Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 12

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 12
geta aldrei látið eðlilega hvöt til mannlegra samskipta ráða. Honum hafði líka tekist að ögra mér. Við gengum þegjandi upp stigana, hann bjó á þriðju hæð. Hann opnaði dyrnar, lét mig ganga inn á undan og læsti síðan aftur. Ég man, að ég snar- sneri mér við og starði á læstar dyrnar. Hann vissi áreiðanlega, hvað ég var að hugsa um, en gekk rólega að skáp nokkrum og tók fram flöskur. í herberginu voru auk þess bókahillur, borð, tveir stólar og rúm. Rúmið stóð á áberandi stað í herberginu, ógnvekjandi flæmi, sem ég komst ekki hjá að sjá, hvernig sem ég sneri mér. Stóð þarna eins og áminning um það, sem ég vildi ekki vita. Ég settist á annan stólinn og leið verr og verr með hverju augnablikinu sem leið. Hver hreyfing fékk vissa merkingu. Við töluðum ekki lengur saman. Hann sagði ekki orð, en hreyfingar hans voru markvissar og ógnvekjandi. Hann blandaði drykk, vodka og appelsínu- safa. Ég var alveg lömuð, hugsanir mínar snerust bara um eitt — ég varð að komast út. Samtímis komst ég í eitthvert draum- kennt ástand — eins og ég væri bara áhorf- andi að því, sem var að gerast. Eins og at- burðirnir væru of raunverulegir, til að hægt væri að taka þá alvarlega. Ég sat í stólnum, föst í einhverjum örlagavef, sem leiddi aðeins að einu marki. Óttinn læddist að mér og varaði mig við þvi, að nú væri of seint að gera nokkuð i málinu. Og hvernig gat ég það? Dyrnar voru læstar. Hann . . . og drykkurinn, sem átti að ræna mig öllum viðnámsþrótti. Skyndilega gat ég ekki einbeitt mér að öðru en glasinu. — Nei, ekki áfengi! — Hvers vegna ekki? Hann leit ógnandi á mig, og þó var eins og hann horfði í gegnum mig. Hann varð tortrygginn og heimtaði skýringu. En hann hlustaði ekki á það, sem ég reyndi að segja. Hann gekk að plötuspilara og setti á plötu. Ég sat eins og bundin við stólinn, það fór um mig kaldur, krampakenndur skjálfti. Ég var svo óstjórnlega hrædd. Hann stóð á miðju gólfinu og horfði á mig. Svo kom hann nær og spurði, hvort ég vildi dansa. — Guð minn góður. . nei, tókst mér að hvísla. Nei, það gat ég ekki . . . vildi það ekki... Hann beygði sig niður að mér, andlits- drættirnir herptust, æðarnar á gagn- augunum þöndust út. Andartak stóð hann grafkyrr, ég tók eftir, að augu hans voru blóðhlaupin. Svo greip hann um handleggi mína,' lyfti mér upp úr stólnum og þrýsti mér fast að sér. Ég get varla lýst þvi, sem gerðist á þessu andar- taki. Ég held, að ég hafi andartak misst meðvitund. Eins og ég drægist niður í dökka iðu allra minna fyrri hugsana og drauma um einmitt slíkan atburð: Karlmaður, sem beitti mig líkamlegu ofbeldi. í draumum mínum hef ég upplifað allar tegundir. Allt frá nauðgun til hnífs- stungu og viðbjóðslegustu og spilltustu ofbeldisglæpa. Og alltaf var það karlmaður, sem framdi þá á mér. Draumurinn, sem er eins konar viðbrögð eða endurlausn á öllum þeim ótta, er í mér býr — meðvitað eða ómeðvitað. Vegna sjálfrar mín og allra þeirra kvenna, sem ég neyðist stöðugt til að heyra um og lesa um. Nú var-ég fórnar- dýrið. Núna, og raunverulega. Líkami minn stífnaði upp. I næstu andrá lá hann yfir mér í rúminu, þrýsti sér fast að mér eins og klettur, og hann gaf frá sér einkennileg, korrandi hljóð. Á því augnabliki óttaðist ég aðeins um einn hlut — líf mitt. Ég hugsaði ekki um nauðgun. Ég var bara svo hræði- lega hrædd um líf mitt — við sársauka. Svo mögnuð var hræðslan, að það var bara einn einasti hlutur í heiminum, sem skipti mig máli: Að fá að halda lífi. Mér fannst ég hverfa inn í eitthvert tómarúm. Hann hafði gripið um háls mér, svo mér sortnaði fyrir augum. Skyndilega tókst mér að ná valdi á hugsunum mínum. Ég varð einhvern veginn að ná til hans, þessa dýrslega manns, sem lá ofan á mér. Ég byrjaði að 12 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.