Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 7

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 7
Tekn: Bjami D. að lýsa kvikmynd. Þótt lögreglumaðurinn væri ýmsu vanur í starfi sínu, þá komst hann samt ekki hjá því, að honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds við þessa lifandi lýsingu. Vitanlega trúði hann samt ekki einu orði, en þó spenntist í honum hver taug. En hann fór að hugsa, að svona kjaftæði væri bara fyrir hálfvita með andatrúardellu og þess háttar kúnstir í dimmum herbergjum með horuðum spákerlingum, sem héldu að þær væru einhverjir kvenprestar hulduheima. En hins vegar vissi hann að Myrtle Hoffman var ekki þess háttar manneskja. Til þess þekktu þau hjónin hana alltof vel. Enda varð hann fyrir svo sterkum áhrifum af lýsingu hennar, að hann var að hugsa um að skýra yfirmanni sínum Joe Doran, lögreglustjóra frá þessu. En hann brast kjark að standa frammi fyrir yfirboðara sínum með svo hlálega sögu á vörum, enda þótt lögreglustjórinn væri persónulegur vinur hans. Walter Macy hafði þó hvað eftir annað sýnt í starfi að hann var hugrakkur maður. Hann hafði vaðið innan um kínverska glæpamenn, sem börðust með hnífum og bareflum upp á líf og dauða. En nú brast hann hugrekki. Loks um nónleytið sama dag tók hann í sig kjark. „Sæll, Walt, hvað er þér á höndum,” sagði lögreglustjórinn glaðlega. „Tylltu þér andartak meðan ég lít á þessa skýrslu. Heyrðu hver andskotinn er að þér? Þú lítur út eins og þú hafir séð draug?” Þetta samtal varð í reyndinni alveg sama martröðin fyrir vesalings Walter, sem hann hafði óttast. Vinur hans lögreglustjórinn dró hann sundur og saman í háði fyrir þennan hálfvitahátt að vera að koma tii sín með bollaspár. En þar eð hann sá að Walter var í mikilli geðshræringu útaf þessu og óttaðist mest að hann yrði að athlægi meðal starfsbræðra sinn, þá gekk lögreglu- stjórinn til vinar síns og sagði vingjarnlega: „Vertu rólegur, Walt. Við skulum bara gleyma allri þessari vitleysu, er það ekki? Þetta verður bara okkar á milli. Og hann leiddi vin sinn til dyra. Þetta var slæm helgi fyrir Walter Macy. Skömmin óx honum sifellt í augum og hann sárkveið fyrir því að fara í vinnu sína á mánudagsmorgun. Hann kom á lögreglustöðina kl. 7.30 um morguninn. Og þegar hann gekk stigann upp í skrifstofurnar sá hann Doran lögreglustjóra standa á stigabrúninni, órakaðan með hendur á mjöðmum. „Ég hef verið að bíða eftir þér,” hvæsti hann. „Komdu inn í skrifstofuna mína.” Walter hafði tekið eftir því að á skrifstofunum var allt á fullri ferð og kvíða- tilfinningin, sem hafði heltekið hann, magnaðist nú um allan helming. „Sestu,” sagði lögreglustjórinn og sparkaði til hans stól. „Hvaða andskotans kvenmaður var þetta, sem þú talaðir við? Hvað þekkirðu hana?” „Ég sagði þér hvað hún heitir,” hreytti Walter út úr sér. „Hún er vinur fjölskyldu minnar. Við höfum þekkt hana í fimmtán ár eða lengur. Hvers vegna...?” „Hún hafði rétt fyrir sér,” greip lögreglu- stjórinn fram í. Það var framið rán í Kaliforníu-kvikmyndahúsinu kl. 11.45 í gærkvöldi. Forstjórinn var drepinn og lögreglumaður særður. Það voru tveir menn að verki. Jame J. Malloy forstjóri var skotinn til bana. Tveir ungir piltar sáu morðingjann hlaupa út og náðu númeri flóttabílsins. Þvi var útvarpað. Tveir umferðarlögreglumenn á bifhjólum, Archie Comstock og Tom Remington, sáu bílinn nokkru síðar. Comstock reyndi að neyða þá útá vegarbrúnina, en þeir skutu á hann, svo hann féll af hjólinu. Honum tókst þó að skjóta nokkrum skotum á þá. Tom Remington tæmdi byssu sína. Hann stoppaði nógu lengi til þess að aðgæta hve særður Comstock væri — hann er illa særður, þó ekki til dauða. Bíllinn fannst yf- irgefinn í hliðargötu við First Avenue Canyon.” Og þetta var upphafið á því, hvernig það sem Myrtle Hoffman sá í telaufinu í bolla lögreglumannsins Walters Macy, rættist lið fyrir lið. Eins og nærri má geta sneri lögreglustjóri sér til þessarar undarlega skyggnu konu og gat hún gefið honum ýmislegar upplýsingar í sambandi við það sem hún hafði séð, sem siðar leiddi til handtöku þessara óðu morðingja. Ég geri ráð fyrir, að sá sem nú varð að taka út illa liðan hafi orðið lögreglustjórinn Doran en ekki Walter Macy, því þessi spurning hlýtur að hafa vaknað í huga hans: Gat hann komið í veg fyrir þessi morð? Daginn eftir morðið sagði Doran lögreglustjóri dagblöðunum alla söguna. Hún vakti feiknaathygli og um tíma fékk frú Hoffman ekki nokkurn frið fyrir fólki, sem vildi fá að vita hvað framtíðin bæri i skauti sér. En hún hafði fengið sig fullsadda á spádómsgáfunni. Spá i likingu við þá, sem hún sagði Walter Macy og konu hans lét hún að minnsta kosti aldrei frá sér fara. Endir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.