Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 54

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 54
PÓSTURDIN Skilja Færeyingar Hefur ekki íslensku? haft dúr Kæri Póstur! Þetta er í fyrsta sinn, sem ég ■ skrifa þér, en er búin aö kaupa Vikuna í eitt ár. Mig langar að spyrja þig, af hverju hún Helga heitir Helga, og hver skírði hana? Mig langar að skrifast á við einhverja krakka í Færeyjum, en kann ekkert í færeysku. Heldur þú að ég gæti skrifað á íslensku ogþau á færeysku, og við myndum skilja hvort annað? Hvað heitir eitthvert blað í Fœreyjum, sem ég get skrifað til, og get ég skrifað á íslensku? Jæja, hvað heldurðu að ég sé gömul og hvað lestu úr skriftinni? Anna Mér finnst mjög hæpið að þið munduð skilja hvort annað, og mun betra væri fyrir þig, ef þú gætir skrifað á dönsku. Helga heitir bara Helga, eins og þú heitir Anna, og ég er ekki alveg viss hver skírði hana. Hún bara hefur alltaf heitið Helga. Hér kemur eitt heimilisfang hjá blaði í Færeyjum, sem þú ættir að reyna að skrifa til: DIMMALÆTTING, THORSHAVN, FÆR0ERNE. Skriftin ber með sér að þú sért gífurlega vandvirk og hreinleg, og þú ert 14ára. Kæri Póstur. Ég hef aldrei skrifað þér áður og ég vona að þú gefir Helgu ruslapæju ekki bréfið. Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Ég-hef ekki haft dúr í þrjá mánuði, er það eðlilegt? 2. Hvað er happalitur, tala og dagur fyrir þá, sem eru fæddir 29.5? 3. Er ekki til spóla eða plata með Bay City Rollers? Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. fíæ bæ Ein spurul Eitthvað hefur þetta nú brenglast í meðförum hjá þér frk. Spurul. Hafir þú ekki haft dúr, þá er það i fyrsta lagi vitlaust til orða tekið, en mundi þýða, að þú hafir ekki sofið í þrjá mánuði. Það finnst Póstinum ótrúlegt, eða réttar sagt gjörsamlega útilokað. Þess vegna hefurðu sennilega ætlað að skrifa orðið „túr”, sem þýðir þá að þú hafír ekki haft blæðingar í þrjá mánuði. Á þínum aldri geta blæðingar oft verið óreglulegar, og ekki þarf að vera að neitt sé að, en þú ættir að ráðfæra þig við heimilislækninn þinn og fá hjá honum tilvísun á kvensjúkdómalækni. Happalitur þinn er blár, happadagur miðvikudagur og happatölur eru 2 og 5. Plötu eða spólu með Bay City Rollers ættirðu að fá í flestum hljómplötuverslunum. Pennavinir Haroid Slusher, 1517 Steadmantown, Frankfort, Ky, 40601, U.S.A. óskar eftir bréfaskriftum við islenska konu. sem gæti hugsað sér að búa i Banda- rikjunum. Hann er 39 ára. Mynd og símanúmer fylgi með fyrsta bréfi. Berglind Jónsdóttir, Nýbýlavegi 12 a, 200 Kópavogi óskar eftir pennavini á aldrinum 10-12 ára, helst stelpu. Áhuga- mál eru dýr, frimerki og margt annað. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Björk Leifsdóttir, Brunnum 7, Patreksfiröi óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára. Ersjálf 12ára. Rannveig Anna Jónsdóttir, Snærings- stöðum, Vatnsdal, 541 Blönduósi, A- Húnavatnssýslu óskar eftir bréfasam- bandi við stráka á aldrinum 14-17 ára. Áhugamál hennar eru músik, skemmt- anir, strákar og margt fleira. Arnfríður Pétursdóttir, Hjöllum 9, 450 Patreksfirði óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12-14 ára. Ersjálf 13ára. Guðrún Dögg Jóhannsdóttir, Hjöllum 11, 450 Patreksfirði óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12-14ára. Ersjálf 12ára. Sjöfn Sverrisdóttir, Miðtúni 13, Höfn, Hornafirði óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 13-14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Áhugamál eru margvísleg. Rudolf Benes, Revolucni 666, 27801 Kralupy, Ceskoslovensko óskar eftir að skrifast á við íslendinga. Hann er 18 ár og skrifar á þýsku, ítölsku, spænsku og rússnesku. Bob Solymossy, Box 85, Tortola, British Virgin Islands 32 ára banda- riskur flugmaður, óskar eftir að skrifast á við íslenskt kvenfólk á aldrinum 18-28 ára, sem hefur gaman af siglingum, „sjávaríþróttum" og fallegum ströndum. Möguleiki á giftingu. Mynd óskast send með fyrsta bréfi. Áttu ekki einhver „farðu til fjand- ans" eða „óg vidi að þú vœrir dauður" kort? Salem MAOUA; 3, Imp. D.El Bouogi, 5 rue Habib Thamour, M’SAKEN, Republic of Tunisia óskar eftir penna- vinum á íslandi, sem hefðu áhuga á að skiptast á póstkortum o.fl. Hann hefur mikinn áhuga á sögu landsins. Hann er 27 ára og talar arabísku, ensku. frönsku og svolítið í spænsku. Javier M. Valli, 72 y 120N° 4, 1900 La Plata, Argentina óskar eftir að eignast íslenska pennavini á aldrinum 18-25 ára. Guðbjörg Ágústsdóttir, Klapparstíg 13, Reykjavík óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 16-30 ára. Mynd óskast, ef hægt er. Svarar öllum bréfum. Liliana Dewi, P.O. Box 924, Jakarta Barat, Indonesia óskar eftir penna- vinum, 20 ára og eldri. Hún er 24 ára og áhugamál hennar eru póstkorta- og frímerkjasöfnun, sund, tónlist og ferða- lög. Hún skrifar á ensku. Louise Koevoets, Dorpsstraat 48, 4661 HP Halsteren, Holland 15 ára stúlka, sem óskar eftir að skrifast á við pilta á sama aldri. helst skáta. Hún skrifar á ensku. Hæ, allir strákar, sem eru 15-18 ár. Við erum tvær ofsa fjörugar og okkur vantar pennavini fyrir utan Reykjavík. Höfum áhuga á flest öllu. Mynd fylgi ef mögu- legt er. Anna Hlíf Gísladóttir, Látra- strönd 14, 170 Seltjamarnesi (15 ára) og Anna Sigga Alfreðsdóttir, Völlum, Nes- vegi, 170 Seltjarnarnesi (15 ára). Margrét Jóhannesdóttir, Viðimel 19, 107 Reykjavík og Rannveig Sigur- geirsdóttir, Birkimel 10, 107 Reykjavík óska eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 14-16 ára. Eru sjálfar 14 ára. Áhugamál margvisleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Margrét Eysteinsdóttir, Fiskhól 7, Höfn, Hornafirði óskar eftir penna- vinum á aldrinum 12-14 ára. Sólveig Eysteinsdóttir, Fiskhól 7, 780 Höfn, Hornafirði óskar eftir að skrifast á við stráka eða stelpur á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál eru handbolti, hesta- mennska, skemmtanir og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. 54VIKAN 42. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.