Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 62
PÓSTIRIW
Um „hýra"
karlaog konur
Heill og sœll
Til að byrja með vil ég koma
á framfæri þökkum fyrir
viðtalið sem birtist í síðustu
viku (39. tbl. 40. árg.) við þessa
„hýru”. Það opnaði algjörlega
á mér augun. Ég hef alltaf
ímyndað mér að hommar væru
eitthvert ógeðslegt fyrirbrigði.
En nú sé ég að þetta eru ósköp
venjulegir karlmenn, sem vilja
lifa sínu eigin lífi eins og við
öll. Þarna var talað hreint út
um þessi mál og það sem stóð I
viðtalinu snerti mig djúpt. Mér
finnst það sorglegt hvað fólk er
fordómafullt I garð þessara
manna. Ef það liti í eigin barm
myndi það örugglega sjá margt
verra en það sem það fjasar
um sín á milli. Ég tel að það sé
eldra fólkið sem kemur þessum
fordómum inn í hausinn á
þeim yngri, því hvað gerir
maður annað en að herma eftir
fullorðna fólkinu I orðum og
gerðum?
Ég vil benda ykkur á að það
væri ekki svo galið, að birta
viðtal við einhverja „hýra”
konu, því að mig (og eflaust
fleiri) langar til þess að vita um
viðhorf kvenna sem eru
lesbiskar.
Og svo að ég víki máli mínu
aðeins nánar að eldra fólkinu,
þá má ég til með að segja frá
atviki sem ég varð vitni að. Ég
fór einu sinni niður á
„Hallærisplan” og var að tala
við kunningja mína. Þá slagar
maður framhjá, alveg dauða-
drukkinn. Þetta var maður á
milli fertugs og flmmtugs. Þá
heyrði ég einhvern segja: „Og
LEIÐRÉTTING
Þau mistök urðu í 38. tbl., þar
sem kynntir vom skór frá
Steinari Waage, að í mynda-
texta var talað um pólska
skó, þar sem í raun var um
portúgalska skó að ræða.
svo er fólk að tala um
unglingavandamál!!" Hvað
segir þú við þessu, póstur
góður. Ert þú kannski einn af
þeim fullorðnu? — Að lokum
vil ég spyrja um hvaða
menntun þarf til þess að verða
íþróttakennari og þá máttu
nefna alla möguleika. Svo vil
ég þakka fyrir frábært svar,
sem ég fékk frá þér þegar ég
skrifaði þér síðast. Ogvertu
viss, égskrifa þér oftar!!
Þín einlæga pennaglaða...
Já, og hvað lest þú úr
skriftinni?
Ætli við geymum okkur ekki
eitthvað að tala við „hýra”
konu, en hennar vandamál eru
vafalaust ósköp svipuð
vandamálum „hýrra” manna.
Ég skil ekki alveg, hvað þú
meinar með frásögninni um
drukkna, „fullorðna” manninn.
Það hefur víst aldrei verið
meining eins eða neins að halda
þvi fram, að drykkjuvandamál
væri bara unglingavandamál.
Að minnsta kosti hefur mér
aldrei dottið það í hug, og hlýt
ég víst að teljast til þeirra
fullorðnu. Til þess að verða
íþróttakennari er aðeins ein leið,
og hún liggur í gegnum íþrótta-
kennaraskólann á Laugarvatni,
Námið þar tekur tvo vetur, og
með inngöngu í þann skóla gildir
eins og við fleiri, að því betri
undirbúningsmenntun sem þú
hefur, þeim mun betri
möguleika hefurðu á því að
hljóta skólavist. Skriftin gefur til
kynna heiðarleika, samvisku-
semi og víðsýni.
Ég sveik að
mæta á ballið
Kæri Póstur!
Ég þakka þér fyrir allt gott I
Vikunni. Þannig er mál með
vexti, að ég er búin að vera
dálítið hrifln af strák í mörg ár,
en ég er of feimin til að fara að
tala við hann. Ég sé hann
svona einu sinni I mánuði og
þá bara aðeins, en tala ekkert
við hann. En alltaf skal hann
brosa til mín eða senda mér
auga, en ég er of feimin til að
brosa á móti og bara sný mér
undan. 1 fyrsta skipti sem ég sá
hann var ég 12 ára og varð þá
strax hrifln af honum. Nú er
ég að verða 18, og alltaf er
hann jafnhlýr á svipinn. Eitt
laugardagskvöld fór ég á ball
og sá ég þá að þessi strákur
kom inn. Labbaði hann beint
til mín og bauð mér að dansa.
Ég sagði já, og við fórum að
dansa. Þegar þessi yndislegi
dans var búinn, labbaði hann
upp að mér og sagði að ég yrði
að tala við sig á næsta balli, og
eftir það labbaði hann út og sá
ég hann ekkert meira þetta
kvöld. En þetta næsta ball fór
ég ekki á, en ekki skildi ég
hvað þetta þýddi hjá honum
að láta svona. Skilur þú það,
minn kæri? Heldur þú að hann
vilji tala við mig eftir að ég
sveikst um að koma á þetta
næsta ball, sem hann talaði
um? Hann var svo undarlegur
á svipinn þegar hann sagði
þetta, alveg eins og hann væri
að biðja um eitthvað, égbara
veit ekki hvað. Að lokum,
hvaða merki eiga best við
bogmannsstelpu og steingeitar-
stelpu? Hvað lestu úr skrift-
inni? Ekki gefa mér neina
útúrsnúninga, égersvo
viðkvæm fyrir öllu slíku.
Með fyrirfram þakklœti fyrir
birtinguna.
Bless, bless,
Tobba
Já, já, vinurinn er sennilega bara
ennþá hrifnari af þér, fyrst hann
fékk ekki tækifæri til að tala við
þig á þessu „næsta balli”! Ég
held það hafi bara verið ágætt
hjá þér að mæta ekki, þú verður
sennilega bara meira spennandi
í augum hans fyrir það. En
farðu nú samt endilega á næsta
ball, og vertu almennileg við
hann, ef hann skyldi nú bjóða
þér aftur upp í dans. Meyjar-
strákur passar best við stein-
geitarstelpuna, en krabbi, sporð-
dreki, hrútur og tvíburar eiga
allir mjög vel við bogmanns-
stelpuna. Skriftin ber með sér,
að þú eigir erfitt með að taka
útúrsnúningum og sért fremur
viðkvæm að eðlisfari.
Ágúst Gústafsson, Sámsstööum,
Laxárdal, Dalasýsiu óskar eftir penna-
vinum á aldrinum 12-15 ára. Er sjálfur
13 ára. Svarar öllum bréfum.
Björk Ingólfsdóttir, Ennisbraut 37, 355
Ólafsvik óskar eftir að skrifast á við
stelpur og stráka á aldrinum 13-15 ára.
Er sjálf 14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi,
ef hægt er. Áhugamál eru margvisleg.
Svarar öllum bréfum.
Allt um
sjúkraþjálfun
Kœri Póstur.
Ég er ekki í ástarsorg eða
ólétt, eins og flestar stúlkur
virðast vera sem skrifa þér.
En mér liggur á að vita svörin
við spurningunum sem hér
fylgja, og þar sem þetta er í
fyrsta sinn sem ég skrifa þér,
þá vona ég að bréflð lendi ekki
í þinni landsþekktu ruslafötu.
Hér koma þá spurningarnar:
1. Hvað þarf maður að vera
gamall til þess að geta haflð
nám í sjúkraþjálfun?
2. Er nauðsynlegt að hafa
lokið 5. bekk?
3. Er hægt að læra sjúkra-
þjálfun hér á íslandi?
4. Ef svo er, hvar er sá skóli
til húsa?
5. Hvert snýr maður sér til
að sækja um skólann?
6. Hvað er námið venjulega
lanfl?
Ég vona að þú getir svarað
þessum spurningum mínum og
þakka allt gamalt og gott.
695
Þar sem bréfið þitt hefur orðið
að bíða nokkurn tíma vona ég
að þú hafir ekki gefist upp og
hætt að vonast eftir svari.
Sjúkraþjálfun er kennd við
Háskóla íslands og er sett sem
skilyrði að umsækjandi hafi
stúdentspróf. Námið tekur
fjögur ár og þú sækir um
skólann á skrifstofu Háskólans,
sem er við Suðurgötu. En þar
sem aðgangur í deildina er mjög
takmarkaður, verður þú að hafa
mjög gott stúdentspróf eða
reynslu í sjúkraþjálfun og þarftu
þá að láta vottorð um fyrri störf
fylgja með umsókninni. — Ég
vona að þú sért orðin einhvers
vísari með námið, en ef þig
vantar nánari upplýsingar, þá
skalt þú hafa samband við
skrifstofu Háskólans, í síma
25088.
62 Vikan 44. tbl.