Vikan


Vikan - 19.10.1978, Síða 33

Vikan - 19.10.1978, Síða 33
Þorsteinn sagði það líka staðfasta trú íslenskra aðila að íslensk húsgögn væru undantekningarlaust betri en útlend. Keypti fólk erlend húsgögn keypti það oft köttinn i sekknum og sæti svo uppi með ónýta vöru. En biluðu innlend húsgögu væri alltaf hægt að fá á þeim viðgerðir eða fá ný stykki. Verðið sem keypt er á hefur því ekki allt að segja. Á dögunum leit Vikan inn í nokkur fyrirtækjanna sem ætla að sýna á Húsgagnavikunni. Mikið var að gera enda síðasta stund undirbúningsins að renna upp. DS Þessi sófi er hluti af sófasetti frá Dúxhúsgögnum. Hægt verður að fá 2 og 3 sœta sófa með stól eða hvernig annað form sem menn vilja. Endanlegt verð var ekki komið er við heimsóttum Dúxhús- gögn en eigandinn sló á að það yrði líklega á milli 530 og 550 þúsund. Á settinu er plussáklæði og er á því alveg nýtt lag. Ekki verður veittur sýningarafsláttur. Þessi stóll er að því leyti sérstakur að hann er hærri en stólar almennt gerast. Er hann hafður þannig með aldrað fólk og aðra þá sem eiga erftt með að standa upp úr djúpum stólum í huga. Stóllinn er hluti af sófasetti sem Módel- húsgögn smíða. Menn geta haft sófana sem þeir kaupa með settinu hvort heldur tveggja eða tíu sœta, og allt þar á milli. Menn verða aðeins að ákveða það um leið og þeir panta. Á þessum stól er rósótt plussáklæði en einnig er hægt að fá einlitt áklæði. Þegar litið var inn í Módelhúsgögn var ekki búið að ákveða hvað svona sett ætti að kosta en vonandi verður það Ijóst á sýningunni. Menn fá staðgreiðsluafslátt þar eins og ef þeir versla í búðinni. 42. TBL. VIKAN33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.