Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 11

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 11
I V norskrar stúlku: IISÍ í París, meðan ég biði eftir lestarferð heim. Ég var orðin dauðþreytt á öllum stór- borgum. Leið á því að þurfa stöðugt að vera á verði, mega aldrei horfa framan i nokkurn mann og láta líta svo út að ég væri stöðugt að flýta mér að koma mér milli staða. Frekjuleg og óvingjarnleg framkoma dugði heldur ekkert við uppáþrengjandi karlmenn með þanda buxnaklauf að vopni og til í allt. Þeir hefðu bara litið á slíkt sem uppörvun. Það lá við, að ég væri hætt að líta á sjálfa mig sem nokkuð annað en kynveru, sem stöðugt sendi út hvatningar- bylgjur til karlmanna, er voru meira en fúsir til að gera mínar verstu martraðir að raunveruleika. Auðvitað ætlaði ég að nota daginn til að heimsækja Louvre. Þar að auki var ég viss um að geta farið allra minna ferða, án þess að eiga á hættu að verða nauðgað á þessum stað. Slíkt gat ekki gerst innan um verk frægustu meistara allrar menningar, sem héngu þarna í dauðhreinsuðum rykugum sölum, eða meðal hins menningarlega vitsmunafólks, er sækir svona söfn. Ég tók neðanjarðarlestina og fór út á stöð nálægt safninu. Mér tókst þó að villast og fann alls ekki leiðina. Ég spurði fyrstu manneskjuna, sem ég rakst á, til vegar, í þeirri von, að viðkomandi skildi ensku. UM - ÚR HÆSTARÉTTARDÓMUM - ÚR HÆSTARÉTTARDÓMUM - ÚR HÆSTARÉTTARDÓMUM - ÚR HÆSTARÉTTARD Þetta var ungur blökkumaður með fín- gerða andlitsdrætti, og hann talaði reip- rennandi ensku. Mér hlýnaði um hjarta- ræturnar við að hitta mann, sem gat talað við mig á skiljanlegu máli og var þar að auki ákaflega vingjarnlegur í framkomu. Ég gleymdi því öllum aðvörunum, og það tók hann ekki langan tíma að telja mig á að fá mér kaffibolla með sér. Það kom líka yfir mig eins konar þrjóska — víst gat ég valið mér hvern sem var til að tala við og drekka kaffi með. Við gengum um göturnar og töluðum margt. Um hvernig það væri að vera stúdent í erlendu landi — hann var við nám — og hvernig það væri að vera ein á ferð. Okkur leið vel saman, en samt gat ég ekki hætt að vera á verði. Það var eins og það lægi einhver ögrun í loftinu. Það var eins og samræður okkar væru bara yfirskin. Við fórum ekki á kaffihús, heldur staðnæmd- umst skyndilega fyrir framan dyr á stóru íbúðarhúsi. Varnarkerfi mitt fór strax i gang. Ég sagði honum gremjulega, að ég legði annan skilning í orðið kaffihús og að ég ætlaði mér að fara aftur til Louvre — án fylgdarmanns. Skyndilega gjörbreyttist framkoma mannsins. Svipurinn varð hörkulegur, og hann talaði við mig á ögrandi hátt. — Hvort ég þyrði ekki að fara upp með honum og halda samtalinu áfram yfir glasi? Var ég kannski hrædd? Var ég kannski haldin hjátrúnni um stóra, Ijóta rnenn, sem tældu litlar, hjálparvana stúlkur? — Auk þess, sagði hann og hafði aftur tekið á sig gervi hins brosandi og hlýlega manns — auk þess geðjast mér alltof vel að þér til að fara að gera þér mein. Þetta gat bara orðið skemmtilegt og stuðlað að betri kynnum. Samkvæmt venju minni hefði ég átt að snúa við — en ég var orðin svo þreytt á því að standa stöðugt í vörn gegn mönnum, hcnni til samfara, cn viö nánari yfir- heyrslur játaöi hann á sig alla sök. Greindi þeim þó mjög á í framburöi sinum, bæöi um meginatriði og eins um aðdraganda. Sat hann síðan í gæsluvarðhaldi fram í miðjan október. Ekki var dæmt í málinu fyrr cn í mars árið eftir, og var þá tekin fyrir önnur nauðgunarkæra á þcnnan sama mann. í nóvember næstan á undan hafði hann verið gestkomandi í húsi og nauðgaö ungri stúlku, sem þar bjó... 3. Bræður stúlkunnar höfðu verið við drykkju um nóttina og komið heim snemma morguns og þá með tvo gesti með sér. Móðir þeirra fór til vinnu skömmu siðar og annar gesturinn, en hinn varð eftir. Stúlkan, sem hafði orðið vör við, að bræðurnir komu heim með gesti, kom niður nokkru seinna og hitti þá fyrir í eldhúsinu. Bræðurnir ákváöu að afla meiri drykkjarfanga, en gátu ekki fengið ákærða til að fara með sér, svo þau urðu tvö ein eftir i íhúöinni. Stúlkan fór að taka til og þvo gólf, og er því var lokið settist hún inn í stofuna og eyddi tímanum í að leggja kapal. Akærði kom nú inn til hennar og hafði farið úr frakka sínum, er hann hafði verið í fram til þessa. Hann skipaði henni að koma með sér upp í svcfnherbrgi, en hún tók á rás út úr stofunni og tókst að komast fram í forstofuna. Þar náði ákærði henni og tók fyrir kverkar hcnni, og þcgar hún hljóðaði og kallaði á hjálp herti hann tökin og hótaði að rota hana ef hún kæmi ekki inn með sér og yrði góð. Hann reif i hár hennar og tróð fingri upp í hana til að kæfa hljóð hennar, um leið og hann fleygði henni aftur á bak í svefnsófann. Þar sem ákærði var miklu sterkari en hún, gat hún enga björg sér veitt, en á eftir hljóp hún hágrátandi út til kunningjafólks síns, sem hringdi strax í lögregluna. Þegar hinn ákærði kom fyrir dóm daginn eftir, neitaði hann því að hafa neytt stúlkuna til samfara, en við sann- prófun daginn eftir brevtti hann fram- burði sínum, eins og hér hefur verið skýrt frá. Þegar athuguð var geðhcilsa ákærða kom í Ijós að greindarþroski hans var eölilegur eða í slöku meðallagi. Ekki væri um að ræða geðsjúkdóm, en hins vcgar ótamið og ofsafcngið tilfinningalíf, sem hafði valdið hcgðunarcrfiðleikum. Ákærði hafði fengið 9 dóma vegna áfcngisbrota og fleira á 12 árum. Hann var dæmdur í 4 ára fangelsis- vist, en til frádráttar skyldi koma gæsluvarðhaldsvist ákærða, 163 dagar. Einnig átti hann að horga allan kostnað sakarinnar. 44. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.