Vikan


Vikan - 19.10.1978, Side 48

Vikan - 19.10.1978, Side 48
antih ~A/nA\A/, V GLER J SÍMÍ 16820 SIGTUNI 1 REYKJAVIK mæli, Hún hafði boðið honum ást sina og hann hafði hafnað henni. Aldrei skyldi hann fá um hana að vita! Kalli beit á jaxlinn og gekk með tárin í augunum í áttina til hestanna. Kalli stóð fyrir utan rústirnar og hljóp i blindni að Gránu og Herkúlesi. „Heim, Grána mín. Við skulum fara heim.” Hún fór á bak, hvatti hestinn vingjarnlega og lét hryssuna ráða ferðinni yfir heiðina. Þokan faldi hættulegar gjár og gjótur undir lyngi og stargresi. Á leiðinni reyndi Kalli að gleyma þessum sára atburði, og hún var þvi fegin og þakklát, að hesturinn réði ferðinni. En rödd Tomma hljómaði án afláts i höfði hennar. „Ég elska þig, Kalli. Ég elska þig”. Svo hann elskaði hana. Samt hafði hann varpað hénni frá sér — hafnað fyrstu tilraun hennar til að sýna honum ástúð. Hún skildi þetta ekki. Stolt Tomma hafði komið í veg fyrir alla von um bætta sambúð þeirra. Hann hafði alltaf verið hrokafullur og stoltur. Hann var karlmaður og áleit því vist, að hann réði ferðinni. .Því hafði hann hörfað, þegar hún leitaði á og reyndi að sýna honum, hverjar tilfinningar hennar væru. Nú, ef Tommi vildi hafa það þannig, skyldi hann fá það. Stolt þekkti hún af eigin raun. Samningur, sagði hann. Þá héldi hún sér við samninginn. Hún ætlaði enn að giftast honum og Moorhill myndi njóta góðs af sameiningunni — þótt hún gerði þaðekki. Kalli hvatti hestinn sporum. Moorhill var á næstu grösum og hana greip und- arlegur léttir um leið og hún reið inn á hlaðið. Eva og Pétur voru að ljúka við að borða, þegar Kalli fór úr stígvélunum við eldhúsdyrnar og gekk inn. „Þér komið snemma — við áttum ekki von á yður fyrr en seint.” Eva ýtti stólum frá borðinu, en Kalla tókst að brosa. „Nei, þetta fór ekki eins og til var ætlast.” Hún gekk að eldinum. „Er einhver súpa eftir?” STULKAN KALU „Já, auðvitað, ungfrú Rowe. Á ég að sækja hana?" „Nei, það er í lagi, Eva, engar áhyggjur. Ég skal hita hana upp.” Hún hugsaði um matinn, sem hún hafði tekið til. Var Tommi að borða hann einn, um- vafinn mistrinu við Teignhead? Hafði hann áhyggjur af henni, óttaðist hann um hana? Leið honum jafnilla og var hann jafnörvæntingar- fullur og hún? Kalli leit á Pétur. „Þið megið fara snemma, ef þið viljið,” sagði hún og brosti dapurlega. „Farðu út með Evu eðaeitthvaðálika.” „Þakka yður fyrir, fröken,” sagði Pétur, brosti fyrst til hennar og svo til Evu. Þau fóru bæði út og Kalli heyrði þat tala saman, meðan Pétur fór I skóna. Skyndilega heyrðist hófatak úti á hlaði. Kalli fékk hjartslátt. Tommi var að koma heim. Eitt andartak gleymdi hún biturri ákvörðun sinni; hún þráði svo ofur heitt að hlaupa út og heilsa honum — faðma hann að sér, kyssa hann, segja honum að láta ekki eins og asni, hlæja að stolti hans, uns hann hefði kyngt þvi. En hennar eigið stolt hélt aftur af henni. 1 þess stað hélt hún áfram að borða og leit varla upp, þegar hann kom inn i eldhúsið. 'iilS' -'iUS' J'Á 0 Scructölitn mcb Ulíjatcint (ilcv or Inmpn. DUROANTIK VIÐARLÍKISBITAR UR POLIURETAN GífA OTRUIEGUSTU MOGUIEIKA VIO INNRETTINGU IBUDA EDA VINNUSTAÐA SVO AUÐVEIDIR I UPPSETNINGU AD OTRUIEGT ER PANTANIR OSKAST SOTTAR GJORIÐ SVO VEl AÐ IITA INN Greiðsluskilmálar Antilt il íl»l rr ''ÚJS' 'VAi BINNI & PINNI 48VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.