Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 27

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 27
grimubúningum og biðu i laufstrókun- uni. „Ég gleymdi nærri þvi. Til hamingju meðafmælið.” En Rynn þakkaði manninum ckki fyrir. Hún horfði á hann ótrúlega hatursfullu augnaráði. Hallet flissaði og flýtti sér út. „Til hamingju með daginn," beljaði hann, en vindurinn þeytti rödd hans út i myrkrið. Stúlkan lokaði hurðinni og læsti. Ill.kafli, Föstudagurinn hefði getað verið vor- dagur. Undir heiðum himni var loftið undurmjúkt.Seinna umdaginn varaftur komið haust. Í loftinu varsnarpur ilmur af brennandi viði. Litli bóndabærinn sem faldi sig bak við trjágreinarnar var baðaður rafgulri birtu. og skuggarnir. sem aðeins eru svona langir þegar árið er að deyja. teygðu sig yl'ir dauð laufin. Bentlcy. árgerð 1966. risavaxinn og gljáandi og svo djúprauður að þorpsbú- arnir kölluðu hann lifrarlitan. rann niður trjágöngin gegnum reykjarslæð una, hægði á sér og stansaði fyrir framan húsið. í þögn, sem aðeins var rofin af belju- bauli, opnuðust bildyrnar og út steig kona. sem var eldri en hún virtist i fjar- lægð. Þegar sólin glampaði á hár hcnnar var það gulllitað. en gullið hafði á sér harðan og óeðlilegan blæ. Hún skellti þungri hurðinni. læsti bilnum og vafði að sér brúnni twcedkápunni. Hendur hcnnar. jafnvel i skærri birtunni. voru jafn óntarkaðat og rósbleikar og hendur ntannsins. sem hafði koniið til hússins á allra sálna messu. Þessi rósleita mýkt, sú sama og hjá Frank Hallet, hélt andliti hennar sléttu að undanteknum tveimur djúpum fellingum, sem lágu niður frá ncl'inu cins og máluð Hindutákn. Hörð. blá augun glömpuðu eins og tveir slíp- aðir steinar i bleiku. sléttu andliti. Konan setti tágakörfu á handlegginn og rigsaði að húsinu. Brúnir rúskinns- skór hennar möluðu akörnin og dreifðu þurrunt laufunum. I lauflausum trjágrcinum fyrir ofan hana tók fugl sig á loft. Á akri langt i burtu baulaði kýr. Enn lengra i burtu buldi hafið á ströndinni. Konan hægði ganginn til að hlusta, þcgar hún var komin hálfa leið. Gluggar og dyr hússins stóðu opin eins og til að anda að sér haustloftinu. Einkennileg hljóð fengu hana til að stansa alveg. Hún heyrði raddir tóna orðogsetningar. en hvernig sem hún lagði við hlustirnar gat hún ekki greint orðaskil né ímyndað sér, hvaða tungumál þetta gat verið. í stað þess að ganga að dyrunum þræddi konan i gegnum visin laufin aftur fyrir húsið að litlum. óhirtum garði. Þar stóð grasið hátt. Krysant- emurnar lifðu enn, gular og rauðar. En zinniur og dalíur. svartar og rotn- andi. hengdu höfuðin á stökkum stilk- unt. Á vinviðnum fann konan visnaða þyrpingu af rúsinum. þöktum myglu. Frjóvgað eplatré. krossfest upp við hús- Litla stúlkan við endann á trjágöngunum vegginn. bar fáein gul epli. en þau voru annaðhvort örótt af ormagötum eða brúnrotin. „Þau hefðu nú getað látið úða." sagði hún við sjálfa sig. Aðeins kvcðurnar undir gleiðum. föllnum runna. voru þéttar.grænarog gylltar. Hún beygði sig og sleit al' fallcgasta ávöxtinn. Á auga- bragði hafði hún fyllt körfuna. Hún gckk gcgnum þurrt grasið til að athuga klæðninguna á húsinu. Eitthvað af viðnum. silfurgrátt af elli. var sprung- ið og l'úið. Á einum glugganum hékk hleri, skakkur á ryðgaðri löm. Konan festi sér i ntinni að hringja i xiðgcrðar manninn i þorpinu. en á næsta augna- hliki ákvað leigudrottnarinn i eðli hcnn ar og húsið gæti beðið vors. Við opinn gluggann voru raddirnar hærri, skýrari og jafnvel enn óskiljan- legri. „Haoo-KHAL luh-tal-PAYN mec POH?" Önnur rödd. mun hljóðlátari. cndur- tók: „Ha-oo-KHAL luh tal PAYN mec POH." Konan gægðist inn unt gluggann. Sér til furðu hafði hún akirei séð litlu stof- una og eldhúsið svona hreint. Fægð hús- gögnin og cikargólfið skinu. tinkerta stjakarnir á borðinu glöntpuðu i sólar- gcislunum. „Ha-too-KHAL luh-tal-PAYN a-voo- REE?" Konunni varð Ijóst að önnur rtiddin var svo hljómmikil að hún gat eingöngu komið af hljómplötu gcgnuni magnara. En hin? „Ha-too KHAL luh-tal-PAYN a voo REE." Svarið kom úr dimrnu horninu við ar- ininn. Af því hún gat ekki séð inn i hornið gekk konan aftur frant fyrir hús- ið að gluggunum þar. Þaðan sá hún litlu stúlkuna. scnt hafði setið og strokið hvitri rottu mcðan hún bar l'ram orðin. stökkva á l'ætur. láta dýrið inn i virncts- búrið og hlaupa að plötuspilaranum. „A-va KAYSH sce KHAII muh ko MEET. mees PAHR ", Þegar platan var tekin af varð svo hljótt, að hún gat heyrt krákurnar garga i haustsólinni. Rvnn hljóp bcrfætt til dyranna. en konan nteð körfuna tróð sér l'ram hjá Itenni svo gróf twecdkápan straukst við stúlkuna þcgar hún gekk inn i húsið. Hún lyfti upp körlunni. „Kveður. Þær ntinna migalltafá litil epli." Hún leit i kringum sig að stað til að setja körfuna frá sér og valdi borðið i stofunni. „Hvernig gengur ykkur tveimur hérna?” spurði hún og lagfærði hárið, sem engrar lagfæringar þurfti við. Hár, sem brakaði af hárlakki. „Er allt i lagi?” „Vcl." sagði Rynn og reyndi að muna RÁÐ nr. 1: Komdu þá við í Litaveri.Það hefur ávallt borgað sig. RÁÐ nr. 2: Hringdu í Litaver og fáðu sent í póstkröfu. ÁBENDING AÐ ÞESSU SINNI: MIKIÐ ÚRVAL AF HINUM VIÐURKENNDU DONAGHADEE GÓLFTEPPUM Hefurðu athugað verðið? LITAVER Grensásvegi 18 Hreyfilshúsinu Sími 82444 44. tbl. Vlkan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.