Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 47

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 47
gráar rústir að baki trjálunda, fjar- lægar í hlíðinni við fljótið. Hún var við steinbrúna við vatnið löngu áður en Tommi steig af baki og brynnti Gránu, meðan hún leit i kringum sig. Tommi leiddi Herkúles að vatninu og tók svo um hönd hennar. „Vaknaðu, stúlka mín, maginn segir mér. að nú sé matmálstimi. Hvað segirðu um að borða við húsið eins og við vorum vön? bar er líka skjól, þegar mistrið færir sig neðar í hæðardragið." Kalli elti hann upp hæðina og tjóðraði Gránu við rústir gamla hússins. Hún reyndi að setja sig i spor kvennanna, sem eitt sinn höfðu búið hér, unnið á ökrun- um og i eldhúsinu ... lifað hér ... dáið hér. Þegar Tommi var búinn að taka upp úr hnakktöskunni fór hún inn í rústirn- ar. Hún veitti honum ekki eftirtekt, fyrr en hann var kominn alveg að henni. Hann hafði tekið um hönd hennar, áður en hún vissi af. „Kalli,” sagði hann hikandi. „Ég hef blekkt þig. Ég fékk þig til að koma hingað, vegna þess að ég hélt, hérna á þessum forna stað, þar sem við skemmtum okkur svo vel... já, ég hélt, að það yrði auðveldara að segja það hér....” Hún hörfaði undan, svo mjög brá henni við eldbjarmann í augum hans. „Hvað er það? Um hvað ertu að tala?” „Ég ..." Tommi leitaði að orðum, en fann þau ekki. Erfiðleikar hans endur- spegluðust á andliti hans og þrátt fyrir eftirvæntinguna langaði Kalla mest til aðskella uppúr. í stað þess tók hún um höfuð hans og dró það blíðlega að sér og kyssti hann. Ef þetta var ást var ástin dásamleg. Hvers vegna hafði hún verið svo hrædd við hana áður? Hún var enn í draumaheimi. þegar Tommi hratt henni hranalega frá sér og svo snögglega, að henni dauðbrá. Hann gekk yfir að hinum veggnum og starði á hana. Kalli hikaði. Hann var óþekkjanlegur, andlit hans eldrautt og augun köld sem ís. „Hvers vegna gerðirðu þetta?” sagði hann ákveðinn. 4 HLUTI Hún titraði öll um leið og draumurinn brast. „Þú hefur aldrei kysst mig áður.” Þetta varásökun. Þau störðu hvort á annað lengi, lengi. Svo sagði hann biturlega: „Allt er ónýtt. Ég átti aldrei að snúa aftur til Shilli- combe, aldrei að hugsa um þig og Moor- hill.” „Hvers vegna ekki? Ég skil þig ekki,” sagði hún ringluð og sár. „Hvers vegna ekki? Vegna þess að ég elska þig, asninn þinn, þess vegna!” „Elskar mig?” Hún gat ekki annað en endurtekið orð hans skilningsvana. Grá þokan var að fylla rústirnar — innan skamms sæju þau ekki handarskil þarna inni. Tommi kerrti hnakkann og rödd hans var kæruleysisleg og þurr og hún skildi, að hann barðist við að hafa stjórn á sér. „Við sömdum, Kalli...” Hún hlustaði sem dofin á hann og snart hringinn á baugfingri með hinni hendinni. „Þetta var góður samningur... eða svo fannst mér fyrst. Landið þitt, hestarnir minir. Við skiptum engu máli. Ég hugsaði ekki um þetta persónulega séð...” „Ég geri ráð fyrir, að ég hafi tekið það sem sjálfsagðan hlut, að við gætum búið saman eins og svo margir aðrir og gert það þesta úr þessu.” „Ó, ég hef þráð þig einu sinni til tvisvar — ég er jú karlmaður og þannig erum við gerðir — en núna ..." Hann hikaði, en hélt svo áfram: „Nú held ég, að ég elski þig, Kalli og það hefur eyðilagt allt. Þvi að ég skil, hvað jDérfinnst um mig.” Hún opnaði munninn, en ekkert hljóð kom af vörum hennar og hann hélt áfram máli sinu. „Ég skil, hvað ég hef gert með því að ráðast inn á Moorhill og troða mér upp á þig og þina eign. Og ég bið þig fyrirgefningar.” Aðeins eitt komst að í huga hennar — að þurrka burt að eilifu þjáningar- svipinn á andliti hans. Hún breiddi út faðminn og beið brosandi og gráti næst. En hann hreyfði sig hvergi. Hann sagði hranalega: „Viljirðu kossa hafð- irðu tækifæri til að fá þá einu sinni! Ég þer ást í brjósti til þín, ekki ástríður ein- ar.” Hún opnaði enn munninn til að tala. en fann engin orð. Hann hafði misskilið tilgang hennar. Hann skildi ekki, að hún unni honum einnig. Innra með henni sagði gamli óvinurinn — stoltið — til sín í sívaxandi 42. TBL. VIKAN47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.