Vikan


Vikan - 18.01.1979, Side 8

Vikan - 18.01.1979, Side 8
mikið stundaðar. Lífsstíll þeirra er heil- brigður, sjálfsvígstíðnin lág. Það eru tengsl þarna á milli. P: — Þó sjálfsmorðstala sé mismunandi á milli þjóða, þá virðist hún alltaf haldast jöfn hjá sömu þjóðinni. Einhvern veginn virðist þetta liggja í menningu, menningar- arfi og uppeldi viðkomandi þjóðar. Könnun, sem gerð var í Bandaríkjunum, leiddi þetta berlega í Ijós. Þetta var könnun, sem gerð var á tíðni sjálfsmorða hjá þjóðar- brotum, sem flust höfðu til Bandaríkjanna. Kom í ljós, að þótt í þriðja eða fjórða ættlið væri komið, virtist vera fylgni í sjálfsmorðs- tíðninni hjá þjóðarbrotinu og þjóðinni, sem flust var frá. Einnig er það athyglisvert, að enn hefur engum tekist að skýra, hvemig á því stendur, að Ungverjar eru með langhæstu sjálfsmorðstíðnina í Evrópu. Eins og ég sagði, þá virðist þetta einhvern veginn liggja í menningu og uppeldi þjóðanna. Þó ber alls ekki að líta á þetta sem eitthvert náttúrulögmál — það er af og frá. — Nú er það almenn skoðun manna á meðal, að það sé svartasta skammdegið, sem sé aðal sjálfsmorðstíminn. Skýrslur sýna annað — hvaða skýringar detta—-y ykkur í hug? G: — Manni getur náttúrlega dottið ýmislegt í hug, og það er rétt hjá þér, að það er ekki svartasta skammdegið, sem er aðalhættutíminn. Könnun mín, sem náði yfir 12 ár, leiddi í Ijós, að aðal hættutiminn hjá karlmönnum er í mars og maí á vorin. en hjá konum eru það haustin. Ég veit nú ekki, með hverju væri hægt að skýra þetta. Skattaskráin kemur nú ekki þetta snemma á vorin til karlmanna, svo ekki er hægt að kenna því um. Próf í skólum getur ekki verið orsakavaldur, því það er svo lítið um, að ungt fólk lendi í þessu. Hvað konurnar Um það bil 1000 manns fyrirfara sér í heiminum á degi hverjum. .0 í Evrópu er mest um sjálfsmorð í Ungverja- jandi, en minnst á a írlandi. og haustin áhrærir kann ég enga skýringu frekar en með karlana. Þetta eru yfirleitt húsmæður og oft konur giftar menntamönnum. — Teljið þið, að fólki, sem mistekst sjálfsmorðstilraun, sé fúlasta alvara — eða er þetta bara einhver leikur? G: — Það er afskaplega erfitt að segja um, hversu mikil alvara liggur á bak við tilteknar sjálfsvígstilraunir, en það er útbreiddur misskilningur, að fólki, sem mistekst að fyrirfara sér einu sinni, takist það ekki aftur seinna. Könnun mín leiddi allt annað í ljós, nefnilega það, að stórum hluta þess fólks, sem gerir misheppnaða sjálfsvígstilraun, tekst það einhvern tíma seinna. Allt tal um, að þetta sé leikara- skapur, er út í hött. Það einfaldlega samrýmist ekki heilbrigðri hugsun, að fólk sé að leika sér að þessu. Þetta fólk er oft á tíðum mjög skynsamt og mikið í það spunnið. Það er oft ekkert geðveikara en við hérna — aðeins lífsleiðara. Þetta fólk er mjög krefjandi, og þá er ég ekki að tala um að það sé að biðja um hjálp að nauðsynjalausu, heldur að það hafi mikla þörf fyrir hjálp. Þetta fólk er eins hjálpar- þurfi og framast getur orðið, og er þá út frá því gengið, að lífið sé dýrmætt, og allt eigi að gera til þess að varðveita það. Það kalla ég heilbrigt lífsviðhorf. Það verða allir að leggjast á eitt, heilbrigðisstéttir, aðstand- endur og vinnufélagar viðkomandi og yfirleitt allir, þeir, sem á einn eða annan hátt snerta líf þessarar lífsleiðu manneskju. Við eigum að gæta bróður okkar, en hann ber ábyrgðina. EJ 8 Vikan 3. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.