Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 49

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 49
STULKAN KALLI í hátíðarbuning. Hún æsti sig á skörinni. „Burt með þig, Tommi. Farðu og klæddu þig! Hefurðu ekki heyrt, að það má enginn brúðgumi líta brúðina fyrr en í kirkjunni á brúðkaupsdaginn? Það boðaróhamingju!” Tommi vék og leyfði Jönu að reka Kalla inn í svefnherbergið. Kalli fór í bað og klæddi sig í ofboði og Tommi barði að dyrum um leið og Jana renndi upp rennilásnum á kjólnum. „Ég er að fara," kallaði hann. „Sjá- umst í kirkjunni.” Fótatak hans bergmálaði niður stigann og þau heyrðu bílinn fara í gang með tregðu . . . „Ég verð aldrei tilbúin . . Kalli var ekkert nema þumalfingurnir, þegar hún burstaði á sér hárið og reyndi að hag- ræða hárskrautinu og slæðunni. Jana kom henni til aðstoðar, róleg og lagin, falleg eins og mynd við hliðina á náfölri Kalla. „Svona, engin læti. Ég skal gera það. Svona — já, þú ert Ijómandi, Karlotta!" „Er það?” „l.jómandi falleg,” sagði Jana ákveð- in. „Nú ertu tilbúin. Ég held, að ég hafi heyrt hr. Zealley frá Exeter koma fyrir andartaki. Það er fallega gert af honum að vera svaramaður þinn, Kalli. Var hann ekki vinur föður þíns?” „Jú," sagði hún og gleymdi sér við minningarnar einu sinni enn. „Þeir voru skólabræður. Ég sá hann síðast við útför pabba. Hann var svo elskulegur . . . sagði, að ég skyldi bara leita til sin, ef mig skorti eitthvað. Ég bað hann að ganga mér í föðurstað í dag.” Hún hikaði á stigaskörinni og sá, að hr. Zealley stóð í eldhúsgættinni. Hann var ellilegri, en jafngóðlegur og áður. „Kæra Karlotta —Hann gekk til hennar og tók í báðar hendur hennar, þegar hún kom niður stigann. „Þetta er ósegjanleg gleði.” Hann fylgdi henni að leigubilnum, sem beið á hlaðinu. Jana settist í fremri bílinn og veifaði glaðlega til Kalla og hr. Zealley, þegar þau settust inn i þann seinni. Ted Palks, ekillinn leit við og brosti til þeirra, setti vélina í gang og ók út af hlaðinu til þorpsins. . . Áður en hún hafði áttað sig nam bill- inn staðar fyrir utan kirkjuna. Fáeinar hræður voru fyrir utan og störðu á hana, er hr. Zealley studdi Kalla út. Enginn efi var lengur í brjósti hennar og hún var bæði róleg og hamingjusöm. Jafnvel háværar athugasemdir kirkju- gesta megnuðu ekki að skemma þessa nýfundnu gleði hennar. Hún var á stað, sem hún þekkti, innan um fólk, sem hún þekkti og hún ætlaði að ganga að eiga Tomma, sem hún elsk- aði. Nú gat ekkert sært hana framar, sagði hún við sjálfa sig, rétti úr sér og gekk inn kirkjugólfið. Það var dimmt inni eftir birtu hádeg- issólarinnar úti. Kalla hafði aldrei fund- ist kirkjugólfið jafnlangt, en hún leit á Tomma og gekk beiflt tiLhans. Þegar hún nam staðar skammt frá honum. brpsti hann. Kalla brosti taugaóstyrk á móti og hélt að altarinu Presturinn hóf athöfnina og þótt Kalli gérði allt, sem til var ætlast og segði sitt „Já" hátt og skýrt, fannst henni þetta óraunverulegt. Þeim var óspart óskað til hamingju og allir voru vingjamlegir, en fyrir utan kirkjudyrnar hófst myndatakan í Ijóm- andi septembersólskini. Allt var svo hátíðlegt og brúðkaups- veislan stóð langt fram á dag, en hún var haldin í kránni. Loks rann uppsú stund, að allir skyldu halda heim. Kampavínið var drukkið, þriggja laga tertan snædd og hrósað. PAPPJRSBLEIUR MEÐ ÁFÖSTUM PLASTIKBUXUM Undramjúkt efni PAMPERS hvílir næst hörundinu, en rakinn dreifist í pappírslög sem taka mikla vætu. Ytrabyrði er úr piasti. Rúm og ytri- buxureruþvíávallt þurr. PAMPERS eru sem tilsniðnar fyrir barnið og gefa mikið frelsi til hreyfinga. Límbönd á hliðum gera ásetningu einfalda. o4merióka “ 44. tbl. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.