Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 23

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 23
— Hann er að heiman, sagði hann klökkur. — Þá hefur mamma þrátt fyrir allt fyrirgefið mér, að ég skyldi lenda í þvi að veðsetja allt silfrið hennar. Og að ég skyldi kroppa allar gullfyllingarnar úr gervitönnunum hennar, sem stóðu í glasi á náttborðinu . Það lá við, að Kristoffer tráraðist. Svo fór fangavörðurinn, og Kristoffer beit i gerkökuna. Hún var grjóthörð, þetta var eins og að bíta í járn . . . JARN! Kristoffer flýtti sér að brjóta kökuna í tvennt... og járnsög kom i ljós. Hann hló, svo skein i öll svörtu tannbrotin. Hann flýtti sér að stinga söginni undir dýnuna, og þegar fangavörðurinn kom i eftirlitsferð um kvöldið, sat hann á dýn- unni, blistraði glaðlega, og lét sem ekkert væri. Er nóttin kom og Ijósin voru slökkt, flýtti Kristoffer sér að ráðast til atlögu við járnrimlana með söginni. Þetta var þrælavinna, en jafnvel þó svitinn sprytti fram á enni hans. gafst hann ekki upp, fyrr en honum hafði tekist að saga eina þeirra næstum alveg í sundur. Hann hélt áfram að saga nótt eftir nótt. Hann var löngu búinn að skipu- leggja sjálfan fióttann. Hann vissi nákvæmlega, hvað hann ætlaði að gera, strax og hann væri sloppinn út um gluggann. Hann ætlaði að hraða sér til jámbrautarstöðvarinnar og ná i lestina til Parisar. Þegar fangaverðirnir uppgötvuðu, að klefinn væri tómur, væri hann löngu kominn yfir landa- mærin. Þeir yrðu að bita i það súra epli, að refsifangi 45670, Kristoffer Hansen, væri sloppinn þeim úr greipum. Því þá sæti hann í Paris og duflaði við kvenfólkið. — Jæja, sagði hann ánægjulega, þegar hann lauk við að saga í sundur siðustu stöngina, eða réttara sagt það mikið, að vandalaust væri að kippa henni í sundur. — Nú skortir aðeins eitt á, að ég geti stungið af. Allt annað var í lagi. Hann hafði lök til að láta sig síga út um gluggann, stiga til að komast yfir múrinn átti hann líka Hann hafði klambrað stiga saman úr gömlum gólffjölum og geymdi hann nú á bak við burknatrén í fangelsisgarð- inum. Hann átti nóga peninga fyrir farinu og hafði fengið einn af hinum fingrafimu félögum sinum til að útbúa falsaðan passa i prentsmiðju fangels- isins. Það var sem sagt aðeins eitt, sem á skorti — og hann gat áreiðanlega feng- ið hinn vingjarnlega fangavörð til að leysa þann vanda fyrir sig. Hann hafði alltaf verið mjög greiðvikinn við fangana. Hann bar sem sagt bón sína upp við fangavörðinn, sem sagði, að sér yrði ekki skotaskuld úr því að verða við henni. En þegar hann kom niður á varðstofuna, fór hann að hugsa málið betur og ræddi það við hina fangaverðina. Og þeir voru ekki lengi að bregða sér upp til Krist- offers og rannsaka klefann hans. Svo það varð ekkert úr því, að vesalings Kristoffer tækist að flýja. Þar að auki fékk hann 18 mánuði sem viðbótarrefsingu. — Fjandinn sjálfur, að ég skyldi vera svona heimskur, sagði Kristoffer oft við sjálfan sig, þegar hann sat á fleti sínu og hugleiddi hina misheppnuðu flótta- tilraun. Hann hafði beðið fangavörðinn að útvega sér timaáætlun yfir Parísarhrað- lestina. :: Ein stutt tvær langar ry7 - Þótt þú búir úti á landi getur þú samtsem áður notfært þér smáauglýsingar Dagblaðsins. Smáauglýsingaþjón- usta blaðsins svarar í símann fyrir þig og sendir þér öll tilboð sem berast, með næsta pósti, eða les þau upp í símann. Öll þessi þjónusta er þér að kostnaðarlausu, utan venjulegs birtingarverðs auglýsingarinnar. Dagblaðið,smáauglýsingasími 91-27022. BIABIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 44. tbl. Vlkan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.