Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 14

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 14
NAUÐGUN Arnar Guðmundsson deildarstjóri. 194. GREIN HEGNING- ARLAGANNA kvenna, sem ég minntist á áðan, er að viðhorf almennings til þolanda nauðgunar er mjög áþekkt viðhorfinu til þess, sem nauðgar. Bæði verða undir sömu sökina seld. Tökum dæmi um gamla konu, sem slegin er í höfuðið á Klambratúni síðla kvölds og veski hennar rænt. Sú manneskja fær alla samúð almennings óskipta. Aftur á móti er allt annað uppi á teningnum, ef um stúlku í stuttu pilsi er að ræða, sem nauðgað er á þessu sama túni. Þá er sagt, að henni hefði verið nær að vera ekki að flækjast þarna alein svona klædd. Meðan viðhorfin eru slík, er ekkert undarlegt, þótt stúlkan fái það á tilfinninguna, að hún sé orðin meðsek í einhverjum glæp. Þá er betra að vera ekkert að kæra og eiga þetta bara við sjálfa sig. Af þessu ætti að vera augljóst, að það, sem brýnast er, er að breyta þessu núverandi viðhorfi til kvenna. Meðan það er ekki gert, þá munu menn halda áfram að beita konur ofbeldi, vitandi það, að á vissan hátt sé það réttlætanlegt. Eða var það ekki Sigmund Freud sjálfur, sem vildi meina, að innst inni þráði hver kona að láta nauðga sér. Þetta er tímanna tákn, og það hafa margir haft minni áhrif á þessari öld en Freud. í raun er lítið hægt um það að segja, hvers konar menn nauðgarar eru, þvi við vitum ekki nema um þá, sem kærðir eru, og það eru yfirleitt þeir, sem ekki þekkja fórnarlömb sín fyrirfram. Hvað um alla hina? Þetta eru menn úr öllum stéttum — alls kyns tegundir. Eins og að framan sagði, þá held ég, að um engar breytingar verði að ræða í þess- um efnum, fyrr en karlar og konur fara að líta þessi mál sömu augum. En innrætingin er svo djúpstæð, að þess verður líklega langt að bíða. Á meðan þannig er, þá tel ég, að það sé alveg eins hættulegt, ef ekki hættulegra, fyrir konu að fara í sextugs- afmæli eins og að vera ein síns liðs á fáförnum stað, eftir að dimma tekur. En ég við hvetja allar konur, sem fyrir nauðgun verða, að hika ekki við að kæra, því þó lögreglan trúi ekki og almenningsálitið dæmi, þá verður sjálfsvirðing konunnar sterkari eftir en áður, og konan hefur í verki sannað fyrir sjálfri sér, að hún líði ekki slíkt ofbeldi, — þó hún sé veikari. EJ Arnar Guömundsson, deildarstjóri hjá rannsóknarlögreglu ríkisins: — Nauðgun fellur undir 194. grein hegningarlaganna, og er rannsóknarlög- reglan fyrsti aðilinn, sem fær slíkt mál í hendur. Eins og við önnur mál byrjar lög- reglumaðurinn á því að taka niður kæru- skýrslu eftir kæranda, og reynir hann að fá sem nákvæmasta lýsingu á atburðinum. Fyrsta skrefið er að sanna, hvort um afbrot er að ræða. Nauðgun er mjög alvarlegt kæruefni, og við gerum okkur fulla grein fyrir, hversu viðkvæm slík mál eru kæru- aðilum. Eftir að skýrslu er lokið er kæruaðili sendur í læknisskoðun. Rannsóknarlögregla rikisins tók til starfa l. júlí 1977. Á þessum tíma höfum við fengið 17 nauðgunarmál til meðferðar. Rannsókn á tveimur þessara mála er enn ekki lokið, 13 mál hafa verið send ríkissak- sóknara til umsagnar og er þar með lokið af okkar hálfu. í þremur þessara mála hefur hann ekki gefið út ákæru, þ.e.a.s. málin hafa verið felld niður. í tveimur málum hef- ur verið fallið frá kæru, meðan þau voru enn í okkar höndum. í þeim tilfellum hefur kærandi látið sér nægja miskabætur. Það eru þó ekki við, sem leysum málið á þennan hátt, heldur fólk sín á milli. Það er staðreynd, að velflest nauðgunar- mál, sem við fáum í hendur, eru ekki beinlínis þau afbrot, er heyra undir efri mörk refsirammans. Oft er það þannig, að stúlkur lenda í gleðskap í heimahúsi, mál þróast þannig, að samfarir fara fram, og síðan er kærð nauðgun. Kæruefnið lítur oft þannig út, að ákaflega erfitt er að skera úr, hvort um nauðgun sé að ræða eða ekki. Tíðum finnast engir áverkar á stúlkunni, föt hennar t.d. ekki rifin og erfitt að finna vitni að atburðinum. En refsiákvæðið ver aðila ekki bara gegn líkamlegri nauðgun, heldur líka andlegri, t.d. ef aðili lætur und- an vegna hótana. Þessi mál eru ákaflega erfið viðfangs, við verðum að þreifa okkur áfram, og engin tvö dæmi eru eins. Við vinnum málin í hendur ríkissak- sóknara, sem síðan tekur afstöðu til opinberrar ákæru. Það er misjafnt, hvað rannsóknin tekur langan tíma, en við reyn- um auðvitað að hraða henni, eins og unnt er. Rannsókn getur tekið frá viku upp i mánuð, allt eftir því hversu alvarlegs eðlis málið er. Alvarlegustu nauðgunarmálin eru þau, þar sem kærði þekkir ekki sakaraðila. í slíkum málum er refsiramminn ákaflega hár. Eftir að okkur hefur tekist að hafa uppi á manninum, er hann oft dæmdur í gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald er í sjálfu sér engin refsing, því er fyrst og fremst beitt til að útiloka, að viðkomandi spilli sönnunargögnum, eða hafi áhrif á samseka eða vitni með því að ganga laus. Séu þær forsendur ekki fyrir hendi, þýðir ekkert að leggja beiðni um gæsluvarðhald fyrir dóm. Flestir þessara manna eru sendir í geðrannsókn, en það er með það, eins og 14 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.