Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 37

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 37
En að kvöldi tíunda dagsins, 20. ágúst, fór heldur en ekki að draga til tíðinda. Við Óli lágum uppi i rúmi og horfðum á sjón- varpið (því hvar á sjónvarp að vera annars staðar en í svefnherberginu?), og um það leyti sem dagskránni var að ljúka, fóru mjög óþægilegir og ágengir verkir að segja til sínímaga mínum. Sennilega hafa flestar ófrískar konur fengið að kenna á slæmum hægðum um meðgöngutímann, sérstaklega seinni hluta hans, og því miður hafði þessi kvilli ekki látið mig algjörlega í friði. Og þessir verkir, sem ásóttu mig þessa stundina, voru ekki ólíkir slikum verkjum. Hægðameðal átti ég frammi í skáp, og tók ég það inn og hugðist með því binda skjótan enda á þessa leiðindaverki. En ekki dugði þetta ráð, og enn versnuðu verkirnir. Ég greip þá til flösku af laxerolíu og tók inn tvær stórar skeiðar af henni, en ég hefði alveg eins getað drukkið eitt glas af vatni, því áhrifin voru svipuð. Og enn versnuðu verkirnir. Að lokum bað ég Óla að hringja í næturlækni. Ég gat bókstaflega ekki verið svona lengur, og læknirinn gæti þá alltaf gefið mér stólpípu, en það er eitthvað, sem ég hafði heyrt, að gerði kraftaverk á erfiðum stundum sem þessum. Bókvitið reyndist haldlítið Óli horfði á mig nokkuð ruglaður og spurði, hvort ég væri viss um, að barnið væri ekki bara að koma. Þetta gætu varla verið venjulegir magaverkir. Nei, ég hélt nú ekki! Nógu góðar lýsingar á byrjun hríðaverkja hafði ég fengið hjá ættingjum og vinkonum til þess að vita, að þetta voru alveg örugglega ekki þannig verkir. Hríðaverkir áttu að byrja með seyðingi aftur í bak og vægum byrjunarverkjum á svo sem hálftíma fresti. Enda stóð í öllum þeim aragrúa af bæklingum og bókum, sem ég hafði í fórum mínum, að maður ætti að vera alveg rólegur og halda áfram við húsverkin, þegar verkirnir byrjuðu, taka svo til það, sem maður ætlaði að hafa með sér á fæðingardeildina, þegar tíminn milli hriða færi að styttast, og bíða svo bara rólegur, þar til verkirnir kæmu á tíu mínútna fresti. Síðan átti að hringja á fæðingardeildina og láta vita, hvernig komið væri, og fara síðan niður eftir. Og allt átti þetta að fara fram með hinni mestu rósemi. Mínir verkir komu hins vegar allt í einu með látum á nokkurra mínútna fresti, og þeim fylgdu engir bakverkir. Öli lét því undan mögli mínu og hringdi í næturlækni, en lét jafnframt vita, að um ófríska konu væri að ræða. Læknirinn kom að vörmu spori, bauð gott kvöld og settist á rúmstokkinn hjá mér. Hann hóf síðan að spyrja mig spjörunum úr, m.a. hvar ég fyndi til og hversu langt væri á milli verkja. Óg þegar hann heyrði, að ég væri komin fram yfir áætlaðan tíma, brosti hann, Svona er maður nú státinn og mannslegur aðeins nokkurra klukkustunda gamall I þessum heimi. klappaði á magann á mér og sagði: „Ég held við tökum enga áhættu hér og hringjum bara á sjúkrabíl.” Það var samþykkt á stundinni, enda var ég nú farin að efast um, að um slæmar hægðir væri að ræða. Þó sótti sú hugsun að mér, hversu skammarlegt það yrði, ef ég yrði send heim aftur með hægðateppu. „Því í ósköpunum komið þið hingað?" Þegar á Fæðingarheimili Reykjavíkur- borgar kom, tók Dóra Sigfúsdóttir ljósmóðir á móti okkur. Var mér nú komið fyrir í litlu herbergi á þriðju hæð, þar sem ég var skoðuð. Og þegar Dóra sagði mér, að útvíkkunin væri þó nokkuð vel á veg komin, gat ég ekki lengur borið á móti því, að barnið væri að koma í heiminn. Óli afhenti nú Dóru mæðraskrána mína, sem innihélt allar nauðsynlegar upplýs- ingar um heilsufar mitt um meðgöngu- tímann. En þegar hún komst að því, að barnið sat í maga mínum, sagði hún: „Því i ósköpunum komuð þið þá hingað, elskurnar minar?” Óli skýrði henni frá því, að gerð hefði verið á mér grindarmæling, og voru málin skráð á blað, er fylgdi mæðraskránni. Reyndust þau mál mjög hagstæð, enda höfðu þeir Andrés Texti: Kristín Halldórsdóttir Ljósm.: Jim Smart Ásmundsson og Guðjón Guðnason báðir fullvissað mig um, að barnið gæti ég fætt hvar sem væri. Að fengnum þessum upplýsingum var mér ekið inn á fæðingarstofu, og skömmu síðar birtist Óli í dyrunum hálf vandræða- legur í hvítum slopp og í sokkahlífum, því hann ætlaði að vera viðstaddur fæðinguna. Nú voru verkirnir orðnir nokkuð sárir og tíminn farinn að liða ósköp hægt, enda spurði ég Dóru óft, hvað hún héldi, að væri langt þangað til þetta væri allt saman búið. Hún átti vitanlega nokkuð erfitt um svör, þótt hún reyndi að gefa mér einhverjar hugmyndir um gang mála. Ég komst að því, að Dóra var einmitt eins og ég hefði viljað hafa ljósmóður, róleg, örugg og hughreystandi. Og nú komu sér vel afslöppunartímarnir hjá Huldu. Hún hafði meðal annars kennt okkur rétta öndun í hríðunum, og hefði ég svo sannarlega ekki viljað missa af þeim leiðbeiningum, því án þeirra hefði ég vafa- laust legið stíf og bara kviðið fyrir öllu saman. Ég leyfi mér því að mæla eindregið með þessum slökunartímum Huldu eða bók hennar um slökun, sem einnig veitir þessar leiðbeiningar. Hulda hefur einnig lesið leiðbeiningar inn á kassettu, sem var leikin fyrir mig, meðan á hríðunum stóð. Rifjuðust þá upp hlutir, sem höfðu gleymst, en gerðu nú mikið gagn. Þegar rembingssóttin hófst, kom Andrés Ásmundsson fæðingarlæknir inn á stofuna, og bjóst ég nú við að sjá litla krílið á hverri 44. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.