metra upp í loftið án þess að stappan i pottinum slitnaði. Við urðum að skera stöppuna með hnífi, en samt var hún ekki vitund seig. Þetta var raunar besta kartöflustappa, sem ég hef borðað, enda var af henni mikið ostbragð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.