Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 6

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 6
Það er löngu ljóst orðið, að manninum er mögulegt að skynja miklu fleira en hann fær vitneskju um gegnum hin venjulegu fimm skilningarvit sín. Þótt flest okkar verði að vísu að láta sér þau nægja, þá fer ekki milli mála að til er og hefur verið fólk, sem skynjar hluti, sem útilokað er að rekja til áhrifa hinna venjulegu skilningarvita. Þetta fólk getur til dæmis séð eða skynjað með einhverjum hætti það, sem er að gerast í órafjarlægð, getur lesið hugsanir annarra, getur í vissu ástandi talað tungu- mál, sem það hefur aldrei lært. Stundum heldur það því fram að það hafi lifað áður og getur lýst í einstökum atriðum, stöðum, ættingjum og atburðum sem gerðust áður en það fæddist. Sumir geta með því einu að handleika hlut sagt ýmislegt um þann, sem hefur átt hann: lýst honum sjálfum og ýmsum atvikum úr lífi hans o.s.frv. Og þó er sá hæfileikinn einna furðulegastur og óskiljanlegastur, sem liggur í því, að geta séð fram í tímann, séð það sem framtíðin ber í skauti sínu. Þetta heitir framskyggnis- gáfa á íslensku og er miklu algengari en ætla mætti. Til dæmis kemur það fram hjá mörgum sem berdreymi. Fólk gætt slíkum hæfileikum köllum við sálrænt. Þessi hæfileiki er ákaflega misjafn hjá fólki, virðist meðfæddur hjá sumum og virðist þá oftast ættgengur. Síðastliðinn vetur flutti ég fimm erindi í útvarp þar sem ég sýndi hvernig slíkir hæfileikar koma fram í íslendingasögum okkar. En ég er þeirrar skoðunar, að allir hafi sálræna hæfileika að einhverju marki og þá sé hægt að þjálfa á vísindalegan hátt, ef rétt er að farið. í þessum þáttum mínum hér í Vikunni ætla ég að sýna ykkur hvernig þessir undar- legu eðlisþættir eru sífellt að koma fram hjá fólki um víða veröld og koma að gagni þegar allt annað þrýtur. Sálrænt fólk finnur þá sem týndir eru, menn og muni, leysir jafnvel stundum glæpamál, sem lögreglan hefur gefist uppá að leysa. Frásagnir af slíkum sönnum viðburðum eru oft svo spennandi, að það er miklu líkara skáldskap en raunveruleikanum. En áður en lengra er haldið ætla ég að rabba örlítið við ykkur um spádómsgáfuna eða framtíðarskyggni. Þessi undarlegi hæfi- leiki kemur víða við í sögu mannkynsins. Við könnumst við hana úr Biblíunni. Við munum eftir véfréttum Forn-Grikkja. í útvarpserindi minntist ég einu sinni á Nostradamus, franska sjáandann, sem á sextándu öld skrifaði spádóma í bundnu máli, sem ná frá 1555 til ársins 3797 og ýmsir telja að hafi ræst með ólíkindum: Þar var til dæmis spáð fyrir Napoleon Bonaparte og Adolf Hitler, svo eitthvað sé nefnt. í hinni fornu Babýlon lásu prestar spár úr innyflum dýra. Ýmiss konar aðrir hlutir hafa siðan verið notaðir til slíks og er þeirra kunnust kristalskúlan, sem sennilega á rætur sínar að rekja til spámanna forn- aldar, en þeir sáu fram í tímann meðal annars með því að horfa á spegilslétt vatns- yfirborð eða með því að hlusta á fossnið. Þá könnumst við mætavel við spá í spil eða telauf, og hér á íslandi kaffibolla. Allt fer þetta eftir þjóðfélagi, lífsháttum og venju á hverjum stað. Og sennilega skiptir aðferðin engu aðalmáli, því hún er einungis tæki fyrir hina sálrænu persónu til þess að beina huga sínum innávið í vitundardjúpið, þar sem ótrúlegustu þekkingu er að finna. Þótt ýmsir telji spádóma hégiljur einar og hjátrú þá verður ekki gengið framhjá þeirri sannreynd, að ýmislegt fólk hefur sannað það ótvírætt, að það býr yfir þessum dularfulla eiginleika, hvort sem mönnum likar það betur eða verr. í þessum fyrsta þætti minum ætla ég að segja ykkur sanna sögu og einkennilega um það, hvernig kona nokkur sá í tebolla glæpaverk áður en það gerðist. „Walter, kærirðu þig um að ég segi þér hvað ég sé í tebollanum þinum?” Lögreglumaðurinn brosti til konunnar. Hann hafði góðlátlega fyrirlitningu á sliku, að spá í bolla, sambandi við anda eða hvers konar hjátrúarhégóma. Skoðun hans var, að fólk sem byði slíka þjónustu væri ekkert annað en svindlarar. En konan sem hann var að tala við varð varla flokkuð í þann hóp. Hún var náin vinkona eiginkonu hans. Indælismanneskja, kát og skemmtileg. Hvers manns hugljúfi. Hún var gift, Myrtle Hoffman að nafni. Þetta kvöld þann 4. maí, 1928 hafði lögreglu- maðurinn litið inn til hennar í Barlborough- breiðgötu í San Diego á leið sinni frá aðal- lögreglustöðinni. Hann var að sækja konuna sína, sem var í heimsókn hjá frú Hoffman. Og frúin hafði boðið honum bolla af tei. Þegar hún spurði hann í gamni, hvort hún ætti að lesa í bollann hans, svaraði hann hlæjandi: „Vissulega, gerðu svo vel. En gættu þín nú Myrtle, ég kynni að handtaka þig. Viltu eiga það á hættu?” Hún hló: „Alltaf ertu eins. Ég veit svo sem hvað þú ert vantrúaður á allt svona lagað, Walter. En við skulum samt gera þetta, bara til gamans.” Hann lauk teinu og rétti henni svo bollann. „Nei,”, sagði hún. „Leggðu bollann fyrst á hliðina á undirskálina. Svona já. Og réttu mér hann nú.” Walter J. Macy var búinn að vera í sextán ár í lögreglunni og því vanur að lesa svipbrigði fólks. En honum leist ekki á blikuna, þegar honum varð litið framan i Myrtle. Hún var augsýnilega mjög óttaslegin. Hún stóð á öndinni, náfölnaði og greip svo fast í borðbrúnina að hnúar hennar hvítnuðu. Hún leit upp og sagði: „Ég sé dauða í þessum telaufum. Ég á mjög erfitt með að trúa þessu, þó ég hafi gert þetta í mörg ár. Hér eru tvö dauðsföll.” Hún hreyfði bollann ofurlitið til. „Maður — óbreyttur borgari er skotinn mörgum skotum, hverju á fætur öðru. Annar maður — kaupsýslu- maður, er líka dáinn, og maður í einkennis- búningi — hann er í svörtum stígvélum — er mjög illa særður. Bíddu við! Þetta gerist á sunnudagskvöldið kemur, Walter, en ég get ekki sagt þér hvar.” Kona lögreglumannsins hrópaði upp: „Guð minn góður! Er það .. ?” „Nei, Maude, það er ekki Walter. Takið þið nú eftir. Þetta er það sem ég sé.” Og það sem hún sagðist sjá var einna líkast því, þegar gaumgæfin manneskja er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.