Vikan


Vikan - 19.10.1978, Síða 22

Vikan - 19.10.1978, Síða 22
FrANK Regan lagði símtólið á og starði hugsi út í loftið. Eitthvað í rödd fröken Richards hafði vakið honum óró. Hún var vön að hafa samband við hann um kallkerfið. Hún hafði verið einkarit ari hans i tvö ár og auðvitað oft þurft að biðja um áheyrn viðvikjandi starfinu, en nú hafði hann á tilfinningunni, að eitt- hvað væri á seyði. Rödd hennar hafði verið kuldaieg, ópersónuleg og orðin val- in af nákvæmni. Hann hafði sagt, að hún mætti koma strax, en þó liðu fimm mínútur, áður en hún knúði dyra. Eins og alltaf var hún fallega klædd, hann tók eftir, að hún var ekki með hraðritunarblokkina með sér. Af ein- hverjum ástæðum jók það á kviða hans fyrir því, sem koma myndi. — Þér vilduð tala við mig, fröken Richards, sagði hann. — Já ! Hún settist. þar sem hún var vön, krosslagði granna fótleggina og spennti greipar í kjöltu sinni. Siðan kom hún sér beint aðefninu. — Ég vil segja starfi minu lausu og losna eins fljótt og auðið er. Hann starði steini lostinn á hana. Rödd hennar var stillt og ákveðin, henni virtist rammasta alvara. — Ef ekki tekst að ráða aðra i minn stað strax, hélt hún áfram, — verð ég auðvitað. þar til þér hafið ráðið aðra. Að vísu tel ég sjálf, að fröken Finch geti gegnl mínu starfi, þar til þér hafið leyst málið. Það leið drykklöng stund. Frank reyndi að finna réttu orðin og komast hjá því að segja eitthvað óhugsað. Loks sagði hann: — Það undrar mig. að þér skulið ætla að yfirgefa okkur, hefur yður ekki likað vel? Hún brosti til hans: — Jú. mjög vel! Honum leið strax betur: — Eruð þér þá óánægðar með launin? Ef þér ósk- ið. . . — Launin eru alveg nógu há. — En samt, ef við ræðum niálin . . . — Þaðbreytirengu. — Þér hafið þá fundið betra starf. sagði hann þunglega. — Nei. Hún horfði niður i kjöltu sér — Ekki ennþá. En að sjálfsögðu fæ ég mér starf. Hann starði undrandi á hana.— Eig- ið þér við, að þér segið starfinu lausu. án þess að ganga að öðru vísu? — Já. sagði hún og brosti dauft, — en ég efast ekki um. að mér tekst að fá gott starf. — Að sjálfsögðu, þér verðið ekki i vandræðum með það, sagði hann og var alveg undrandi á, hvað stúlkan gæti ver- ið aðfara. HúN leit undan. Sólin féll á rauð- brúnt hárið, og hann komst ekki hjá að veita athygli viðkunnanlegum dráttum i andliti hennar, rneðan hann horfði hugs- andi á hana. Hann reyndi að ímynda sér, hvaða ástæður lægju að baki upp- sögninni, en fann ekkert svar. Loksins sagði hann: — Ég vildi óska, að þér skiptuð um skoðun. Þér eruð framúrskarandi vinnu- kraftur, ogauk þess. . . Hann reyndi að finna réttu orðin. Varla gat hann sagt henni, að það hefði verið honum sönn nautn að hafa hana nærri sér. Hann stamaði: — Þér. . . þér hafið verið sérstaklega þægilegur sam- starfsmaður. Já, það hafði hún verið. En hann fann, að hann komst klaufalega að orði og sá, að roðinn hljóp fram i kinnar hennar. Hann flýtti sér að halda áfram: — Fyrirgefið .. . ég er að reyna að segja yður, að mér hefur likað mjög vei að starfa með yður. Auðvitað get ég ekki þvingað yður til að halda áfram. Fyrst núna var honum alvaran ljós, hann reyndi einu sinni enn: — Ég er viss um, að ég gæti bætt starfsaðstöðu yðar til mikilla muna, þér ættuð erfitt með að fá nokkuð betra. Hún hristi höfuðið. — Það er ekki neitt svoleiðis að, herra Regan. Ég er ekki tilbúin til að gera nein kaup. — Nei,' auðvitað ekki, sagði hann dapur i bragði. — Þér hafið greinilega tekið lokaákvörðun. — Já, það hefi ég, sagði hún. — Mér þykir þetta leitt, mér hefur fallið vel að starfa hér nema . . . Hún hikaði, og hann greip strax tæki- færið. — Nema hvað? Hafið þér haft yfir einhverju að kvarta? Hann hafði það á tilfinningunni, að nú væri hann að nálg- ast sannleikann. — Er það fröken Finch? — Nei! Það var eins og hún legði allan sinn sannfæringarkraft i þetta litla orð. — Þér ættuð ekki að láta hana fara í taugarnará yður. — Það er ekki það. hún er reglulega indæl. NN var hissa á svarinu, hélt, að hún vildi ekki tala illa um fröken Finch. — Sjáið þér til, fröken Finch var einkaritari föður mins. Hún er framúr- skarandi kona, kannski er hún dálítið kynleg fyrir þá, sem ekkí þekkja hana vel. Hún hefur starfað hér í 30 ár, vann hér, þegar ég fæddist. — Hún heldur sér afskaplega vel. sagði fröken Richards. — Hún hefur verið afar falleg kona, þegar hún var ung, það er hún reyndar enn þann dag i dag. — Já, sagði hann, — það er rétt. Hann sat og fitlaði við bréfin á borðinu og reyndi að botna í, hvað fröken Rich- ards væri í huga. Svo bætti hann við: — — Á vissan hátt er ýmislegt sameigin- legt með yður og fröken Finch. Jane Richards leit upp: — Á hvaða hátt? Hann svaraði ekki strax. —Ja, ég á við . . . Báðar hafið þið verið virtir einka- ritarar, báðar fallegar og óútreiknanleg- ar. — Á hvaða hátt erum við óútreikn- anlegar? Hann fann augnaráð hennar hvila á sér og þorði ekki að horfast i augu við hana. — Á sinum tima sagði fröken Finch upp stöðu sinni sem einkaritari og kaus að starfa sem venjuleg skrifstofustúlka. Þetta gerðist fyrirvaralaust, og hún gaf enga skýringu á ákvörðun sinni. Og nú segið þér stöðu yðar upp . . . já, fyrirgef- ið þó ég segi það, en, að þvi er virðist, að ástæðulausu. — Fröken Finch gaf enga ástæðu heldur, var það? — Nei, það er nú einmitt það, sem hún gerði ekki. Faðir minn botnaði aldrei neitt í málinu. Fröken Finch var alveg afbragðs einkaritari. Hann trommaði með fingrunum á borðið og var greinilega taugaóstyrkur. — Það er i rauninni merkilega margt líkt með uppsögn yðar og ákvörðun fröken Finch á sínum tíma. Mig langar til að vita, hvort hún hefur eitthvað með þetta að gera? Hún var blóðrjóð í kinnum og svaraði snöggt: — ekki beinlínis. — Nú, en óbeinlinis? Hann fann. að reiðin var að ná tökum á honum. Fröken Richards rétti sig upp i sæti sinu og bjó sig undir að standa á fætur. — Fröken Finch er vingjamlegasta, hjálpsamasta og elskulegasta kona, sem ég hef kynnst. Þetta var ekkert svar. Hann fann sér til sárrar grernju, að hann var engu nær, og það var tilgangslaust að spyrja hana. Hann neyddist til að sætta sig við hið óumflýjanlega. — Jæja, jæja, fröken Richards, sagði hann, — ef yður er svona í mun að losna, þá get ég ekki haldið yður. Ég get ekki þvingað yður til að vera. En ég get ekki fundið nógu sterk orð til að lýsa því, hve leitt mér þykir, að þér skulið ætla að fara. .^^UGU hans hvörfluðu um herberg- ið, og allt i einu rann upp fyrir honum, hve ömurlegt þetta herbergi var i raun- inni. Svona voru öll skrifstofuherbergin, litlaus og leiðinlega búin. Yfir arninum, sem aldrei var notaður, hékk málverk af föður hans. Þó það væri ekki gamalt, var það litt upplifgandi á gráhvitum veggnum. Já, þetta húsnæði var sannarlega eins og dauðs manns gröf. Engir litir, engir fallegir munir eða skemmtilegar innréttingar. Ekkert. sem endurspeglaði, að hér væri hugsað um manneskjuna. Þetta var eitt virtasta út- gáfufyrirtæki i landinu, mikil umsvif og sannarlega ekki fjárskortur, sem réði. — Sjáið þér til, fröken Richards, sagði hann, — ég ásaka yður ekki fyrir að vilja fara. Þessi staður hlýtur að vera ömurlegur fyrir stúlku eins og yður. Hún leit undrandi á hann. — Hér er alls ekki leiðinlegt. Hann lét sem hann heyrði ekki, hvað hún sagði: — Þessi skrifstofa er eins og líkhús og ekki er yðar betri. Það er ein- göngu mín -sök. að þér viljið nú fara. Ég hefði átt fyrir löngu að sjá, hve þessar skrifstofur eru leiðinlegar og gamaldags. Það var eins og fröken Richards væri ekki sammála og félli ekki þetta tal: — Skrifstofan min er ekki leiðinleg. og vinna mín hefur alltaf verið áhugaverð og spennandi. Ástæðan fyrir uppsögn minni er aðeins sú, að ég þarfnast til- breytni i lifinu. — Já. mig skal ekki undra, sagði hann. — Já, já, fröken Richards, nú tala ég við fröken Finch, og svo sjáum við til, hve fljótt verður hægt að veita yðurlausn frástarfi. NN sat lengi hugsi eftir að hún var farin. Jane Richards var engri lik. Hún hafði verið fljót að komast inn í starfið, og hann þurfti sannarlega á einkaritara að halda, sem gat losað hann Smásaga eftir Charles C. O'Cónnel ÓMISSANDI EINKARITARI Frank Regan var gjörsamlega niðurbrotinn. Einkaritarinn hans, þessi fallega og duglega stúlka, hafði sagt upp, án þess að nefna nokkra ástæðu fyrir uppsögninni. Og svo sagði Finch gamla, þessi elskulega piparkerling, að ekki væri hún hissa.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.