Vikan


Vikan - 18.01.1979, Side 10

Vikan - 18.01.1979, Side 10
maðurinn sé einskis virði, nema hægt sé að hafa einhver not af honum. Sú gegndarlausa krafa um eilífa hamingjuv sem alls staðar blasir við í prentuðu máli og glymur i eyrum, er heldur ekki líkleg til að stuðla að andlegu jafnvægi fólks. Það er afar hæpið, að fólk fái þá ástardrauma uppfyllta, sem birtast í reyfurum og dægurlagatextum, í heimi hversdags- leikans. Þessi skemmtanaiðnaður kyndir undir óánægjunni með þann hvers- dagsleika, sem óhjákvæmilega hlýtur að vera meginuppistaðan í lifi venjulegs fólks. Þessi tvö aldursskeið, sem þú nefnir i sambandi við tíðni sjálfsmorða, koma mér ekki svo mjög á óvart. Skólar krefjast sífellt stærri skerfs af ævi manns, svo að nú er algengast, að fólk stígi sín fyrstu spor sem fullgildir þjóðfélagsþegnar í hinum almenna vinnumarkaði 20-24 ára. í mörgum tilfellum hefur þetta fólk lítið sem ekkert unnið áður og hefur sína lífsbaráttu reynslulítið. Það lifir oft vernduðu lífi í foreldrahúsum fram á þennan aldur og þolir svo ekki álagið, sem fylgir því að þurfa sjálft að skila sínum ákveðna skerfi. Við ætlum að gera svo skelfing margt, þegar við erum ung, jafnvel að breyta öllum heiminum, og það er einmitt á aldrinum milli þrítugs og fertugs, að það rennur upp fyrir okkur, að minna hefur orðið um efndir. Fólk er yfirleitt ekki nema rúmlega þrítugt, er það kemst að raun um, að það fær lítið sem ekkert breytt heiminum. Þá færast þessar kröfur oft yfir á börnin, og þegar við svo um fertugt uppgötvum, að þau eru heldur ekki líkleg til að framkvæma það, sem við sjálf gáfumst upp á, fylgja því tvöföld vonbrigði, óánægja bæði með sjálfan sig og bömin. Við þetta bætist óraunhæf dýrkun á eilífri æsku, það þykir ákaflega neikvætt að I engu landi í N-Evrópu nema íslandi er sjálfsmorð með skotvopni algengasta aðferðin. Hérlendis hefur vopnaburður þó ekki tíðkast um aldir. eldast, og fólk vill ekki viðurkenna þá lífsins staðreynd, að með aldrinum hallar undan fæti. Það reynir að fylla upp í ósanna mynd, og við það skapast alls kyns los. Annars finnst mér áberandi, að trúin er aftur að ná fótfestu meðal æskufólksins. Það eru alltaf miklar skoðanasveiflur milli kynslóða, eldri kynslóðin ætlaði að leysa allan vanda með þvi að sleppa trúar- brögðum, trúa bara á mátt sinn og megin. En það er svo ótal margt annað, sem hægt er að flokka undir trúarbrögð og fólk hefur gripið til í staðinn, eins og t.d. einstrengingslegar stjórnmálaskoðanir. En það er eins og þessi lífsskoðun hafi ekki náð að fylla upp visst tóm innra með okkur, og unga fólkið i dag er ákaflega leitandi. Það leitar að vænlegri leiðum til lífsuppfyllingar. Ég vil að lokum árétta, að það besta, sem við getum gert til að fyrirbyggja sjálfsmorð, er að vinna gegn þeim fordómum, sem enn rikja gagnvart andlegum sjúkdómum og þeirri miskunnarlausu eiginhagsmuna- stefnu, sem hlýtur að leiða til mannlegrar einangrunar. JÞ 10 Vikan 3. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.