Vikan


Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 48

Vikan - 02.11.1978, Blaðsíða 48
„Komdu með dótið þitt upp Jana. Ég læt þig fá gamla herbergið hennar Evu.” „Kalli!” Rödd Tomma bergmálaði um allt húsið. Hún leit niður yfir handriðið og hann stóð í gættinni með drengjalegan svip á andlitinu. Hann var enn í vinnugallan- um og hey eða burknar héngu fastir við krypplaðaskyrtuna. „Ó, Tommi, ég sá þig hvergi. Hvert fórstu?” Hún blygðaðist sín fyrir eigin rödd. Svona hlýleg, ástúðleg og sýndi innstu tilfinningar hennar. „Ég varð að gera dálitið, Kalli ...” Hann stökk upp stigann og tók tvær tröppur í einu uns hann stóð í næsta þrepi fyrir neðan. Þau horfðust í augu. Jana var svo kurteis að fara inn í her- bergi Evu. „Áður en þú ferð að búa þig, Kalli, langar mig til að gefa þér dálitið.” Hann stakk hendinni í buxnavasann og kom með litlaöskju. Brúðargjöf! Kalli blóðroðnaði. Hvernig gat hún gleymt þvi? Hvernig gat hún gleymt brúðargjöfunum, þegar hún hafði keypt þennan fallega hest handa honum? „Bíddu andartak, Tommi. Bíddu bara.” Hún stökk inn til sin. Postulínshestur- inn var enn í satinklæddri öskjunni, en óinnpakkaður og skreyttur. Hún tók hann upp og gekk hljóðlega til hans. „Hérna, ég vona, að þér lítist á hann . . . Ég gleymdi að búa um hann . ..” Hún þagnaði, henni fannst hún barna- leg og asnaleg og hana langaði ekkert til að horfa á Tomma, þegar hann tæki við gjöfinni. Tommi starði lengi á hestinn og leit svo hugsandi á hana. „Herkúles,” sagði hann lágt og hún kinkaði kolli. Hún vissi ekki, hvernig honum litist á hann. Kannski þætti honum þetta of mikil viðkvæmni — kannski líkaði honum hesturinn illa? „Hann er mjög fagur, einstaklega fall- egur. Þakka þér fyrir, Kalli ástin mín. Ég skalalltafgætahans.” Hann laut fram til að kyssa hana á kinnina og þau horfðust í augu um leið og hann rétti úr sér — augu hennar voru opin og óróleg, hans brosandi og ástúð- leg. Svo sagði Tommi á sinn venjulega gamansama hátt: „Ég er hræddur um. að gjöf mín til þín sé hvorki jafn frumleg né heppileg. Þetta er aðeins örlítill skrautgripur, ef satt skal segja.” Hún tók við pakkanum, sem hann rétti henni, en lét honum eftir að opna öskjuna. Hún starði á tópas-innsigli, sem hún mundi óljóst eftir. Þarna var það í flauelsklæddri öskju, glæsilegt og fagurt, tópas í gulli og Kalli reyndi að rifja upp, hvar hún' hefði séð það áður. Allt í einu vissi hún það. . . „Innsigli föður þíns! Sem hann bar á úrkeðjunni! Ó, ég man svo vel eftir því. Einu sinni drakk ég te hjá ykkur Ró- berti. Manstu eftir því, Tommi? Það var hellirigning og pabbi þinn leyfði okkur að leika okkur í borðstofunni, en þar var hann við skriftir. Hann notaði innsiglið til að innsigla bréf og hann sýndi okkur, hvernig átti að fara að því. Ég finn enn vaxþefinn Hún leit beint i augu Tomma og henni létti skyndilega. „Þakka þér fyrir, Tommi. Það er . .. ó, það er dásamlegt ... það er hluti af fjölskyldu þinni.” „Fjölskyldu okkar, Kalli,” sagði Tommi hljóðlega. „Nú verður þaðokkar fjölskylda.” „Reyndu nú að flýta þér, Karlotta! Þú getur kysst Tomma það sem eftir er æv- innar!” Jana brosti móti þeim. Hún var komin 48 Vlkan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.