Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 50

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 50
eftir var aðeins að fara heim á Moorhill og hefja lífið sem herra og frú Tommi Venning. Kalli leit á Jönu. „Ég er dauðþreytt, getum við ekki farið? Mig langar svo að komast úr skónum.” Jana skellti upp úr. „Karlotta þó! Að vilja stytta brúðkaupsveisluna þína sjálf!” „Stytta hana? Hún hefur staðið svo lengi og við eigum ýmislegt ógert heima.” „Allt I lagi! Allt í lagi! Ég gefst upp!" sagði Jana. „Ég verð að viðurkenna, að sem borgarbúi finn ég ekki þessa bónda- þörf til að komast á bæinn minn aftur!” Tommi tók utan um Kalla og leit i augu hennar. „Þú hefur á réttu að standa, Kalli. Hátiðinni er lokið. sem betur fer. Við skulum koma heim." Heim. Orðið og raddblær hans koniu blóðinu til að streyma hraðar um æðar hennar. Kalli brosti hlýlega til hans og kinkaði kolli, svo drógu þau sig i hlé jafnhljóðlátlega og þeim var frekast unnt. Ferskt loftið var á við vín eftir hitann og þrengslin inni. Þau l'óru upp I Land Roverinn og Robert ók þeim á eldingar- hraða upp hæðina til Moorhill. Tomrni stökk út, áður en Róbert hafði hemlað. „Komdu, stúlka min.” Hann greip hana i faðm sér og bar hana yfir þrösk- uldinn inn i eldhúsið. Þau heyrðu I Roberti úti á hlaði. „Ég verð að komast til Elworthy og líta á kúna. Bless, Tommi — gangi ykkur allt aðóskum, Kalli." Land Roverinn bakkaði, beygði og ók niður stíginn. Tommi setti Kalla gæti- lega niður og lokaði eldhúsdyrunum. LLI stóð þarna óviss á gólfinu eins og gróin við steingólfið og starði á Tomma. Þau þögðu um stund, en síðan sagði Kalli óstyrk: „Ég verð vist að skipta um föt og þvo . . . mér í framan. Fara úr skónum . . . Hvað segirðu urn tebolla?" Tomrni brosti skilningsríkur. „Farðu upp, stúlka mín, ég skal hita te.” Hann kinkaði kolli góðlátlega. „Eftir hverju ertu að biða? Segðu rnér nú ekki, að ég þurfi að bera þig upp eins og yfir þrösk- uldinn." Hann steig eitt skref i áttina til hennar og hún stökk af stað. Kalli þvoði sér og skipti um föt, þegar hún kom upp til sin. Hún reyndi að Þumalína Fallegar sœngurgjafir, gott verð Geysilegt vöruval frá nærskyrtum til útigalla, sem fást í mörgum gerðum, stærðum og litum. Náttföt, drengjaföt, telpnakjólar, gallabuxur, úti-oginnifatnaður. Ömmustólar úr taui og plasti, baðkör, baðborð, bastburðar- rúm, fleiri gerðir, að ógleymdum burðarpokum til úti- og inninotkunar. Rúm og rúmteppi, vöggur og vagnteppi, hita- dýnur og margt fleira. í Þumalínu fást Weleda-jurtasnyrtivörurnar óviðjafnanlegu og Nova-fónninn, svissneska undratækið. Einkaumboð á íslandi. Næg bílastœði við búðarvegginn Sendum í póstkröfu, sími 12136 Þumalína Domus Medica FÉLAG fSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar ybur hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 STULKAN KALLI koma skipulagi á hugsanir sínar, meðan hún varað því. Hún hafði aldrei huglaus verið. Jafn- heiðarleg og hún var i að viðurkenna eigin galla var hún I þvi að viðurkenna fyrir sjálfri sér, að aldrei hafði hún verið hræddari á ævinni. En það var ekki að- eins nauðsynlegt að takast á við þennan vanda, heldur óhjákvæmilegt. Þau Tommi voru gift. Hún starði á spánnýjan giftingarhringinn. Einhvern timann í framtíðinni — kannski í næsta mánuði, kannski i næstu viku, já, jafn- vel í kvöld — yrðu þau að stíga loka- skrefið. Hún vildi eignast barn og hún vissi, að Tontmi þráði aðeignast syni. Hún kipptist við. þegar Tomnii sagði á skörinni: „Vaknaðu, Kalli! Teið biður i eldhús- inu. Fáðu þér bolla, meðan ég fer úr föt- unum og svo kem ég. Hnoðri er annars glorhungraður. Allur ótti hvarf Kalla. Lifið gekk sinn vanagang eins og alltaf. „Ég er að koma,” hrópaði hún glað- lega á móti, „þakka þér fyrir að hita teið.” Hnoðri hringsnérist á gólfinu fyrir neðan og lýsti þvi hávært yfir, hvað hann væri vanhirtur og soltinn. Skyndilega virtist allt gerast á sama tima; skelfingin og óvissan hvarf henni og sveitalífið gekk sinn aldagamia gang. Kalli sótti eggin, gaf hænsnunum og vann önnur hversdagsleg störf. Kvöldin voru orðin haustleg. Þegar Kalli hafði lokið verkunum stóð hún annars hugar við eldhúsgluggann og horfði á dýrð sólsetursins yfir heiðinni þangað til að hún heyrði fótatak Tomma og leit við. Hún stirðnaði upp. þótt hún hefði vanið sig við núverandi aðstæður., þegar hún varein. Hún hörfaði undan ogopn- aði taugaóstyrk varirnar og orðin voru sögðí hugsunarleysi. „Ég held, að ég fari að hátta, Tommi. Þetta hefur verið — langur dagur.” Ef Kalli hefði litið í athugul augu Tomnia hefði hún séð örla á skilningi og gamansemi þar, þótt dult væri með farið. Hann sagði kæruleysislega: „Eins og þú vilt, stúlka mín. Já, þetta hefur svo sannarlega verið dagur daganna — og við erum ekki þau einu, sem tengdumst tryggðarböndum.” „Hvaðáttu við?” Tommi brosti. „Mig og Róbert. Sástu ekki, hvað hann var elskulegur? Hann blátt áfram brosti út að eyrum og lagði sig i lima við að vera góður.” 50 Vlkan 44* tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.