Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 46

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 46
FRAMHALDSSAGA EFTIR CHRISTINA GREEN STÚLKAN KALLI Innra með henni sagði gamli óvinurinn — stoltið — til sín í sívaxandi mæli. Hún hafði boðið honum ást sína, og hann hafði hafnað henni. Aldrei skyldi hann fá um hana að vita! Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir „Við skulum skreppa til Teignhead á morgun,” sagði Tommi upp úr þurru. Kalli starði á hann. Hún leit ekki lengur á hann sem ókunnan mann, heldur sem þann Tomma, sem hún hafði alist upp með. Nú rifjuðu þau upp sameiginlega endurminningu, dreymdi sama drauminn og um leið virtist hið viðkvæma samband þeirra taka á sig styrkara mót. Hún vaknaði við það, að sólin skein inn um gluggann hennar næsta morgun. Það var yndislegt veður. Tommi leit á hana og brosti smitandi brosi. „Langar þig enn upp að Teignhead? Veðurspáin er ekki sem best, en ég held að það rætist úr þessu. Mér finnst að við ættum að fara sem fyrst af stað og hafa með okkur bita.” Hann leit á hana og það var nýr svipur á andliti hans — blendingur hlýju og virðingar, sem hún hafði aldrei séð áður. Hún brosti ósjáifrátt á móti. „Já, auðvitað. Ég verð búin um hádegi, ef ég flýti mér.” Það var erfitt að Ijúka mjöltunum, ganga frá mjólkinni og ganga úr skugga um, að allt væri eins og best var á kosið. Það yrði líka nóg að gera um kvöldið, ef hún ætlaði að vera úti allan daginn, Teignhead laðaði hana og seiddi. Skömmu eftir hádegi kom Tommi með Herkúles og Gránu að eldhús- dyrunum. Kalli hafði farið í gamlar reiðbuxur og rétti honum lúna hnakktösku um leið og hún tók við taumunum á Gránu. Hún strauk yfir flauelsmjúka snoppu hestsins og klappaði hryssunni, áður en hún fórá bak. Tommi brosti til hennar. „Allt I lagi, stúlka mín? ístöðin mátuleg?” Hann aðgætti festingarnar. „Komum okkur þá af stað.” Hófatakið á veginum vakti Ijúfar minningar í brjósti Kalla. Hún veifaði I kveðjuskyni til Evu, sem stóð I gættinni með Hnoðra í fanginu, og reið á eftir Tomma út úr húsagarðinum, út um hlið aldingarðsins og i átt til heiðarinnar i fjarlægð. Fagnaðarhrollur fór um Kalla. Herkúles leiddi förina. Hún elti hamingjusöm og vandist fljótlega tölti Gránu og minntist fomra ánægjustunda á hestbaki. Þegar hún leit i kringum sig kannaðist hún hvarvetna við sig. Háir hamrar, sem báru keltnesk nöfn, og þegar hestarnir komust efst upp á hæðina tók við norð- urheiðin, viðlend og fögur. Tommi nam staðar til að ieyfa hestunum að kasta mæðinni. Þau nutu útsýnisins i fimm minútur og rifjuðu upp endurminningarnar þögul i viður- vist þessarar fegurðar og unaðssemdar. „Hvað finnst þér?” Tommi ýtti hattinum aftur á hnakka og brosti. „Hvemig líður?” Kalli gretti sig. „Ég er stirð. Það eru niörg ár síðan ég hef komið á hestbak.” Hún hallaði sér fram og klappaði á hálsinn á Gránu. „Þetta er yndisleg hryssa, Tommi. Ég held, að það komi góð folöld undan henni..." „Við fáum gott kyn undan þeim Herkúlesi,” sagði Tommi, hikaði ögn og bætti svo blíðlega við: „Skemmt- irðu þér vel, Kalli?” Hún gat ekki litið í spyrjandi augu Tomma og greip til þess ráðs að spretta úr spori. „Komdu nú,” kallaði hún um öxl. „Við eigum langan veg ófarin, og timinn líður.” Nú fylgdi Tommi á eftir henni niður í dalinn og upp aftur til purpurarauðra lyngvaxinna hæðanna. Þetta var pilagrímsför þeirra til Teignhead og Kalli naut hverrar mín- útu. Skyndilega voru þau komin þangað — Stórkostlegt úrval ELDHÚS — BAÐ — FATASKÁPAR PARKETÁGÓLFIN, HEIMILISTÆKI Innréttingaval hf. Sími 84660 Sundaborg 14, Reykjavík 46VIKAN 42. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.