Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 10
NAUÐGUN
1. Sá árásargjarni. Honum nægir ekki
nauðgun ein, hann eykur brot sitt með
misþyrmingu og stelur oft einnig af
fórnarlambi sínu.
2. Maður án nokkurrar sérstakrar
siðferðiskenndar, sá sem að jafnaði
tekur lítið mið af boðum og bönnum
þjóðfélagsins, sjálfhverfur og sjálfs-
elskur. Hann lítur á konuna eingöngu
sem kyntæki og sýnir henni því engan
sérlegan fjandskap við verknaðinn.
3. Sá sem er undir áhrifum vímugjafa og
missir vald á siðferðilegri viðmiðun
sinni. Verknaður hans er breytilegur,,
allt frá fálmkenndum yfirgangi í það
að vera meiriháttar líkamsárás.
4. Sá er oft hefir lifað óaðfinnanlegu lífi,
en missir skyndilega stjórn á sér án
þess að sérstök ástæða finnist. Hjá
honum er stundum grunnt á geðveiki.
5. Maður með tvöfalt siðgæðismat,
persónuleiki og tilfinningar hans valda
því, að hann skiptir konum í tvo hópa,
„góðar hreinar” og „slæmar lauslátar”,
sem að hans mati eiga ekkert gott
skilið.
6. Fávitar.
7. Þeir sem eru óvefengjanlega geðveik-
ir, er þeir fremja verknaðinn.
Sérstakt fyrirbrigði nauðgana er svo-
kallaðar hópnauðganir, er eiga sér helst
stað á stríðstímum eða af völdum óaldar-
flokka. Slíkir atburðir hafa ekki aðeins
voveifleg sálræn áhrif á fórnarlömbin,
heldur eru einnig mörg dæmi um innri
líkamlega áverka af völdum þeirra. Svo
virðist sem fórnarlömb nauðgara komi ekki
mjög oft til geðmeðferðar, og veldur þar
sjálfsagt mjög margt um, s.s. eðli brotsins
og viðkvæmni konunnar fyrir því, en
einnig form þjónustunnar. Óvíst er, hve
margar þessara kvenna eiga síðar við kyn-
ferðisleg vandamál að stríða, að líkindum
eru þær færri en ætla mætti. Eftir minni
reynslu er þessu öðruvísi farið hvað snertir
ungar stúlkur, er beittar hafa verið þving-
unum af karlmönnum innan sinnar eigin
fjölskyldu. Þær virðast oft á fullorðins
árum eiga við að stríða bæði kynferðisleg
og persónuleg vandamál, er leiða til geð-
meðferðar. Þess ber þó að geta, að á
heimilum þeirra eru oft fyrir hendi ýmsir
truflandi uppvaxtarþættir, sem þekktir
eru af því að stuðla að óeðlilegri persónu-
leikaþróun.
Margir telja, að nauðgarar séu síbrota-
menn, en það er ekki rétt. Venjulega kemur
þetta aðeins fyrir þá einu sinni á ævinni.
Víst eru til háskalegar undantekningar, en
hitt er algengast.
Það hefur verið sagt um nauðgun, að
hún sé auðveldust allra glæpa til ákæru, en
erfiðust að sanna. Hún er í raun afleiðing
árásarhvatar og kynhvatar, er saman
blandast, og virðist svo sem á síðustu árum
hafi nauðgunum hlutfallslega fækkað. Það
er hugsanlegt, að ríkjandi frjálsræði í ásta-
málum valdi hér einhverju um, en einnig
vel mögulegt, að sama frjálsræði geri
fórnarlömbunum erfiðara fyrir að bera
fram kæru og sækja sitt mál.
J.Þ.
Sönn frásögn ungr<
SÍÐDEC
PARÍS
Ég ætla að reyna að lýsa atburði, sem
gerðist i París og leiddi til nauðgunar.
Það eru ekki nema fimm ár síðan, og þá
var ég 17 ára. Það leið langur tími, þar til ég
gat nokkurn veginn farið að átta mig á
hlutunum og hugsa skynsamlega um þá.
Fyrst á eftir þjáðist ég af nokkurs konar
ofsóknarbrjálæði. Ég einangraði mig frá
öllu félagslífi, ég var hræðilega hrædd og
einmana. Seinna skildi ég, að þetta voru
bara eðlileg viðbrögð. Á þeim tíma, sem
síðan er liðinn, hef ég lesið alls kyns
kenningar og skýringar á nauðgun. Það
hefur auðvitað hjálpað mér til að skilja
það, sem gerðist, og „sætta mig við það”.
En þetta er í fyrsta skipti, sem mér hefur
tekist að skrifa niður allt, sem gerðist, án
þess að gripa til ópersónulegra skilgrein-
inga. Auðvitað kom það mér til að endur-
lifa atburðinn með öllum þeim ótta, sem
honum fylgdi. En það var einmitt nauðsyn-
legt, það losaði mig tilfinningalega úr
viðjum. þetta ásækir mig ekki lengur.
Ég hef talað við margar stúlkur, sem
hafa sjálfar orðið fyrir nauðgun, og það
hefur styrkt mig í þeirri trú, að það sé afar
mikilvægt að birta slíka persónulega
reynslu.
Ég hafði verið á mánaðarferð um
Evrópu og ætlaði mér að eyða einu síðdegi
- ÚR HÆSTARÉTTARDÓMUM - ÚR HÆSTARÉTTARDÓMUM - ÚR HÆSTARÉTTARDÓMUM - ÚR HÆSTARÉTTARDÓÍ
1.
Siðla kvölds í júní . . . var stúlku
þröngvað til holdlegs samræðis með lík-
amlegu ofbeldi, eftir að árásarmaðurinn
hafði ekið henni nauðugri út fyrir bæinn.
Stúlkan hafði beðið ákærða, sem hún
kannaðist við frá fyrri tíð, um að kevra
sig i ákveðið hús, en hann ók þess í stað
út úr þorpinu á afvikinn stað, þrátt fyrir
ítrekaðar óskir stúlkunnar um að hann
sneri við. Þegar henni fór að hætta að lít-
ast á blikuna, fleygði hún sér út úr bif-
reiðinni á ferð, án þess þó að hana sak-
aði. Hún neitaði aö fara i bifreiðina aftur
og lagði af stað í átt til þorpsins, fótgang-
andi. Fór þó svo að lokum, að hún fékkst
til að koma aftur i bifreiðina, en með því
skilyrði, að hann æki gætilcga heim á
leið.
Þess í stað sneri hann við og ók enn
lengra frá þorpinu, yfir móa og veg-
leysur. Stúlkan varð miður sín af ótta og
fór að gráta, stöðvaði hann þá bifreiðina
og skipaði henni að koma með sér.
Þegar hún neitaði, lagði hann hendur á
hana, dró hana með sér og hafði við hana
samfarir, að henni nauðugri. Síðan skip-
aði hann henni að fara inn í bifreiðina og
ók heim.
Ákærði var yfirheyrður sama dag, og
viðkenndi hann að hafa, að beiðni
stúlkunnar, tekið hana upp í bifreið sína,
en sagðist ekkert hafa aðhafst, nema
það, sem hún hafði gefið samþykki fyrir.
Fór þó svo að lokum, að hann játaði sekt
sína. Var honum skylt að greiða allan
kostnað sakarinnar og stúlkunni bóta-
fjárhæð. Hann átti síðan að sæta fangelsi
í citt ár, en eftir öllum atvikum þótti rétt
að ákveða, aö frcsta skyldi fullnustu refs-
ingarinnar og að hún skyldi niður falla
að fimm árum liðnum frá uppsögu dóms-
ins.
2.
Ungri konu var nauðgað í september
19 .. í húsi, þar sem bæði hún og ákærði
voru gestkomandi. Hafði hún fyrr um
kvöldið verið að leita að ákveönu húsi, en
ekki fundið það, og kom þá ákærði henni
til hjálpar. Kannaöist hún við svip hans,
og kom i Ijós, að hún hafði þekkt bróður
hans. Fór síðan svo, að hann varð sam-
ferða henni heim til að heilsa upp á eigin-
mann hennar.
Dvaldist hann þar fram eftir kvöldi og
drakk nokkuö af áfengi, en þáði hvorki
kaffi né kvöldverð. Varð það síðan að
samkomulagi og í samráði viö eigin-
manninn, að hún færi með honum á ball.
Meðan þau dvöldust þar, sá hún lítið af
honum, en eftir ballið bauð hann henni
að kynna hana fyrir föður sínum og
systur. Ekki tók hún eftir því, hvert þau
fóru, en þegar á áfangastað var komið,
reyndist enginn vera heima, og fór hana
þá að gruna, aö ekki væri allt með felldu.
Gcrðist nú allt í einni svipan og án þess
að hún fengi rönd við reist. Þegar hann
loksins hætti, sagði hann henni að flýta
sér á brott, þvi að einhvern væri að
koma. Hún mætti tveimur mönnum á
leið inn í húsið, náði í leigubíl og hélt til
lögreglustöðvarínnar.
Við dómsrannsókn á máli þessu, neit-
aði ákærði í fyrstu að hafa þröngvað
lO Vlkan 44. tbl.