Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 41

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 41
LJÓSIN VERÐA AÐ VERA í SAMRÆMI VIÐ ALLT ANNAÐ - notagildið má ekki heldur gleymast Þegar við vöknum á morgnana grúfir myrkrið yfir okkur eins og veggur og við fyllumst þunglyndi. Þegar kvölda tekur og myrkrið kemur aftur siglandi kemur þunglyndið með því. Við kveikjum ljósin í stofunum okkar en einhvern veginn eru þau ekki þannig að þau létti okkur í sinni. Hvað er til ráða? Skammdegið er langt og ekki eiga allir þess kost að flýja út í sólina. Væri ekki ráð að athuga hvort ekki sé hægt að haga lýsingunni betur. Ljós sem gefa stofunni notalegan blæ Lampar eru mikið í tísku núna og hafa tekið við af hinum klassísku ljósakrónum í stofu- loftum. Enda gefa margir litlir lampar mun skemmtilegri birtu en ein ljósakróna í miðju lofti. En lamparnir mega ekki vera í ósamræmi við það sem fyrir er í stofunni. Innréttingin og málningin kemur oftast fyrst og svo ljósin. Og ljósin verða bæði að vera falleg og gera eitthvert gagn. Stofan er orðin helsti samkomustaður fjölskyldunnar jafnt hversdagslega og um helgar. Menn dútla við ýmislegt eða spjalla saman. Sumir lesa og þurfa mikið ljós, aðrir vilja spjalla saman í hálfrökkrinu. Enn aðrir horfa á sjónvarpið og vilja allra síst ljós í augun. Helsta ráðið til þess að sameina aliar þessar kröfur er að hafa ljósin nógu mörg en nógu lítil hvert. Gott er að hafa eitt sterkt ljós yfir hægindastóln- um til þess að lesa við. Ljós sem eiga hins vegar að þjóna þeim tilgangi að mönnum líði vel við þau eiga að vera mild og hæð þeirra á að vera sem minnst. Hafið ljósin aldrei hærri en þið eruð sjálf og helst töluvert lægri. Reyndar má segja að reglan, því lægri sem ljósin eru því betra, sé algild. Lampar eiga að vera stöðugir og þungir í fótinn þannig að ekki sé hætta á því að við veltum þeim um koll. Lamparnir eiga að falla sem best inn í umhverfið. Munið að dökkir fletir þurfa meira ljós en ljósir. Skermurinn hefur líka mikið Ljóskastara svipaða þessum ar mjöfl sniðugt að setja fyrir ofan rúm. Þessir aru að þvi leyti sórstakir að kúlan sem peran er f er ekki föst við standinn en segull haldur henni fastri. Kúlunni er þvi hœgt að snúa i hvaða ótt sem er. Rauði kastarinn ó myndinni kostar 3.780 en só guli er dýrari vegna þess að grind er framan við peruna og kostar hann 5.900. Kastaramir fóst bóðir f Lampanum ð Laugavegi. að segja. Ef hann er of gagnsær vill ljósið særa augun og ef hann er ekki nógu gagnsær er lítið gagn í ljósinu. Liturinn á skerm- inum hefur líka sín áhrif. Ef hann er hlýlegur er ljósgeislinn það einnig en ef liturinn er kuldalegur vill birtan verða hálf draugaleg. Til þess að meta hvað þú þurfir af ljósum skaltu ganga inn i þína eigin stofu og reyna að horfa á hana eins og ókunnur maður. Hver hluti stofunnar hefur sitt séreinkenni og þarf sitt sérstaka ljós. Við sófasettið fer vel að hafa borðlampa og stand- lampa. Best er að hafa stand- lampann við hægindastólinn því þá þjónar hann einnig sem les- ljós. Hengilampar sem eru yfir sófaborðinu eru einnig sniðugir. Hafið það bara i huga að vond ljós geta eyðilegt þá fögru heildarmynd sem þið eruð búin að skapa ykkur með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.