Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 18

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 18
Ég sagði honurn, að eldurinn hefði ekki orðið neinum að meini og það yrði ékkert við eldinn ráðið. Síðan bað ég hann að lána mér simann. „Auðvitað, signore. Ég skal reyna að gera allt, sent í ntínu valdi stendur." Ég fór inn á skrif- stofu hans. Hann náði i tvo rafmagns ofna, lét þjón færa mér drykk, og innan stundar var mér færð heit máltíð. Þetta var hans stóra augnablik. Hann var að sýna gestunt sínum. hversu örlátur og góður hann var. Hann ætlaði mig alveg að æra með sífelldum spurningum um þaö. hvernig mér liði. Og allan tintann var ég með heyrnartólið í hendinni. Ég talaði við Bologna, Mestre og Milano. Einu sinni fékk ég Róm af misgáningi. En það var ekki hægt að ná i Trieste. Heldur ekki Udine. Joe kont másandi inn, þegar ég var að tala við Bologna i þriðja skiptið. Hann var rennblautur og lél fallast i hæginda stól. Hann var ennþá nteð litlu mynda- vclina unt hálsinn. Litli hótelstjórinn fékk nú nóg að gera. Það var þegar kontið nteð koniak. Hann var klæddur úr skiðafötunum og dúðaður i geysimik inn slopp með fjólubláum og rauðum röndunt. Það var náð i meiri mat. Og meðan á öllu þessu stóð. meðan ég beið eftir símanum. reyndi ég að gefa honunt nokkra hugmynd um það. sem hafði ver ið að gerast uppi i Col da Varda. Ég minntist ekki á gullið, en það gerði það að verkum, að saga mín varð harla ólrú- leg. En þegar spurningahrið hans var i fullum gangi, spurði Trieste skyndilega, hversvegna ég svaraði ekki. Ég bað um bækistöðvar hersins, og Musgrave majór svaraði í siniann. Hann ntuldraði eitthvað syfjulega i símann. En hann var ekkert nema áhuginn, þegar ég minntist á Engles og sagði honum, hvað hann vildi láta gera. „Ágætt," svaraði hann, og mér fannst hann vera í órafjarlægð. „Ég skal hringja á Udine og láta þá fara af stað undir eins. Skotliðastöðin hjá Cortina segið þér'? Ágætt. Segið Derek, að þeir ættu að vera komnir um niu- leytið, ef allt fer samkvæmt áætlun." Þessu var lokið á nokkrum minútum, og ég lagði frá mér tólið og andvarpaði. Litli hótelstjórinn var að þrotum kom- inn. Allir voru farnir í rúmið aftur. Ég leit út í anddyrið. Þar var allt hljótt. Húsvörðurinn svaf í einum stólnum við arininn. Stór klukka tifaði í sífellu við stigann. Klukkan var tíu minútur yfir fjögur. Ég fór aftur inn á skrifstofuna. Joe lá steinsofandi í hægindastólnum og hraut lágt. Ég dró gluggatjöldin frá og leit út. Tunglið var að hverfa bak við Monte Cristallo. Stjörnurnar voru skær- ari og hintinninn myrkur. Það sást að eins bregða fyrir bjarma efst hjá tog- brautinni. Það logaði enn i rústunum. Ég dró stól upp að einum rafmagnsofn- inum og lét fara vel um rnig, meðan ég beið eftir því, að Engles hringdi. Mér hlýtur að hafa runnið í brjóst, þvi að klukkan var um sex, þegar ég vaknaði við raddir i salnum. Þá var hurðinni hrundið upp, og Engles staulaðist inn. Ég man, að ég stökk á fætur. Ég hafði ekki búist við honum. Andlit hans var fölt og tekið. Föt hans voru öll rifin. Það voru blóðblettir á úlpunni hans og stór rauður blettur fyrir ofan nárann. „Náðirðu í Trieste?” spurði hann. Rödd hans var mjög veikluleg. „Já,” sagði ég. „Þeir konia að skot- liðastöðinni um niuleytið." Engles brosti biturt. „Það verður óþarfi." Hann lét sig falla ofan i leður- klæddan stól við skrifborðið. „Keramik- os er dauður,” bætti hann við. „Hvað kom fyrir?” spurði ég. Hann starði sljóum augunr á ritvélina, sem stóð á gljáfægðu mahogniborðinu. Hann fálmaði eftir hlifðarpokanum ofan á ritvélinni. Síðan dró hann ritvélina að sér og setti i hana blað. „Gefðu mér sigarettu," sagði hann. Ég stakk henni i hann og kveikti i henni. Hapn sagði ekki neitt. Hann sat bara þama með sigar- ettuna lafandi uppi i sér og starði á auðan pappirinn í ritvélinni. „Guð minn góður," sagði hann hægt. „Þvilik saga. Hún verður i minnum höfð. Hrollvekja. sem átti sér raunverulega stað. Það hefur aldrei verið gert áður — ekki svona.” Augu hans loguðu af ákafa. Hann lét fingurna fara yfir leturborðið og byrjaði að hamra á ritvélina. Joe vaknaði og stundi við, þegar hann heyrði i ritvélinni. Hann starði á Engles með galopinn munninn, eins og hann hefði séðdraug. Ég leit yfir öxlina á Engles. Hann skrifaði: SKÍÐASKÁLINN í ÖLPUNUM Sannsöguleg hrollvekja Fingur hans féllu máttlausir á stafa- borðið. Sigarettan féll úr munni hans ofan í kjöltu hans og brenndi þar gat á buxurnar. Hann gnisti tönnum. og svita- perlur brutust fram á enni hans. Hann lyfti höndunum af borðinu og bætti við annarri línu: eftir NEIL BLAIR Hann hætti og leit brosandi á það, sem hann hafði skrifað. Blóðfroða kom út um munnvik hans. Hendur hans féllu á stafaborðið og lyftu upp ótal óskrifuð- um stöfum. Hann valt um og féll á gólf- ið, áður en mér vannst tími til þess að grípa hann. Þegar ég lyfti honum upp. var hann dáinn. Ég fylltist bitru hatri á gullinu, þegar ég leit niður á lik Engles, sem lá saman- hnipraðá legustólnum. Hvers virði var gull? Þessir litlu klumpar, sem komu næstum því að engu gagni. Það var ekki hægt að nota gullið Skíðaskálinn í Ölpunum til neins nema myntfótar, vegna þess hve það var sjaldgæft. Samt virtist það hafa sinn eigin banvæna persónuleika. Það seiddi menn til sín eins og segull — en það. sem það seiddi að sér. var græðgi. Sagan um Midas hafði sýnt mönnurn fram á, hversu verðlaust það i rauninni var. Samt höfðu menn drepið hver annan, siðan sögur fóru af, til þess að öðlast þennan gula málm. Menn höfðu dáið unnvörpum i leit sinni að gullinu, til dæmis i Alaska og Klondyke. Og enn aðrir vildu stofna öllu sinu i hættu til þess að ná i þennan málm, sem þeir síðan geymdu í velluktum neðan- jarðargeymslum. Til þess að ná i þennan gullfarm haföi Slelben slátrað niu mönnum. Og þegar hann var dauður. höfðu menn flykkst að gullinu frá öllum krikum Evrópu og barist um það, þar til yfir lauk. Ég var sá eini, sem eftir lifði, sem vissi um gullið. Þetta hafði verið skuggalegur hópur, Stefan Valdini, glæpamaður og fúlmenni. Carla Rometta, svikakvendi og litlu betri en venjuleg götudrós, Gilb- ert Mayne, öðru nafni Stuart Ross, lið- hlaupi, glæpamaður og morðingi. Kera- mikos, nasisti. af grisku þjóðerni. Þau höfðu öll látið lífið vegna gullsins. Og nú — Derek Engles. Hann hafði einnig sína galla. En hann hafði verið fluggáfaður og einstakur per- sónuleiki. Hann hefði getað orðið einn af þeim stóru i kvikmyndaheiminum. En hið eina. sem eftir var»af honum núna, var liflaus líkami. samanhnipraður hægindastól i gistihúsi á ítaliu. Hann myndi aldrei stjórna mynd oftar. Hann hafði meira að segja falið mér það ábyrgðarmikla starf að skrifa um Col da Varda. Joe hallaði sér yfir líkið og reif fötin frá sárinu hjá náranum. „Það er ekki eins og sár eftir kúlu." sagði hann. þegar hann sá það. Ég leit yfir öxl hans. Það var fremur mar eða skeina heldur en holsár. Holdið virtist hafa verið rifið af. Og kringum sárið var holdið óhugnanlega marið og hruflað. Joe hristi höfuðið. „Þetta er eftir högg, og það hefur ekki verið neitt smá- högg." Hann rannsakaði likið. Annað sár sást ekki. Hann rétti úr sér og stundi. „Hann hlýtur að hafa vitað. að hann var að deyja, þegar Itann korn inn," sagði hann. „Enginn gæti verið svona illa særður án þess að vita, að öllu væri lokið. Hvar ætli þetta hafi komið fyrir? Hvert spor hlýtur að liafa verið mjög kvalafullt.” Hann gekk að glugganum og leit út. „Það er að þykkna upp. Neil.” sagði hann og lét gluggatjöldin falla. „Ef hann byrjar að snjóa aftur, þá hylur snjórinn för hans, og við fáuni aldrei að vita, hvað kom fyrir." 18VIKAN 42. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.