Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 22

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 22
o WILLY BREINHOLST INI-KRIMMINN Þýð. Jóhanna Þráinsdóttir. Fullkomin flóttaáætlun Hann hafði gert fullkomna áætlun um flótta, og allt var i besta lagi. Hann var búinn að saga i sundur járnrimlana, stiginn, sem hann ætlaði að nota til að komast yfir múrinn, var falinn bak við burkna- trén i fangelsisgarðinum, hann var með falsaðan passa i vasanum. Það var alveg útilokað, að flóttinn gæti misheppnast... Kristoffer leið alveg ágætlega. Hann fékk sitt daglega brauð og átti sér fastan næturstað, eini gallinn var bara sá, að það voru járnrimlar fyrir glugganum. Hann hafði fengið 3 ár fyrir að gleyma að skila nokkrum glötuðum munum á skrifstofuna, sem sér um að koma slíku til skila. Forsaga málsins var sú, að hann hafði af tilviljun lagt leið sina um banka í einu úthverfinu um dimma nótt. Þar hafði hann hrasað um peningaskáp og hirt hann með sér í einhverju hugsunar- leysi. Þegar hann var kominn heim í kjallaraherbergið, sem hann leigði, hugsaði hann með sér, að það gæti verið nógu gaman að sjá, hvað væri eiginlega geymt I svona peningaskáp. Og þar sem hann bar alltaf á sér logsuðutæki í stað vindlingakveikjara — það gat enginn bannað honum það — þá hafði hann skorið gat á skápinn og var heldur en ekki undrandi, þegar hann stóð svo skyndilega með báðar hendur fullar af þykkum þúntum af fimm þúsund króna seðlum. Hann varð svo hissa, að hann tók ekki einu sinni eftir þvi, að hin þunga hönd laganna lagðist á öxl hans og mælt var dimmum rómi: — Nú getum við neglt þig, Kristoffer. Staðinnað verki! — Staðinn að verki, sagði Kristoffer. — Hvað hef éggert af mér? Hann fékk 3 ár til að hugsa um það. Hann var ekki þúinn að vera marga daga í klefanum, þegar hann fór að hugsa um mun athyglisverðara mál, nefnilega það, hvernig honum ætti að takast að sleppa út. Hann gerði ótal fífl- djarfar áætlanir, og margar þeirra voru bara skrambi góðar, en þær strönduðu allar á þessum heimskulegu járnrimlum fyrir glugganum. En dag nokkum gerðist dálítið, sem varð til þess, að málið tók óvænta stefnu. Fangavörðurinn, sem var ákaflega elskulegur maður, kom inn i klefann til hans með pakka. — Þetta er handa þér, Kristoffer, sagði hann. Kristoffer var ekki svifaseinn við að taka af honum umbúðirnar. Þetta var fyrsti pakkinn, sem hann hafði nokkru sinni fengið á sínum synduga æviferli. — Nammi, sagði hann, þegar hann sá innihaldið. Gerkaka! Ein af þessum góðu, gömlu gerkökum. Hann stafaði sig í gegnum þréfið, sem fylgdi pakkanum, það var skrifað með þlýanti. 22 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.