Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 19

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 19
„Meinarðu, að við ættum að fylgja slóð hans?” sagði ég. Hann kinkaði kolli. „Við ættum að gera það,” sagði hann. „Systir hans vill fá að vita, hvað kom fyrir. Og þeir í kvik- myndaverinu vilja vita nákvæmlega, hvað kom fyrir. Við getum fylgt blóð- slóðinni, þótt förin séu farin að mást.” Hann gekk að ritvélinni og leit á blaðið i henni. Hann kinkaði hægt kolli um leið og hann las það, sem á því stóð. „Ef til vill er það einmitt þetta, sem hélt í honum lífinu svona lengi.” „Hvað meinarðu?” spurði ég. „Hann vildi vera viss um, að þú skrif- aðir gott kvikmyndarhandrit,” svaraði hann. „Hann vissi, hvað kvikmyndahús- gestir vildu sjá. Hann vissi, að þetta myndi falla þeim í geð, og hann vildi ekki láta tækifærið ganga sér úr greip- um.” Hann tók upp strokleður og byrjaði að rífa það í tætlur. Enda þótt hann hafi ekki verið vinur Engles, held ég, að dauði hans hafi haft meiri áhrif á hann en hann vildi viðurkenna. „Ég kunni aldrei vel við hann, eins og þú veist, Neil,” muldraði hann. „Manni gat beinlínis ekki geðjast vel að honum. Maður dáðist að honum ef til vill. Eða þá að manni var illa við hann. En það var erfitt að þykja vænt um hann. Það var líka erfitt að kynnast honum. Hann lifði á ævintýrum. Honum lá alltaf á. Þessvegna drakk hann svona mikið. Hann þurfti einhvern veginn alltaf eitt- hvað til þess að æsa sig upp.” „Hvað ertu að reyna að segja mér, Joe?” spurði ég. Hann leit á mig og henti strokleðurs- ræflinum í bréfakörfuna. „Skilurðu það ekki? Þessvegna kom hann hingað. Það var ekki vegna þess að hann vissi um Keramikos. Hann vildi lenda i ævin- týrum. Og hann bjóst við því, að hér myndi eitthvað koma fyrir, sem væri þess virði, að það yrði kvikmyndað. Þessvegna skrifaði hann þetta á blaðið. Og þrátt fyrir kvalir hugsaði hann skýrt, því að hann sá fyrir sér fyrirhugaða kvikmynd. Hann vissi, að öllu var lokið. Leiðinlegt, að hann skyldi missa af elds- voðanum. Honum hefði þótt mikið til þess atriðis konta.” Hann þagnaði og leit sljólega á raf- magnsofninn. „Það var honum ekki eðli- legt að setjast niður við ritvél,” hélt hann áfram. „Undir venjulegum kring- umstæðum hefði hann talað. Hann elsk- aði allt málskrúð. En hann vildi, að sagan væri sögð þannig, að hann væri söguhetjan. Hann varð að vera viss um, að þú skildir það. Hann vissi að öllu var lokið. Og hann undirbjó þetta, meðan hann barðist gegnum snjóinn. Hann vildi fá áheyrendur. Hann þarfnaðist alltaf áheyrenda. Og hann vildi deyja, þar sem hann sat við ritvélina með síg- arettu lafandi út úr munninum, þar sem hann var að vélrita nafn þitt undir fyrir- sögnina. Það var þetta atriði, sem hélt honum lifandi. Hann gat ekki þolað, að þetta tækifæri færi til spillis. Hann varð að vera viss um, að þú skrifaðir um Der- ek Engles, hinn fræga leikstjóra.” Hann sló hnefanum i lófa sinn. „Ef ég hefði ekki verið sofandi, hefði ég getað náð mynd af þessu atriði. Það hefði honum þótt vænt um.” Hann þagnaði, uppgef- inn efiir þessa óvenju löngu ræðu. Hann nuddaði á sér neðri vörina. Ég held, að hann hafi verið að gráti kominn. Því að þótt honum hefði ekki þótt vænt um Engles, hafði hann dáð hann sem leiks- tjóra. Ég fór að glugganum og leit út. Tungl- ið var horfið bak við fjallið, og það var orðið mjög dimmt. Himinninn var þakinn skýjum. „Við verðum að fara," sagði ég. „Það virðist ætla að fara að snjóa.” „Heldurðu, að þú hafir það af?” spurði hann. „Þú hefur ekki lifað neinu sældarlífi síðustu tvo dagana.” „Mér líður ágætlega,” sagði ég. Hann fór út og vakti húsvörðinn. Skíði okkar og fötin voru til þerris hjá arninum. Áður en við héldum af stað, læsti ég hurðinni að skrifstofu hótelstjór- ans og skipaði honum að hleypa engum inn. „Maðurinn, sem kom áðan, er dá- inn,” sagði ég honum á ítölsku. „Við komuni aftur eftir einn eða tvo tima og tölum þá við hótelstjórann.” Hann opnaði munninn og signdi sig. Við gengum út I snjóinn. Mér fannst mjög kalt að konia út úr hlýjunni. En sólin myndi brátt fara að koma upp. í austri skárust fjöllin upp i himininn, en þar sást örla fyrir Ijósglætu. Vindurinn næddi gegnum fötin. Við fundum strax slóð Engles. Hann hafði komið niður gamla slóð frá Faloria. Hér og hvar sáust blóðblettir i snjónum. Við gengum upp skógivaxna brekku. Einu sinni stönsuðum við, þar sem stór rauður blettur var í snjonum. Þama hafði Engles spúið blóði. Eftir það sást ekkert blóð. Skömmu síðar komum við að stað, þar sem hann hafði sest og hvilt sig og kastað þvagi. Þvagið var blóði blandað. Þetta hefur fullvissað hann um, að hann ætti ekki langt eftir. Skíðaförin lágu í hlykkjum í snjónum. Einu sinni fórum við framhjá öðrum skíðaförum. Þau voru eftir tvo skiða- menn, sem klifrað höfðu upp brekkuna. Þetta voru áreiðanlega förin eftir Engles og Keramikosá leiðinni til Faloria. Það var tekið að birta og hæðardrögin hjá Tondi di Faloria sáust bera við him- ininn. Enda þótt Engles væri góður skíðamaður, hafði hann farið varlega í brekkuna. Nokkru siðar sáum við ástæð- una. Hann hafði fallið, þegar hann hafði reynt að snarstansa, það sáum við á snjónum. Snjórinn hafði þyrlast upp þarna, og það voru rauðir blettir I snjón- um, eins og eftir blóðug föt. Þarna tók Joe fyrstu myndina. Eftir þetta varð hallinn meiri. Allt benti til þess, að Engles hefði ekki gert sér grein fyrir því, að hann var særður. Slóðin var mun greinilegri núna, því að snjórinn var harður og fastur í sér. Stundum þurftum við að ganga á hlið upp brekkuna. Við vorum nú komnir undirTondidi Faloria, þegar við kom- umst upp brekkuna. Fyrir framan okkur blasti við hrikalegt landslag. Engles hafði farið upp bratta brekku, en á eftir honum sáust för Keramikosar. 42. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.